Fálkinn - 05.12.1931, Qupperneq 3
PÁLKINN 3
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM.
Ritstjórar:
Vilh. Finsen og Skúli Skúlason.
Framkvæmdastj.: Sravar Hjaltested.
Aöalskrifstofa:
Bankastræti 3, Reykjavík. Simi 2210.
Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7.
Skrifstofa í Oslo:
Anton Schjöthsgad'3 14.
Blaðið kemur út hvern laugardag.
Lskriftarverð er kr. 1.70 á mánuði;
kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg.
Erlendis 24 kr.
Allar áskriftir greiðist fyrirfram.
AuglýsingaverÖ: 20 aura millimeter
Herbertsprent, Bankastræti 3.
Skraddaraþankar.
Ógæfan, sem orðrómurinn veldur
er altaf óbætanleg. Þeir, sem ætla
að stöðva eiturtungurnar með stað-
reyndum glata oftast tækifærinu í
það að leita uppi höfund orðróms-
ins til þess að ná sjer niðri á hon-.
um. En hvað stoðar þó að uppliafs-
maðurinn finnist, þegar stofnunin
eða einstaklingurinn, sem Gróusög-
uinun hefir verið beint að, er fallin
í valinn á meðan á leitinni stóð.
Gróusagan er óskiljanlega og hræði-
lega máttug — aldrei fær maður
að vita hvernig og hvar hún varð
til og ekki nema stundum þann, sem
kom henni á framfæri fyrst. En
hinsvegar rekst maður jafnan á
i'jölda manna sem hafa gripið hana
á lofti, og gert sjer gott af henni
og' breitt hana lit i allar áttir. Eðli
Gróusögunnar er: út — út til svo
margra sem komist verður. Ym-
ist fer hún um eins og eldur í sinu
eða hún nagar sig áfram undir yf-
irborðinu., eins og rottur og mýs.
. . og grefur ræturnar undan þvi,
sem henni er beint að.
Hversvegna myndast Gróusögurn-
ar altaf — illar sögur um menn og
málefni, oft bornar áleiðis af fólki,
sem sýnir á sjer öll merki andlegr-
ar þjáningar og viðbjóðs uni leið
og það segir söguna. Það segir að
sjer sje raun að því að segja söguna.
En áfrani verður hún að komast
samt! Oft hjálpar þetta fólk orð-
rómnum áfram af misskilningi og
ler meira að segja til þess, sem sag-
an beinist gegn og segir við hann:
,la, mjer dettur nú ekki í hug að
trúa þessu, en þetta segir tolkið!
Og svo heldur jiessi saklausi sögu-
maður, að honum sje fullnægjandi
skjöldur að þessu — „að þetta segir
fólkið“. En þetla er misskilningur.
Ifver sá, sem tekur sjer orðróminn
í munn gerist um leið ábyrgur fyrir
honum. Hann hefur flutt hann áfram
um einn áfanga og verður að sæta
afleiðingunum af því, undir eins og
hann er kvaddur til ábyrgðar. En
það er svo sjaldan, að menn eru
látnir sœta slíkri ábyrgð, að menn
gleyma yfirleitt að hún sje til.
Það er nærri óskiljanlegt, hve sið-
uð þjóðfélög eru góður jarðvegur
fyrir söguburði. „En orðrómurinn
ei peningar" og þar er skýringar-
innar að leita. Með söguuppspuna
er hægt að hækka verð hlutabrjefa
og lækka álit þess, sem maður vill
rýra. Söguburðurinn og uppspuninn
cr vopn i baráttunni við andstæð-
jngana.
„Icelandic Lyrics“.
Iljer er um að ræða úrval af ljóð-
um islenskra skálda, frá Bjarna
Thorarensen til Davíðs Stefánsson-
ar, að því er snertir heimaalning-
ana, en að auki eru i bókinni ljóð
eftir vestur-íslensk skáld, sex alls
nfl. Stephan G. Stephansson, Krist-
inn Stefánsson, Kristján N. .lúlíus
(Káen), Sig. Júlíus Jóhannesson,
Guttorm .1. Guttormsson og Einar
P. Jónsson. Eru ljóð þessi öll prent-
uð á íslensku á annari blaðsiðuuni
en hinumegin i opnunni í enski-i
þýðingu. Hjer er því um að ræða
enskt sýnishorn íslenskra ljóða, sem
jafnframt hefir frumtextann til ldiö-
sjónar þeim, sem bera skyn á ís-
lenkst mál og' gjarna vilja kynnast
islenskri ljóðagerð, bæði að bygg-
ingu, orðum og efni, þó eigi leyfi
kunnátta þeirra í islensku þeim, að
gera það af íslenska textanum ein-
um saman.
Richard Beck prófcssor í Grand
Eorks, North Dakola liefir sjeð um
útgáfu rits þessa og valið kvæðin i
samráði við útgefandann. Verk hans
hefir, eins og hann minnist á í lor-
mála bókarinnar, engan yeginn ver-
ið ljett, þvi að þetta „úrval“ hefir
verið. þrengri lögum báð en önnur.
Hjer hefir sem sje lika orðið að
fara eftir þvi, hvaða ljóð voru til
í enskri þýðingu. Vitanlega voru
ekki lil á ensku ýms þau ljóð, sem
útgefandinn hefði kosi'ð að taka í
þessa bók, og sem hiklaust mundu
hafa verið valin i islenskt ljóðasafn
Jieirra skálda, sem þarna koma fram
og þvi varð að haga valinu nokkuð
eftir þvi, hvað til var á ensku og
hvað ekki. En eigi að síður eru það
ekki nema fá kvæði, sem menn
sakna tilfinanlega þarna, og hiqs-
vegar finna þeir þar flest af því,
sem mest þykir prýðin að í afrekum
eldri Ijóðskálda. Þarna gefa islensk-
ir enskukunnátlumenn sjeð, hvern-
ig hefir tekist til um þýðingu
margra bestu gimsteina islenskrar
ljóðagerðar. Sjeð hvernig „Gunn-
arshólmi, fslandskvæði Bjarna
Tliorarensen, Jónasar Hallgrimsson-
ar og Steingríms, „Skarphjeðinn i
brennunni“ eftir Hannes Hafstein,
„Norðurljós" Einars Benediktsson-
ar og „Þótt þú langförull legðir“
eftir Stcphan G. líta út á ensku
Og margt og margt fleira.
Þýðihgarnar eru að því er virðist
flestar prýðilegar og taka langt
fram ýmsuin af þeim þýðingúm is-
lenskra Ijóða á norðurlandamál, sem
mikið hefir verið gumað af, og þetta
verður skiljanlegra er það vitnast,
að flestar þeirra eru gerðar af þeim
löndum, sem kunna íslénskt mál
og hafa heyrt foreldra sina tala það,
þó að alið hafi þeir aldur sinn mest-
an fyrir handan haf. l''lestar þýð-
ingarnar i bókinni, og inargar
þeirra bestu — eiga þau Skúli John-
son prófessor við Manitobaháskóla
og frú Jakobina Johnson, hin góð-
fræga skáldkona. Þá má nefna Guð-
mund J. Gíslason lækni i Grand
Eorks, alkunnan vin íslenskra bók-
menta og Vilhjálm Stefánsson laiid-
könnuð, sem fyr á árum þýddi
fjölda íslenskra kvæða á ensku og
á ýmsar þýðingar í þessari bók, svo
og Runólf Fjeldsted. Auk þessara
hafa sex Vestur-íslendingar og svo
hinn góðkunni vinur íslenskra bók-
menta, próf. William Craigie þýtt
kvæði í Ijóðasafni þessu. Próf. lii-
í’íkur Beck hefir skrifað formála og
inngang að bókinni, stutl æfiatriði
hvers hööfundar og svo þýðanda, á-
samt skýringum á þeim kvæðum,
sem þarfnast sjerstaklega skýringar
við.
En eigi verður rjettilega skilist
svo við þessa bók, að eigi sje getið
þcss, sem gerir hana einstaka í sinni
röð meðal íslenskra bóka.
Frágangur hennar allur er skemti-
legur vottur um, hve fallega íslend-
ingar geta gert bækur "úr garði, ef
útgefandinn gerir fylstu kröfur, en
hugsar livorki um tilkostnað nje fyr-
irhöfn. Bókin er prentuð á hvitgul-
an, vandaðan pappír, rammi, að-
eins litgulari en pappírinn, prent-
aður utan um lesmál hverrar síðu,
teikning ( eftir Tr. Magnússon, list-
málara) er af hverju því skáldi, sem
kvæði á í bókinni, og prentletur
fallegl og einkar vel hæfandi bók
sem þessari. Bókin er bundin í
heilband úr rúskinni, líkl og Eng-
lendingar binda i vandaðar útgáf-
ur af ljóðum bestu skálda sinna. —
Útgefandinn hefir því ekki hikað
við, að gefa út bók, sem bæði væri
íslenskum bókmentum og íslenskri
prentlist Ii 1 sóma og er það fyrir-
tæki virðingarverðara fyrir þá sök,
nð það er mjög undir hælinn lagt,
hversu það borgar sig,i í svo fá-
mennu þjóðfjelagi, sem hjer er um
að ræða.
En uin lei'ð hefir útgefandinn ljett
þeim mörgu verk, sem eiga kvöl um
völina á því sem þeir vilja senda
útlendum vini lil minningar um
sig og ísland. Þetta úrval islenskra
Ijóða á enska heimsmálinu í þess-
ari prýðilegu útgáfu, sem hjer
er uin að ræða, er sjálfvalin
gjöf íslendinga til vina sinna, hvar
í heimi sem er. Það er góð bók
að efni og frágangi og er landinu
lil sóma. — Og auk þess cr hún góð
eign á hverju islensku heimili, eink-
um þar sem enska er lesin, því að
þar liafa menn eflaust gaman af,
að bera saman ljóðið á feðratung-
unni og heimsmálinu — og hafa
jafnframt fyrirmynd þess, hvernig
bækur eiga að vera að útliti.
Bókin er nokkuð dýr, — 25 kr i
áður gétnu bandi i blutfalli við
aðrar bækur. En spá mín er s.ú, að
þeir sem eignast liana á annað borð,
meti hana þegar fram liða stundir
eins mikils og tiu aðrar bækur
og er hún þá orðin ódýr.
Andvari.
Nýjasta bók Kristmanns.
„l)en blá kyst“ . Bláa ströndin
heitir hún. Hún er með talsvert öðru
móti en síðustu bækur Kristmanns
Guðmundssonar voru, hægari og
kyrrari látlausari og sannari.
Tvímælalaust besta bókin hans,
hvort sem lesendunum finst það eða
ekki. Því að hjer þarf hann ekki á
neinum æðisgengnum náttúruöflum
að halda til þess að lesandinn
sökkvi sjer niður i máli'ð, — hjer
er kyrleiki hins sanna skálds. Hann
þarl' ekki nema hugrenningar fólks-
ins i sögunni til þess að gera sög-
una.
Og fólkið i sögunni eru börn.
Fyrst Bjarni og söguhetjan — og
síðan Eialin (sem fremur hefði átt
að kalla Eyjalín, ef erlendir lesend-
ur kynnu að bera það fram). Fyrstu
kaflarnir, um Bjarna og sögumann-
inn — þegar þeir eru að gæta fjár
við flæði, eru meistaralega skrifað-
ir, en það slakar ekkert á frásögn-
inni þegar stúlkan, sem þá er að-
eins barn, kemur til sögunnar. Lýs-
ingin á þessum þremenningum vest-
ur á Snæfellsnesi er máske það hug-
næmasta í sögunni. Það er eins og
höfundurinn slaki á klónni eftir að
þau eru komin suður til Reykja-
vikur og endursegi þá stundum líka
viðburði oftar en þörf er á. En samt
er sá kafli sögunnar þannig, að
manni finst hann ekki of langur.
í lok sögunnar 'sýnir lvristmann
eigi hvað síst frásagnarsnild sína —
i frásögninni af dauða Eialínar og
för hans til útlanda. Þar segir hann
langa sögu — eða efni, sem nægt
hefði getað í langa sögu, á tveimur
blaðsiðum, en þó þannig, að ekkerl
ber þess vitni, að hann hafi viljað
flýla sjer. Niðurlagið er ef til vill
best ritaði’hlnti sögunnar, einmitt
vegna þess hve hann er stuttur, —
án þess að manni finnist hann vera
stuttur.
Kristmann Guðmundsson hefir
með þessari sögu staðfest það, sem
nllir vissu áður, að liann er mikið
skáld. Hinn djúpi skilningur þessa
unga manns á þvi, sem fæstir sjá
eða geta lýst, en sem margir finna,
er örugg sönnun fyrir þvi, að hann
á sjer fjölda vegu færa lil meiri
fiægðar og víðtækari, en flestum
rithöfundum auðnast að ná. Og ekk-
crt sannar þetta betur, en síðasta
bók hans.
Bækur Kristmanns Guðmundsson-
ar eru ekki farnar að koma út á ís-
lcnsku enn. Það er skaði, jjvi að
flestar lýsingar hans eru svo ram-
íslenskar, að þorra manna hjer á
landi mundi verða ávinningur að
lesa þær. Og málið sein Kristmann
skrifar, sem virðist vera prýðilegt
norskt rikismál, er þannig að setn-
ingaskipun og orðfæri, að það ætti
að veitast ljett að þýða það þannig,
að efnið misti ekki mikils í. Þætti
-tjórn menningarsjóðsins ckki það
þess vert, að athuga útgáfur islenskra
rithöfunda erlendis, áður en þeir
þýða bækur erlendra rithöfunda á
islensku?
Smásöynr um
Lord Northcllffe.
í „Worlds Press“ hefir hinn kunni
rithöfundur og blaðamaður Hannen
Swaffer birt ýmsar smásögur um
Northcliffe lávarð. Fara nokkrar
l'eirra hjer á eftir:
Aldrei ánægöur. Einu sinni hitti
Northeliffe ungan blaðamann á
skrifstofu „Daily Mail“ og spurði
hann hve mikið hann hefði í kaup
á viku.
Atta pund, svaraði pilturinn.
Eruð þjer ánægður ineð það?
Já, þakka yður fyrir.
Þá er best að þjer farið úr vist-
inni á morgun. Jeg hefi aldrei getað
notað fólk, sem er ánægt með kaup-
ið sem það hefir.
Vit á öllu. Einu sinni sagði Swaffer
við Northcliffe: — Þjer vitið sjálf-
sagt alt um blaðamensku, seni vert er
að vita. En það sem skrifað er um
hljómlist hjer í blaðinu ákveð jeg.
.. Hvert eruð þjer að fara?
Jeg á við það, að jeg hafi miklu
betur vit á hljómlist en þjer.
Lávarðinum hætti ncfnilega til að
þykjast jafnan hafa betur vit á öllu
en aðrir menn.
—- Nú skal jeg segja yður nokkuð,
svaraði Northcliffe. Jeg var tón-
skáld áður en jeg varð blaðamaður.
I vikunni sem leið buðu tveir bróð-
synir mínir rnjer á vaxmyndasafn
Madame Tussaud og þar ljek hljóð-
færasveitin tvo valsa, sem jeg hafði
samið fyrir 30 árum. Og fyrir nokkru
keypti þýskur hljóðfærasali kynstr-
in öll af grammófónplötum, sem
hann ætlaði að selja sem „Valsa
Lord Northcliffes". — Jeg varð að
kaupa allar plöturnar og eyðileggja
þær. Og svo dirfist þjer að halda
því fram, að jeg hafi ekki vit á tón-
list. Þurfið þjer framar vitnanna við?
Árásirnar ómissandi. Aldrei var
Lord Northcliffe eins dillað og þeg-
ar önnur blöð gengu i skrokk á
„Daily Mail" og úthúðuðu blaðinu
sem mest. Ef þau hætta að
skamma mig þá hættir fólkið að
lesa bíaðið mitt, sagði hann. — Og
komi sá dagur, að blöðin hælti að
skamma „Daily Mail“ þá kaupi jeg
nýtt blað og fæ mjer l'æra menn til
þess að skamma „Daily Mail“ — og
þjer skulið vera viss um, að það
verða nú árásir i lagi.
Einu sinni sagði hann: —; „Daily
Mail“ er mest liataða blaðið i ver-
öldinni. En konii sá dagur nokkurn-
tíma, að enginn hati „Daily Mail“
þá skal jeg reka alla ritstjórana og
ráða mjer aðra.