Fálkinn


Fálkinn - 05.12.1931, Blaðsíða 5

Fálkinn - 05.12.1931, Blaðsíða 5
F Á L K I N N 5 Sunnudags hugleiðing. Textinn: Lúkas ti, 20—20. Sælir eruð þjer fátækir, seg- ir Jesús í hinum tilvitnaða texta, sælir þeir hungruðu, grátaudi og hötuðu. Jesús telur þá sæla, sem aðrir einmitt mundu telja vansæla, því að hann telur upp þá, sem heims- hölið hrjáir, en minnist ekki á tiina, sem njóta flestra lífsins gæða. En þegar Jitið er á alla kenn- ing Jesú, verður þetta auðskilið. Hans ríki var ekki af þessum heimi og hann leitaðist ávalt við að brýna fyrir mönnum, að vera þeirra tijer á jörð er ekki néma augnahlik í tilveru þeirra. Hann hafði rekið sig á, að ein- mitt þeir irienn, sem ekkert am- aði að og alt ljek í lyndi við, voru tregastir allra til þess að hugsa um eilíft Jíf og búa sig undir það, en að hinir, sem hrjáðir voru af andstreymi hugguðu sig við sæluvist ann- ars Íieims lijá Guði og áttu hæg- ara með að finna hann, í hæn og trúnaðartrausti. Jésús vill láta oss finna til fá- tæktar vorrar og smæðar, vegna þess að það eru þeir fátæku og smáu, sem þrá að fá. Náð Guðs er ríkidæmi hinna fátæku. Fá- tæka hjartað finnur engan grundvöll, nema náð Guðs. Það lijarta opnar sig fyrir Jesú Kristi, honum sem kemur með gjafirnar rikulegu frá krossin- um: fyrirgefningu syndanna, lrelsi og frið. Hann færir á- vöxt sigursins frá opinni gröf sinni öllum þeim sem trúa: máttinn til upprisunnar og ei- lífa lífsins. Þetta eru gjafir Jiær, sem ekki eru komnar af jörðu neðan heldur af kærleika Guðs til mannanna. Sælir aru þeir, segir Jesús, sem éru fátækir í anda, því að þeirra er himnaríki. Já, sæll er hver sá, sem orðinn er lítillátur, látækur og auðmjúkur. Sæll verður sá, sem liafnaði fjár- rriunum, áliti og völdum en öðl- aðist gjöf frelsarans og vel- þóknun guðs. Þá eignaðist hann hlutdeild í ríki liinmanna og hina undursamlegu sælutil- finning, sem lieimurinn livorki skilur nje getur gefið. Reynum að gleyma öllu Jrinu illa, dimma og sára Jrjer á jörð- inni en beinuni augum vorum að „hinum mikla flokki" nreð l>álmagreinar sigursins. Og liugsum með gleði til þeirrar stundar, að við fáum að fylla þann flokk. Opnum augu vor fyrir köllun Guðs, geruni oss ljósa fátækt vora i andanum, lát oss Jiungra eftir samvistun- um við Guð, og þá mun dýpstu þrá sálar vorrar verða fullnægt, því að Jesús segir um þá liungr- uðu, að þeir munu saddir verða. Þá mun lifið annars lieims verða fögnuður og gleði, j sælla engla sveit. Grafirnar í Etrúríu. Hjer ev stivkkuö mynd af andlitinu á litla liknesk- inu, sem grafrœningjar höfðu sett undir kistulokiö, eins og sjest hjer á einni myndinni. Áletrun sýnir, aö jietta sjeu leifar manns, sem lmfi heitaö Sentin- ate Cœsa Eitt af öskiikerunum, sem fundust í grafhýsinu. A lokinu er sérstæö mannsmynd, en á kerinu hóp- mynd, sem aö líkindum á aö segja frá sigri hjá Etrúskum. Þegar saga Rómverja lrófst voru fyrir í Ítalíu ýmsir þjóð- flokkar. Sá þeirra, sem að flestu leyti var best mentur, en jafnframt einna ólíkastur Róm- verjum að máli og siðum var kendur við hjeraðið Etrúríu, sem er um miðbik Ítalíu vest- anvert, og nefndist Etrúskar. Að norðan náði hjerað þetta að ánni Macra en að sunnan- Mussolini vav að láta leggja veg um Etrúríu, til þess aö gera ferða- mönnum greiðari leið til forns bæjarþorps í Etrúríu. Myndin sýn- ir land, þar sem vegagérðarmenn' fóru um — en er þeir grófu fyr- ir veginum rákust þeir á hina nýjn gröf á PeUegrinahœðinni. verðu að hinu sögufræga fljóti Tíber. Etruskar bygðu eigi aðeins Etrúriu lreldur voru þeir jafn- l'ramt fjölmennir i Latium, Ivampaníu og á Pósljettunni.Þeir hafa áður en saga Italíu hófst, iðkað fagrar listir, kunnað vel til byggingalistar og rekið versl- un við erlendar þjóðir. M. a. hafa þeir' haft viðskifti við Grikki og' orðið fvrir áhrilum frá þeim, bæði í listum og eins í trúarbrögðum. Að Etrúskar hafi verið miklir siglingamenn iná marka af því, að vísinda- menn telja sannað, að þeir hafi komist alla leið til norðurlanda og verslað þar. Hafa Etrúskar tvímælalaust verið fremstir allra ítaliuhúa í þann tíð í iðn- aði og verslun um það leyti, sem sögur hefjast þar, á 7.—5. öld f. Kr. Á þeim tíma voru ýmsir merkir hæir í Etrúríu, svo sem Cortona, Veji, Falerii, Tarquinii, Vulci, Cære og Vola- terræ, en nú eru flestir þeirra rústir einar. Það voru etrúskir nrenn, senr höfðu veg og vauda af ýmsum mestu stórvirkjum Rómverja framan af frægðaröld þeárra. Þeir bygðu I. d. ýnrs goðahof Rómverja, svo sem nrusteri Jupiters, Juno og Minervu á Capitolium i Róm og afbrigði þau, senr koma fram i þessum byggingunr, frá hinunr grísku fyrirmyndum, eru fyrir áhrif Etrúska. En þrátt fyrir það komust þeir aldrei í hávegu i rómverska ríkinu heldur hurfu þeir undir Rómverja senr sigr- uð þjóð -— innlimuð þjóð. Hafa þeir að líkindunr verið konrnir a hnignunarstig og búnir að lifa sitt fegursta, þegar Rómverjar tóku að færast í aukana. Að nrinsta kosti bera lýsingar Róm- verja það með sjer, að Etrúskar lrafi verið latir og værukærir. Þeir lutu líka i lægra haldi þeg- ar þeinr lenti saman við hina upprennandi Rómverja, sem þá voru úr stæltu stáli, þó að þeir ættu fyrir sjer að lenda í sönru Hjer sjest grafhýsið að utan, eftir að mokað hafði verið frá dyrunum. tnngönguhliðið er nýtt, en þegar inn er komið sjást aöeins gjörðir manna, sem lifðu fyrir 2400 árum. fírafopiö fanst þegar vegargerðar- mennirnir voru að leggja veginn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.