Fálkinn


Fálkinn - 05.12.1931, Blaðsíða 6

Fálkinn - 05.12.1931, Blaðsíða 6
6 F A L K I N N Þegar korriið var inn i Peílgrina-gröfina, sáust þess glögg merki að þar höfðu grafránsmenn verið á ferð. Lítið á höggmgndina, sem hef- ir verið stungið inn undir kistulokið til þess að haida þvi opnu. íordæmingunni og liða undir lok fyrir það sama: leti og væru kærð — á miklu hærra stigi, en nokkurntima hafði verið hjá Etrúskum sjálfum. Etrúskar urðu fyrir aðsúg úr ýmsum áttum. Samnitar unnu af þeim útvígi þeirra í Kampaniu a 5. öld og um sama leyti tóku Gallar af þeim Pódalinn og Rómverjar syðstu borgir Etru- ríu. Og áður höfðu Karþago'- horgarmenn náð undan Etrúsk- um mestum hluta verslunar þeirra. Og um 300 árum f. Kr. höfðu þeir mist sjálfstæði sitt að fullu, þó að þeir væri ekki formlega innlimaðir í Róm- verjaríkið fyr en 90 árum f. Kr. Etrúskar hafa löngum verið vísindamönnunum ráðgáta, einkum vegna málsins, sem þeir töluðu. Málið gefur vís- bendingu um ætternið, og vegna þess, að málfræðingarn- ir bafa ekki getað orðið á eitt sáttir um uppruna etrúska- málsins hefir ekki ennþá tek- ist, að rekja ætterni Etrúsk- anna aftur i frumaldir. Til þess að komast fyrir upptök máls- ins hafa vísindamenn reynt að hafa uppi á sem flestum forn- menjum Etrúska og m. a. rekist á mikið af áletrunum á máli Etrúska en þó flestar stuttar, og nær eingöngu mannanöfn — vegna þess, að þetta eru sams- konar letranir og þær, sem sjá má á legsteinum vorrar aldar. Áletranirnar eru sem sje nær eingöngu í grafhýsum Etrúska. Þeir ljetu sjer hugarhaldið um leifar dáinna ættingja, og þeir sem nokkurs máttu sín ljetu gera þeim steinkistur og settu þær í vönduð grafhýsi, sem varðveist liafa til þessa dags. Á öldinni sem leið var farið að rannsaka þessar grafir og á þessari öld hafa þessar rann- sóknir færst í aukana. Og rann- sóknarmennirnir hafa fengið nokkuð í aðra hönd, því að i fyrra fanst merk gröf á svo- nefndri Pellegrinahæð, sem virðist vera líkleg til að varpa nýju ljósi yfir Etrúríubúa og tungu þeirra. Gröf þessi hefir verið rænd fyrrum og sjest það m. a. af því, að lokið á einni steinkist- unni var fært upp og hafði lít- ið líkneski i grafhýsinu verið tekið og stungið undir lokið, til þess að lialda því uppi. Ræn- ingjarnir hafa aðeins hugsað um gullið, sem í kistunni fanst, en skilið eftir fjölda dýrmætra muna úr steini og málmi, sem varpa skýru ljósi á menningu Etrúska um þær mundir, sem gröfin var gerð, cn það var á 5. öld f. Kr. Þarna í grafhvelfing- unni er fjöldinn allur af fögr- um höggmyndum og á öskuker- unum - - því að Etrúskar brendu lik standa ýmist nöfn þeirra dánu, eða lágmynd af þeim er greypt á kerin. Með þessari grein eru nokkr- ar myndir sem sýna grafir liinna fornu Etrúska, sem að ýmsu leyti hafa verið feður Rómvérja í menningarlegu til- liti. Ýmislegt af því sem Róm- verjar urðu frægir fyrir, var komið frá Etrúskum, og yf- irleitt mun mega segja, að það sjeu Etrúskar, sem ollu því, að Rómverjar gátu skapað sjálf- stæða menningu, í stað þess að verða ómenguð hermikráka Grikkja. Etrúskar eru ekki mik ils virði í augum heimsins nú, en hver veit, hvort þeir fara ekki að mæla hærra máli þeg- ar þeir fara að „tala úr gröfun- um“. Nýlega var glæpamaöurinn Crow- ley tékinn af lífi í Sing-Sing-fang- elsinu í New York. Hann drýgði ó- lölulegan fjölda glæpa, þó að hann yrði aðeins 19 ára gamall. — Hann þefir sjálfur gefið sjer nafnið Napo- leon glæpamanna, og hann þykist al' því. Alt frá bernsku hefir æfibraut hans verið þakin ránum og mann- drápum. — Hinn stutti en viðburða- ríki glæpaferill hans endaði á á- hrifamikinn hátt. 300 lögregluþjón- ar sóttu að honum í íbúð hans, og hann varðist þeim með aðdáan- legri hreysti og snarræði. Hver lög- regluþjónninn fjell eftir annan, og það leit út, sem þeir mundu ekki fá handtekið hann. Loks sóttu þeir vjelbyssur og varð þá Crawley loks að gefast upp, flakandi í sárum. ——x------- Fyrir skömmu varð maður nokk- ur að mæta fyrir rjetti i Ameríku vegna þess, að hann átti hvorki meira nje minna en ellefu konur. Var það met, jafnvel i Ameríku. En til þess eru metin að farið sje fram úr þeim. Menn urðu því ekkert mjög l'oryiða, er það frjett- ist, að ungum mánni í Bridgeport í Connecticut hefði hepnast að gifta sig sextán sinnum á tæpum fimm mánuðum. Hanii ætlaði að fara að gifta sig í seytjánda skiftið, þegar armur rjettvísinnar lók fram fyrir hendur honum. — Þessi efnilegi ungi maður heitir Frank Wills og er 22 ára að aldri. Hann náði sjer í konur sínar með auglýsingum. Þeg- ar hann auglýsti í 17. skiftið fjekk hann 82 tilboð frá eldri konum sem yngri, seirt allar voru reiðubúnar til að gefa honum hönd og hjarta og alla þá dollara, sem þær kunnu að hafa undir höndum. Frank Wills var mjög hreykinn af þessum á- rangri, og talaði svo opinskátt fyrir rjettinum, að undrum sætti. Hann sagði meðal annárs: „Jeg get ekki clskað konu nema stutta stund. Þeg- ar sú stund er liðin, er jeg farin á fjöll. Jeg cr mótfallinn hjónáskiln- uðum. Þeir krefjast aít of mikils tíma og peninga. Þegar jeg er orð- inn leiður á konu minni, fer jeg burt án nokurra umsvifa og aug- lýsi eftir nýrri konu. Daginn eftir get jeg svo valið * úr tylft kvenna, sem allar viljá koma i stað fyrri konu minnar“. — Hann gat ekki einu sinni skýrt frá nöfnum eigin- kvenna sinna. Hann sagðist ofl hal'a komist í vandræði, af því að hann ruglaði saman fornöfnum þeirra, en kom sjer út úr klípunni með þvi að kalla þær nllar sama gælunafninu. Yfir Brasilíu gengur alda spá- manna og spákvenna. Blöðin eru full af frjettum um þetta undrafólk. Heilir herskarar safnast utan um það. Alt af korna nýir og nýir. Þeir sanna boðskap sinn með kraftaverk- um. Þeir lækna sjúka og hugga sorg- mædda. Fyrsti spámaður landsins var negrakonan Manuelina, sem einnig þekkist undir nafninu „kon- an helga frá Paquoeiros“. Hún tók einn góðan veðurdag að gera krafta- verk. Sjúklingar söfnuðust utan um hana. Þeir sneru heimleiðis bættir meina sinna. Manuelina, negrakon- an með töíraaugun, læknaði alla, en fyrir borgun. Blöðin hafa reynt á allan hátt að hefta framgang hennar, en ekkert stoðar, fólkið hópast þvi meir utan um hana. — Önnur heilög* Uona býr í borginni Sao Paulo. Hún spáir syndaflóði, sem eyði öllum þjóðum jarðarinnar nema Brazilíu- tertörum. Þeir eiga að verða drotn- ijr þessarar jarðar, ségir hún. En ýmsir eru vandtrúaðir á spádóm bennar, af því að hún gerir engin kraftaverk. ----x----- Nýlega var Búlgari á ferð i Berlín. Hann spurði lögreglumann leiðbein- ingar á bjagaðri þýsku. Hann fjekk svar á móðurmáli sínu, búlgörsku. Hann varð hissa við. Lögreglumað- úrinn heitir Werner Grahn. Hann talar 14 mál, þar á meðal Norður- lándamál, sænsku, dönsku og norsku Hann er sonur rússnesks ofursta, sem var kominn af finskum ættum. Werner lærði fyrst í Fredrikshaíen og siðan í Leningsgrad. Þegar hann hafði lokið námi þar fór hann til Berlínar og gerðist lögreglumaður. Hann var umferðastjóri þar sem Friedrichs- og Leipzigerstras.se mæt- ast. Borði sá, sem hann bar á hand- lcggnum vakti eftirtekt ferðamanna. á honum stóð: Talar 9 mál. Siðan hefir hann lært fleiri. Þjófur braust nýlega á næturþeli inn lil auðugs læknis í Marseille. Hann lýndi saman verðmætt smádót, sem hann gat borið í frakkavösum sínum. Var það 85 þús. franka virði. Þegar hann kom fram í forstofuna kom hann auga á nýjan frakka. Hann hugsaði sig ekki lengi um. Hafði frakkaskifti, og læddist á burl. Þeg- ar læknir kom heim varð hann fljótt þess var, að frakki hans var horl'inn, ennfremur dótið. Einhvei' aðgætinn maður tók eftir þessum ókunna frakka í forstofunni. í vös- um hans fanst alt dótið. ----x----- Tveimur slrákum i Grafendorf lenti saman í deilu úl af sveita- stúlku þar úr grendinni. Hafði það orðið að samningum með þeim, að sá þeirra skyldi fá fimm vindlinga, sem gæti læðst að stúlkunni og kyst hana. Þegar þeir hittust næst sögðust báðir hafa kyst hana. Úr þessu urðu áflog og smáharðnaði þangað til annar tók upp hnif og stakk andstæðing sinn tvær stungur fyrir brjóstið. Dó þessi andstæðing- ur hans því eftir skamma stund. En morðinginn leitaði undankomu, en náðist þegar. Brot af öskukeri, sem fanst í grafhýsinu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.