Fálkinn


Fálkinn - 05.12.1931, Side 7

Fálkinn - 05.12.1931, Side 7
F Á L K I N N 7 Almenningsvagninn. I2f frú Cooper aðeins hefði hafl lærða hjúkrunarkonu til þess að annast um Dick, ])á hefði það aldrei skeð. En hún var ekta gamaldags móðir og vildi hugsa um drenginn sinn sjálf. Og þó var ekki hægt að segja annað en að hann væri úr grasi vaxinn — 25 ára og sex fet á sokkaleistunum; en i hennar augum hjelt hann altaf áfram að vera ,,barnið“. Hann hafði legiö veikur lengi og nú, þegar hann var farinn að hressast vaknaði hún snemma einn morguninn og bylti sjer í rúm- inu. En þegar hún hafði komið hon- um úr. bælinu var hann orðinn svo þreyttur, að hann steinsofnaði í stólnum sínum. Þessvegna hað hún ,,pabba“ i næsta skifti, að hjálpa sjer að koma hoiium á fætur áður en hann færi á skrifstofuna. Og þá komu þau honum fyrir i gamla hæg- indastólnum við gluggann sem vissi út að Oxford Street, svo að hann gat sjeð almenningsvagninn aka hjá. Þetta var algengur almenningsvagn, hestarnir þessir venjulegu stóru og sterku dráttarhestar og ekillinn alveg eins og-þeir eru flestir, rauð- ur og útitekinn í andliti og með gljá- andi pípuhatt. En eitt var öðruvísi um þennan vagn en alla aðra al- menningsvagna, nfl. að kongsdótt- irin úr æfintýrinu sat í einu sætinu uppi á þakinu. Hún var falleg, snot- urlega klædd, með mjúk, brún augu, sem horfðu svo hugsandi á ekki neitt sjerstakt. Dick gaf henni þetta nafn, því að hún var það fyrsta sem heillaði og gladdi hug hans, þegar honum var litið út í heiminn í fyrsta sinn eftir margra mánaða sjúkdóm. Ilún ók með almenningsvagnin- u á hverjum morgni og hann hallaði sjer altaf út að glugganum, þegar hann sá til hennar. Og svo var það ’einu sinni, að hún kom auga á hann. Hann er veikur, veslingurinn, hugsaði hún me'ð sjer og brosti af meðaumkvun þó ekki með hon- um sjerstaklega. Það var eiginlega allur sá hluti mannkynsins sein ])já- ist, sem lnin brosti til, en hann tók brosið sjer til inntekta og svo hugs- aði hann um brosið og hana allan daginn, því að hann hafði ekkert annað að gera. Daginn eftir var hann kominn eldsnemma að glugg- anum; hún leit upp og brosti aftur, en roðnaði um leið, og daginn eftir leit hún aðeins á hann í gegnum augnahárin og hann hjelt, að hún hefði ekki sjeð sig. — En hvað hann var önugur í dag, hugsaði blessun- in hún irjoðir hans með sjer; — það er gotl merki, nú fer liann að ná sjer. Daginn eftir lagðist hann fasl upp að rúðunni og starði svo rauna- mæddur á hana, að hún fann það gegnuin augun sín, sem hún hafði gert eins litil eins og lnin gat, og sarvorkeridi honum. — Hann er veikur og einmana, hugsaði hún og þarfnast umgengni; hver veit nema það eigi að gera holskurð á honum. Það fór sem snöggvast hrollur um hana. Jeg held að það sje ekki neitt sjerstakt sem hann er að horfa á — kannske er það ekillinn? Eða mað- urinn þarna, með dagblaðið? Ef jeg hrosti lil hans fengi jeg að vila, hvort það væri jeg. — Iiún hrosti og sjá: það var húri! Hvernig gat hann leyft sjer að horfa svona á hana? i næsta skifti ætlaði hún að snúa sjer undan — l)að er að segja, ef ])að ælti ekki að skera hann eða eitthvað þviumlíkt. Veikur hlaut hann að vera, því að hann sat þarna aldrei á kvöldin — og hvað ætli það geri til þó jeg brosi til hans? — En svo bar það við, að hann sat þarna eitl kvöldið, og hann hrosti og hún brosti og það gerði henni ekki neitt ilt en honum svo einstaklega gott; og mamma sagði við pahba, að Dick hefði verið svo einstaklega ánægður í kvöld. Og pabbi kinkaði kolli og gekk að bóka- skápnum og leit á Cæsar gamla, sem hann hafði leiðbeint Dick með þeg- ar hann var harn. Og svo fjekk pabhi pípureyk í augun svo hann tárfeldi. Morguninn eftir vogaði Dick að heilsa. Hún varð svo agndofa, að hún þorði ekki að gera neitt nema roðna. lin satt.að segja fanst henni að þetla væri í djarfasta lagi gert af horium og einsetti sjer, að hún skyldi ekki taka nokkurt mark á honum framvegis. Ef liann ])á ekki tæki sjer það ákaflega nærri — hanri er svo fölur veslings piltur- inn og hugsum okkur nú að það ætti að gera á honum skurð eða eitthvað þvílíkt! — Ef hann heils- ar aftur, held jeg samt að jeg megi til. — Hann gerði það um kvöldið, þegar hún sat uppi á vagninum þrátt ’fyrir alla rigninguna og hún beygði höfuðið örlitið, rjett svo að það sást og svo leit hún á mann- inn í regnkápunni, sem var eini far- þeginn uppi, annar en hún. Skyldi liann hafa tekið eftir þessu, sem hún hafði leyft sjer að gera — því að hún var afar siðprúð kóngsdóttir og.hafði aldrei leyft sjer svona fyr. .. En hvað þú ert rjóð, elskan mín, sagði mamma hennar þégar hún kom heim um kvöldið. Og pabbi hennar sagði: — En hvað þú ert orðin stór og myndarleg! — og svo kysti hann hana. Hann var ekki í neinum val'a um, að hún væri mynd- arlegri en nokkur kóngsdóttir, því svona eru feðurnir nú altaf. — Upp frá þessu brostu þau altaf og kinkuðu kolli tvisvar sinnum á dag. Iíann varð miklu minna föl- ur og miklu meira glaðvær og stund- um stóð hann upp i glugganum og hneigði sig. Henni fanst hann vera fríður og föngulegur piltur. —• Nú er hann víst ekki veikur lengur, hugsaði hún, og eiginlega ætti jeg að hætta að taka eftir hon- um. En mjer mundi þykja mikið fyrir því, ef hugsast gæti, að jeg yrði orsök í þvi, að honum slægi niður aftur. Hún einsetti sjer, að hún skyldi smátt og smátt draga úr kveðjunum og brosunum, hafa það örlítið minna mcð hverjum degin- um. — Væri haiin orðinn albajta ætlaði hún að steinhætta að heilsa, því kærði hann sig ekki um kveðj- urnar, væri það hið eina rjetta, en kærði hann sig um þær, þá gæti hann látið kynna sig fyrir henni heiina hjá henni. Ilún vildi ekki við- urkenna fyrir sjólfri sjer að það kysi luin helst. — En daginn eftir var hann ekki við gluggann og næsta dag var læknisvagninn við dyrnar hjá horiuni, vagn Lyans læknis, föð- ur hennar. Og um kvöldið voru gluggatjöldin dregin niður í her- berginu hans. — Það er þá upp- skurður, muldraði hún og titraði eins og kvenfólk titrar þegar það hugsar um kalt stál, er nístir mérg og bein. Hún svaf litið um nóttina og var með höfuðverk um morgun- inn. Svo l'ór hún inn til föður síns, læknisins. Hann þreifaði ó slagæð- inni á henni, skoðaði hálsinn, hnyklaði brúnirnar og sagði: — Það gengur ekkert að þjer, telpa mín. Hann þekti hana frá þvi hún var b'arn. — Þú hefðir víst ekkert á móti því að fá þjer hvíld? —- Nei, nei, sagði hún, jeg vil ekki fá neitt leyfi núna og ekki fara hurt, nei, - jeg er vist alls ekki veik. Það eru vist margir veikari en jeg. —: Já, inargir, svaraði hann og brosti í laumi. Hann hafði kynst manns- sálunúm í þessi þrjátíu ár, sem hann hafði dyttað að kroppunum þeirra. — Þekkir þú kannske marga af sjúklingum mínum. Nei-e, ekki held jeg það, ekki þá nema i útliti. í gær sá jeg vagninn þiiin í Norxvood Road. Þar situr maður við einn gluggann — hann er svo veikluleg- ur. — Er það í nr. 12? spurði lækn- irinn. — Jeg man ekki númjerið, en hann er hár og dökkhærður. - Nú, það er víst hann Murrell gamli. • Nei, hann er ungur. Og það er víst i nr. 12. — Nú þó er það ungi Gooper! Það gengur ekkert hættu- legt að honum. En hann vill altaf hanga úti i glugga og i gær fjekk hann hitakast og óráð og var sí og æ að masa um einhverja kóngsdótt- ur, sem færi daglega framhjá i stóra vagninum síniim. — llvað getur hann átt við með því? —: O, það er einhver lagleg stúlka, sein ekur að staðaldri þarna framhjá. Lækn- irinn leit ísmeygilega til hennar, undan loðnum augnabrúnunum. Veslings pilturinn, sagði þún. — Jeg vona að hann hressist fljótt. Læknirinn kinkaði kolli. — Kann- ske það bætti úr, ef jeg segði, að prinsessan óskáði þess. Á jeg að gera það. Hún horfði á gólfdúkinn eins og hún hefði aldrei sjeð hann fyr. Heldurðu að horium mundi verða hressing í því? Hún sagði þetta svo lágt, að hann lieyrði það varla. Það er jeg viss um, sagði læknirinn. Hún stóð upp og gekk út að dyr- unum. — Ekki get jeg stjórnað því, hvað þú segir honuin, hætti hún við og hljóp út. Lyan gamli læknir hirti miða, sem hún hafði mist á gólfið, og skríkti. Hann hafði sjeð hæði hana og hann koma i þennan heim og fylgst með þeim, l)að sem af var æfi þeirra. Nokkrum dögum seinna var sjúk- lingurinn koniinn á fætur og sest- ur við gluggann aftur. En sama dag færði læknirinn henni fallegan rósa- vönd. Ilann hafði hlotið það trún- aðarstarf, að færa „konungsdóttúr- inni í æfintýrinu" hann og — hann hætti við - annars er fjöldinn all- ur af bjálfum til á þessari aumu jörð. Morguninn eftir hafði húri fest rósirnar á kápuna sína og sjúkling- urinn, sem nú var hress- að kalla, sagði við móður sína, að nú þyrfti hann ekki framar að halda á meðala- blöndunni sinni, og svo tók hann utan um móður sína og hringsneri henni og sagði, að hún væri yndis- legasta móðirin í öllum heiminum. Og móðirin fór inn í stofu til sín og grjet og fjell á knje og þakkaði Guði sem hefði gefið henni mátt til að gæta drengsins síns, svo að hann yrði hress aftur. Tveimur dögum siðar staðnæmist almenningsvagninn fyrir utan nr 12 og hún sá hann stíga upp á vagninn lítið citt riðandi að visu, en upp komst liann og scttist við hlið- ina á henni. Þau brostu bæði og roðnuðu bæði og heilsuðust. Hann gleymdi öllu því fallega, sem hann vildi sagt hafa en sagði aðeins: — Góðan daginn! Þetta er i fyrsta skifti sem jeg kem út, hjelt hann á- fram þá loks að hann fjekk málið iiftur - mig langar svo til að þakka yður! Heyrið þjer, við skulum hafa sætaskifti, það fer svo miklu betur um yður á ytra sætinu. Þarna getið þjer hvilt handlegginn. Jú, gerið þjer það! Hún hafði lika liugsað um svo margt fallegt, sem hún hafði ætlað að segja, en gat ekki munað það heldur. Svo þögðu þau í nokkrarmin- útur og horfðu hvort á annað, þ. e. a. s. þannig, að hann horfði á hana þegar hún liorfði ekki á hann, og öf- ugt. Loks mættust augu þeirra. — Kongsdóttirin! hvíslaði hann. — Það er nafnið, sem jeg gaf yður, setj- um nú svo, að þjer uppgötvið, að jeg sje bara óbrotin stúlka, sem fer daglega inn í borgina til þess að vinna i'yrir mjer — hvað þá? — Þá vildi jeg biðja yður um að lofa mjer að vinna fyrir yður, svar- á ný, en það er alveg ómögulegt að aði hann. Og hún roðnaði og brosti hennar og lnin laut ofurlítið áfram lýsa því, hvernig hún horfði á hann þegar lnin brosti. Og hann tók hönd — aðeins ofurlitið----og svo óku þau bæði áfram inn í land æfintýranna, ofan á sporvagni i Oxford Street. „GALDRANORNIN". Magican Club -------------------- heitir fjelag eitt í London og meðlimir þess eru ýmsir frægustu töframenn i heimi. Þangað sækja allir upprennandi galdramenn og hafa sýningar fyrir fjelagsmerín og fá áíit þeirra um dugnað. Og ef meðlimirnir eru á- nægðir er nýji maðurinn tekinn i fjelagið og fær vottorð, sem dugir honum vel til þess að lá ráðningu við fjölleikahúsin og jafnvel hjá sumum vísindafjelögum. Nýlega kom fjórtán ára gömul telpa til formanns þessa fjelags og hað um leyfi til að mega sýna listir sínar. Hún heitir lloberta Byron og gerði bókstaflega alla viðstadda al- veg forviða. Til dæmis ljet hún vaxa nokkurra metra háan rósa- runn upp úr körfu, sein ekkert hafði verið í nema venjuleg garðblóm. Fngum svikum gat hún komið við, því að tveir af meðlimunum voru settir til eftirlits með henni. l-'leiri listir ljek hún, sem voru óskiljan- lcgar öllum viðstöddum og voru þó i hópnum margir, sem ekki kalla alt ömmu sína í þeim efnum. Loks sýndi hún ýmsar fakiralistir, sem enginn hafði sjeð áður. En hvernig sem hún var spurð fjekst hún ekki til að segja frá aðferð sinni við ])essi kynjafyrirbrigði. ----x---- Allir þekkja John Gilbert. Að minsta kosti þeir sem fara á Bíó. Nú vekur það ekki svo lítið umtal í Hollywood, að hann er ástfangihn í prinsessu. Hún er frá Havaiji og heitir Liliuokalani. Þegar þetta frjettist þustu blaðamenn og ljós- myndarar á fund John Gilbprts og spurðu hann í þaula og af því að Gilbert er nú ekkert illa við blaða- menn, þá fengu þeir góðar upplýs- ingar um þetta mál. „Jeg er orðinn lnindleiður á öllu þessu ljóshærða kvenfólki hjer í Hollywood“, sagði Gilbert, „en prinsessan er falleg svarthærð stúlka, sem jeg er bráð- skotinn i“. — Þau hafa sjest oft saman, prinsessan og John Gilbert, og er hann altaf óhuggandi þegar hún er ekki hjá honum. Þegar hann hefir lokið við myndina, sem hann er núna með, ætlar hann að hregða sjer til Havaiji með prinsessunni sinni. — Eins og kunnugt er, var Greta Garbo fyrsti „flammi“ Gil- berts. Hún ljek i öllum kvikmynd- um hans og var altaf með honuin. Allir hjeldu að hún myndi verða frú Gilbert, en úr því varð nú ekkert. Siðan giftist hann frægri leikkonu, Ina Clairo, en hún hefir sótt um skilnað. Hún hefir ásakað hann fyr- ir andlega grimd, en hann hana fyr- ir ofmiklar gáfur! Segið svo að það sje indælt að giftast John Gilbert, stúlkur mínar! ----x---- Prestur nokkur i Ameríku hjelt um daginn tuttugu klukkustunda langa prédikun. Aðeiris fjórar sálir hjeldu út allan tímann,en safnaðar- fólkið kom og fór úr kirkjunni eftir vild, en sumt sofnaði vitanlega, Þétta mun vera lengsta prédikun, sem nokkur prestur hefir nokkurn- tíma haldið.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.