Fálkinn


Fálkinn - 27.02.1932, Síða 3

Fálkinn - 27.02.1932, Síða 3
F Á L K I N N H VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa i Oslo: Anton Schjöthsgade 14. Blaðið kemur út hvern laugardag. Áskriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á'ársf jórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Atiar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. 25 ára afmæli. Skraddaraþankar. ,,/Etít mun hann stórvirkr, enn eigi veit ek hvárt hann er svá góð- virkr“, sagði Njáll við Bergþóru er hún hafði ráðið Atla í vist til sín til þess að drepa Kol. Njáll var vit- ur maður og kunni að sjá fyrir ó- komna hluti. Og hann gerði grein- armun á orðunum stórvirkur og góðvirkur. Það er íhugunarvert, hvort menn gera sjer nægilega grein fyrir þess- um mismun. Hvort ekki stórvirkin hafa fcngið æðri sess en þeim ber i meðvitund almennings en góðvirk- inlægri . Stórvirkin geta nefnilega verið bæði góð og ill og góðvirkin geta verið litil og stór. Og manninum er svo varið, að hann sjer jafnan betur það slóra en það smáa. Stóra verkið verður landfleygl á svipstundu — ekki sísl ef það lýsir illmensku en stóra góðverkið er mánuði að verða hreppsfleygt. Maðurinn sem vill verða frægur leggur fyrir sig stóru verkin, jafnvel þó að það orki tví- mælis hvort þau geri höfundi sín- um sóma. Hann vinnur alt til —- leggur á tæpasta vaðið lil þess að láta bera á sjer. Ef hann er hepp- inn og tekst að vinna stórvirki, sem skapar honum varanlegan orðstír á hann vissann titilinn: mikilmenni, og fær hann undir eins. En hinsvegar eru þeir fáir, sem hljóta það heiti fyrir góðverkin, hvort sem þau eru smá eða stór. Smáu góðverkin eru unnin i kyrþey. Fátæklingurinn sem hefir af litlu að miðla en miðlar samt þeim sem eru enn fátækari fær ekkerl sæmdarheiti fyrir það, en ríkur maður sem gef- ur minna, i hlutfalli við efnahag sinn, er lofaður fyrir rausn. Menn sem hafa orðið heimsfrægir fyrir auðæfi, sem þeir hafa fengið sum- part með hagsýni og dugnaði en sumpart með refjum og harðneskju, eru kallaðir stórmenni, en aðrir sem hafa brotið upþ ó mannúðarhugsjón sem hefir gildi fyrir alla veröldina, eða með hugviti sínu og elju unnið bug ó ýmsum stórplágum mannkyns- ins fara fyrir ofan garð og neðan í meðvitund fjöldans og heimurinn þekkir þá ekki. En þessir menn höfðu enga tilhneiging til þess að hreykja sjer hátt og láta bera á sjer. Þeir unnu sitt verk af ósjálfráðri hneigð til þess að láta gott af sjer leiða, en ætluðust ekki fil neinna Iauna. En niundi heimurinn ekki verða betri og örslígari fram á leið til þeirrar fullkomnunar, sem honum er ætluð og allir þrá, ef menn gerðu sjer meira far um að greina ó milli stórvirka mannsins og hins góð- Virk'a? Hinn 2. næstci mánaðar á stærsta rakarastofa bæjarins, rak- arastofa Sigurðar Ólafssonar, 25 ára afmæli. Er hún stofnuð 2. mars 1907 af Sigurði og Kjartani Ólafssyni rakara og byrjuðu þeir í lítilli stofu í Lækjargötu 6 en fluttust þaðan í Melsteðshús, sem stóð þar sem nú eru hús Páls Stefánssonar stórkaupmanns og voru þar eitt ár. Þaðan flutti rakarastofan i húsið í Hafnarstræti nr. 16 vesturendann og var þar til vorsins 1921 að hún flutti í Eimskipa- fjelagshúsið, sem þá var nýbygt, og þar er hún enn. í mars 1919 gekk Kjartan úr fjelaginn og síðan hefir Sigurður rekið stofnna sem einkaeigandi. Þegar í fyrstu náði rakarastofa þessi þeim vinsældum, sem hún á við að búa enn í dag, og urðn 'til þess, að hún hefir öll þessi umliðnu ár, að undanskildum ef til vill þeim allra fyrstu, verið langstærsta rakarastofa bæjarins. Orsakirnar, sem að þessu eru, má fyrst og fremst finna í þvi, að eigandinn hefir jafnan kunnað þá nytsömu list fyrir alla þá, sem stunda viðskifti við aðra, að gera öllum til hæfis, með góðu viðmóti, vandaðri afgreiðslu og nýtísku áhöldum. Vjer vitum ekki deili á, hve oft hann hefir gerl umbætur á stofn sinni. En í staðinn birtist hjer mynd af rakarastofunni, eins og hún er nú, með nýju stólunum, sem stofan viðaði að sjer núna fyrir afmælið. Er stofan svo úr garði gerð, að hún stendur ekki að baki bestu rakarastofum erlendis. Myndirnar hjer að ofan eru af Þórði Þórðarsyni í Hraunkoti, Hafn- arfirði og Þórhildi Högnadóttur konu hans: Varð Þórður niræður síðastliðinn mánudag, en 16. nóv síðastliðinn átlu þau hjónin fjörutíu ára hjúskaparafmæli. Er Þórhildur þriðja kona Þórðar, og varð áttræð í fyrrasumar. Þórður var lengst af i Hólum í Bisk- upstungum, fyrst sem vinnumaður og síðar sem bóndi í 25 ár, en fluttist til Hafnarfjarðar aldamótaáirið og hefir búið þar síðan HRYGGBROTINN. Prinsinn af KONUNGSSONUR. Asturiu, sonur ------------—— Alfons Spánar- konungs er mjög heilsutæpur. Eigi að siður er sagl, að hann hafi verið að biðja sjer stúlku núna um nýárið, lieitir hún Kyra og er dóttir Gyrils, hins rússneska stórfursta, sem lif- að hefir landflótta í Frakklandi síð- an byllingin varð í Rússlandi og er talinn 'íoringi hinna landflótta rúss- nésku aðalsmanna. Stúlkan er 22 ára og hefir nú hryggbrotið prins- inn og fært þá ástæðu til, að hann muni aldrei hafa nema raun af ráða- hagnum, því Uð ógæfan hafi jafnan ell hana, hvar sem hún hafi farið. Hún liafi horft upp á, að nokkur ættmenni hennar vorú myrt og hún hafi verið stödd á Spáni þegar kon- Pjetur Jónsson fyrv. kaupmað- ur varð 70 ára á laugardaginn var. ungurinn veltist úr sessi. Alstaðar hafi ólánið steðjað að, þar sem hún kom, og' eins muni fara ef hún gift- ist prinsinum. En önnur saga segir, að stúlkunni lmfi alls ekki verið á móti skapi að giftast prinsinum. Hinsvegar hafi Alfons beitt sjer gcgn þvi, að sonur hans giftist og fengið hana til þess að segja nei. Haldi Alfons þ.ví fram að pilturinn sje svo heilsulaus, að hann megi ekki giftasl, en læknarn- ir segja annað. Og þessi saga segir líka, að l>au ungu hjúin sjeu bráð- óstfangin hvort af öðru. 31 HATTUR Fyrir nokkru urðu í Á lfi ÁRl. Kaupmannahöfn mála- ------------ferli, sem mikið var ialað um, út af þvi, að maður einn neitaði að borga loðkópu, sem kona hans hafði tekið út í reikning hans og' kostaði mörg þúsund krónur. Nú er nýtt mál af liku tagi á döfinni þar. Ríkur stórkaupmaður, Flindt Drost að nafni hefir neitað að greiða hattareikning fyrir konu sína, sem er skilin við hann. En hattana hafði hún tekið út áður en þau skildu. — Það hefir komið fram í prófunum, að þessi frú hefir keypt samtals 31 hatl á hálfu öðru ári og hafa þeir kosl- að 75 krónur hver að jafnaði. Að hún hefir ekki valið vörur af ódýrustu tegund m'ó sjá af því að sokkarnir hennar hafa að meðaltali kostað 1<S krónur parið og vasakhitarnir 10 kr. Að vísu hafði bóndi hennar sagl . henni, að hún þyrfti ekki að spara, og að honum væri kærl, að aðrar frúr gengi ekki betur klæddar en hún. En of mikið að öllu má þó gera, og varla mun veslings kaupmannin- um hafa dottið í hug, að hún notaði sjer boð hans svona vel eins og raun varð á. Þegar. málið kom fyrir rjett höfðu bæði verið boðuð þangað sem vitni hann og konan hans fyrvei'ímdi (sem nú hefir mist rjettinn til .að bera nafn hans.og heitir nú frú Hviídju En hvorugt kom — þau sendu bæði vottorð um, að þau gæti ekki mætl vegna veikinda. Kaupmennirnir í Kaupmapnahöfn bíða málsúrslitanna með óþreýju. Það hefir ekki litla þýðingu fyrir þá, hvort þeir geta haldið v.örunum sínum að hjegómagjörnum frúm og selt þeim eins og þær vilja, í vissu um það að maðurinn borgi altaf reikningana. • ----x----- í Árósum bar það við á aðfanga- dagskvöld, að-þegar verið var að eta gæsasteikina gleypti vinnukon- an í húsinu bein og stóð það fast i hálsinum á henni. Hún var flutt á spitala og læknir gerði skurð á barkanum á henni, en það sloðaði ekki og kafnaði stúlkan i höndun- um á honum;

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.