Fálkinn


Fálkinn - 27.02.1932, Síða 14

Fálkinn - 27.02.1932, Síða 14
14 F Á L K I N N unnið á, nema leiftur kvenlegra augna. Prinsinn aí' Zorren og frú Nogales hjeldu fótgangandi frá Yacht klúbbnum tii gisti- iiússius. Alba gekk þögúl við blið fjelaga síns. Hún blustaði varla á, bvað hann sagði, því benni var alt annað í hug. Þegar þau voru kóhiin inn í stofuna í íbúð þeirra, bar Alba þvi við, að hún væri þreytt og vildi fara inri til sín. Augnablik, kæra vina, sagði prinsinn. Jeg vildi bera undir yður þessa ferðaáætl- un okkar.......íeg sting upp á að við för- um frá Bombay á öðrum degi bjer frá beint til Delhi .... Þá get jeg sýnt yður Agra, Taj Mahal og gamla virkið mógúlánna. Því næst förum við til Radjputana. Mjer líst mjög vel á þetta . . . . En þessi gamla borg, sem vinir yðar sögðu að væri ' eins og jarðarberjamauk á litinn? .... Þótt ekki væri nema vegna litskrúðsins, langaði mig til að sjá hana. Hvað segið þjer um það? — Æ, þetta er líkt yður, kæra Alba litla. Þjer heyrið talað um rósrauða borg, og þá er hugurinn strax íloginn þangað. Nú jæja, jeg heiti yður þá að biðja varakon- unginn um að fá maharajah’ann af Ban- gamer til að bjóða okkur. — Þjer eruð elskulegur. Þakka yður fyrir. Prinsinn kysti Ölbu á höndina, og svaraði hún með brosi i kveðju skyni um leið og bún gekk inn til sín. Varla hafði hún lokað hurðinni, er þetta bros, sem ljek um hennar fagra munn, hvarf snögglega. Hún henti silkikápu sinni á stól. Hún reif af sjer armbönd sín og hringa, kveikti í vindlingi og staðnæmdist út við gluggann. Nú ljet hún sjer fátt um finnast hið bláa litskrúð fjarðarins. Hún starði út i nóttina, en sá þó hvorki stjörnurnar nje Ijósin frá skipunum, sem lágu við akkeri út á höfninni. Hún kreisti steinlímdan glugga- karminn báðum höndum. Orð Fairbanks höfuðsmanns liðu henni ekki úr minni .... Það var vissulega skrítið, þetta með brjefin og ljósmyndirnar, sem gömlu keppinaut- arnir í ástarmálum höfðu brent og orðið síðan bestu vinir .... Slík framkoma á bak var ekki beint skjallandi fyrir hana. Hún gekk fram og aftur um hið stóra herbergi, þar sem rúmið ásamt flugnanetinu var á- sýndar eins og teningur úr hvítu múslíni. Hún vafði aftur og aftur slæðu sinni um óstyrkar hendurnar. Skýrar myndir úr liðna tímanum gægðust fram í huga hennar og gerðu hana ýmist höggdofa eða hamstola af reiði. Eftir samvist þeirra Roberts, sem hún hafði innilega þráð að mættu halda áfram, komu þær hrifningarsnauðu stundir, er hún lifði með Nicholson i Kairó. Hún rifj- aði upp þá einlægu sorg, sem greip hana við skilnaðinn, og siðan nýja æfintýi'ið með Nicholson i Egiftalandi. Hin stjórnlausa ást unga liðsforingjans og þolinmæði lians hafði loksins sigrast á efasemdum hennar. Hún hugsaði líka til þeirra örlagaríku augnablika, er hún hafði sagt hinum óverð- uga eiginmanni sínum til syndanna, þess- um æfða spilafalsara, fjárglæframanni og uppskafningi, sem hún loks hafði orðið að vfirgefa til þess að leita verndar prinsins af Zorren, en hann hafði jafnan reynst henni hjálpfús og nærgætinn eins og sómdi sig fyrir þolinmóðan og óeigingjarnan elsk- huga. Hún hafði fallist á að ferðast með honum til Indlands í þeirri von að liitta Roberts aftur og segja honum ástæðurnar til hinnar löngu þagnar, sem kringumstæð- urnar gerðu nauðsvnlega. Og varla var liún fyr komin á land í Bombay, en hún fjekk að heyra livernig í öllu lá! .... Þessir tveir menn voru þá orðnir óaðskiljanlegir vinir. Var nokkuð hlægilegra! Roberts, sem hún hafði elskað syo heitt, liafði rjett Nichol- son höndina .... Og Nicholson hafði, þrátl fyrir brennandi ást til hennar, heitið Ro- berts ævarandi vináttu. Og það enda þótt þeir vissu alt hvor um annars ástaræfin- týri. Já, einmitt þessvegna. Þeir höfðu gabb- að hana. Þeir höfðu verið á eitt sáttir með að brenna myndirnar af henni. Hin niðurbælda gremja Ölbu hafði keim af hefnigirni og særðri metnaðartilfinning, eftirsjá, sem hún vildi ekki kannast við og heift til allra manna. Hin eilífa ótrygð karl- mannsins stóð henni fyrir hugskotssjónum þetta kvöld og bauð lienni byrginn eins og glottandi afturganga. Hún gat ekki gleymt setningunni, sem Fairbanks hafði sagt: „Það var ekki þess vert að við yrðum óvinir út af þvi.“ Þessi auðmýkjandi orð slógu hana eins og móðgun gagnvart fegurð hennar, fram- komu og leyndustu tilfinningum. Hún gekk aftur að glugganum. Með hnyklaðar brúnir og hálflokuð augu horfði hún ennþá einu- sinni út í bjarta nóttina og augnaráðið, sem hún rendi til stjarnanna, var ögrandi. XVII. Kvöldverðurin var ágætur. Roberts hafði á hægri hlið sjer lafði Hurling, en á vinstri dóttur hertogafrúarinnar af Cassano. Nic- holson sat hinumegin við borðið við hlið- ina á frú Stokes. Röberts hjelt uppi fjörugum samræðum við sessunauta sína. Kátína hans var, eða virtist að minsta kosti vera eðlileg. í raun- inni var hann feginn þeirri hvíld, sem sam- talið við nágrannakonurnar, gaf honum frá hugsunum sínum. Fregnin, sem lífvarðarforingi maliarajah’- ans hafði tilkynt, kom svo óvænt, að hann beið þess- með forvitni og ekki laus við kvíða að vita, hvort hann hefði tekið rjett eftir .... Frú Nogales á ferð í Indlandi með prinsinum af Zorren? Hann beið þess með óþreyju, að máltíðin væri úti, til þess að geta fengið nánari upplýsingar hjá her- foringjanum, Ramda Singh. Þegar kaffið var borið fram í stofurnar hlustaði hann annarshugar á sögur Burgess og greip fyrsta tækifærið sem bauðsl, til þess að ná tali af lífvarðarforingjanum. Hann sá hann í innri súlnaganginum, sem lá í kringum skemtigarðinn. Þangað var Nicliolson kominn lika. Áður en Roberts komst til að spyrja, heyrði hann, að Ramda Singh svaraði fjelaga hans: Já, satt að segja, þekki jeg lítið til gesta þeirra, sem lians hágöfgi á von á. Og Indverjinn bætti við um leið og hann snjeri sjer að Roberts: Vinur yðar spurði mig að, hver þessi frú Nogales væri. Jeg ætti erfitt með að gefa vkkur upplýsingar um það. Það eina sem jeg veit, er það, að prinsinn af Zorren er skyldur konungsfjölskyldu einni, sem ríkt hefir í Miðevrópu, að maharajali’inn kyntist lionum í Kairó, að Foreign Office*) hefur sjerstaklega mælt með honum við varakonunginn og að furstinn hefur þar af leiðandi fylstu ástæðu til að taka vel á móti honum. Þetta nægði Roberts ekki. En þessi frú Nogales, sem með honum er .... Hver er það eiginlega? Jeg hef enga hugmynd um það. Nicholson bætti við kæruleysislega, eins og honum stæði á sama: Jeg þekti einu sinni lítilsháltar konu að nafni Alba de Nogales. Gæti skeð, að það væri sú sama? .... Þjer segið Alba de Nogales? Já, skírn- arnafn hennar er einmitt Alba. Nicholson rak upp skellihlátur, sem var of hryssingslegur til þess að vera einlægur: — Ha, lia .... Það hlægir mig .... Hvað haldið þjer, Eddie? Heimurinn er ekki stór. — Neí. Lífvarðarforinginn lylgdi þeim inn í stofuna. Þar drukku þeir líköra með fjelög- um sínum og að því búnu fóru þeir að spila biljard, sem varaði til kl. hálf eitt. Furst- inn fór þá til herbei'gja sinna. Þegar klukk- una vantaði kortjer í eitt drukku menn hinn seinast chota peg og hjeldu síðan hver til síns svefnherbergis. Roberts og Nicholson leituðu þegjandi um ganga hinnar geysistóru hallar og fundu loksins herbergi sín. Roberts var að hella úr sódaflösku í glas, þegar Nicholson kom inn í dyrnar. Hann var að levsa hvíta hálshindið sitt. Roberts leit við. Hugsa sjer! En sú tilviljun. Já. Það er merkilegt. Á því leikur enginn efi. Ramda Singh tqk það skýrt fram .... Þessi prins .... hvað hann nú Jieitir, var í Egiftalandi. Frú Nogales hefir slegist í förina með honum. Og yfirgefið manninn sinn? .... Það hlaut svo að fara. - Til þess að verða áslmey þessa prins? Að líkindum .... Nicholson var kominn úr vestinu. Með krosslagðar hendur á gljáfægðu brjóstinu horfði hann á vin sinn. Roberts þótti þögn- in ekki allskostar viðkunnanleg og reyndi aftur að gera gaman úr þessu: — Svona, kunningi, nú eruð þjer aftur orðinn að steingervingi, af þvi að .... Honum var ekki fremur en fjelaga hans um það að nefna Ölbu á nafn, en þar sem Nicholson steinþagði, ljet hann það hik- laust fjúka: Við ættum ekki annað eftir en hætta við dýraveiðarnar, af þvi að þessi kvenmað- ur kemur! Hver er að segja það? — í lireinskilni, Freddv .... Hvað geng- ur þá að yður? Mjer? Ekki baun. Satt að segja hefði jeg samt heldur viljað að .... þessi kona kæmi ekki. Alt hið liðna var gleymt og grafið .... Nú auðvitað! Þessar sögur úr öðrum heimi eiga ekkert erindi til okkar framar .... Ef við ætlum að eitra lif okkar með ’) Skril'stofa utanríkisráðuneytisins í Bretlandi.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.