Fálkinn - 28.05.1932, Qupperneq 1
16 siður 40 anra
22.
Reykjavík, laugardaginn 28. maí 1932
ÞEGAR SUMRAR.
Á síðuslu árum hefir orðið stefnubreyting um allan liinn mentaða heim að því er það snertir að nota sjer áhrif sólarinnar
og hreina loftsins. Borgabúunum er orðið það Ijost, að þeim liður illa, ef þeir nota sjer ekki þessar gjafir náttúrunnar og
þessvegna sæta þeir hverju tækifæri sem gefst til þess að komast úr borginni og einkum þangað, sem hægt er að fara í
sjó. Á baðstöðunum er krökt af fólki alla sunnudaga og sumarlegfi sitt nota margir til þess, að koma sjer fyrir á einlwerj-
um fallegum stað við sjóinn og búa þar í tjaldi og baða sig í sjó og sól á vixl. Að þessari heilsulind búa þeir svo allan vet-
urinn. Iljer á tandi er þetta alt of lítið tíðkað og væri þó ekki vanþörf á, að fólk notaði sjer sólina hjerna þegar hennar
nýtur og notaði sunnudagana til þess að komast út úr bæjarloftinu. — Myndin hjer að ofan er frá Klampenborg við Kaup-
mannahöfn og sýnir baðlíf þar, en úti fyrir sigla skemtibátar undir drifhvítum seglum.