Fálkinn


Fálkinn - 28.05.1932, Qupperneq 8

Fálkinn - 28.05.1932, Qupperneq 8
8 F Á L K I N N Þessi mynd er af einni af hinum formi kirkjum í Moskva, Vladimirskirkjunni. Hún er nú eigi notuð til guðsþjónustuhalds og eigi sem kornskemma heldur sem fornmenjasafn, og er þar saman kominn fjöldi merkra gripa. Ivar grimmi Ijet reisa kirkjuna og fjekk til þess frægan byggingameistara, ítalskan. Þegar kirkjan var fullger leist Ivar svo vel á hana, að hann Ijet taka húsameistarann og drepa, svo að hann skyldi eigi byggja aðra kirkju jafn fagra eða fegurri. 3Bj%BWWW"^ ./■ 'J Fluglið Dana hefir nýlega keypt nýlega uppfundin tæki til þess að hlusta eftir flugvjelum. Tæki þessi eru afar sterkir hljóð- aukar, sem margfalda hljóðið svo mjög, að hægt er að heyra dyninn í flugvjelunum í 8—9 kílómetra fjarlægð. Á myndinni sjást tveir ameríkanskir verkfræðingar, sem sendir voru til að afhenda þessi tæki, sem koma að miklum notum í ófriði. lslendingar kalla ekki alt ömmu sína, hvað jarðskjálfta og eldgos snertir og því hefir eldgosunum i Andesf jöllum við Men- doza verið veitt líiil athygli hjer. Þeir hafa eigi að síður verið stórf englegir. Hjer á myndinni sjest annað eldfjallið og að neð- an uppdráttur af gossvæðinu. Ýmsir halda að landbúnaður sje sáralítill í Englandi en svo er ekki. Hinsvegar ber lítið á honum, vkgna þess að liann fullnæg- ir hvergi nærri þörfum landsbúa og aðrir atvinnuvegir eru stærri. Hjer að ofan er mynd af ensku bændabýli, sem sýnir, að vinnuaðferðirnar eru líkar og fyrrum var viðast. Dráttar- vjelin hefir ekki ennþá lagt England undir sig.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.