Fálkinn - 28.05.1932, Page 11
F A L K I N N
11
Yngstu lesendurnir
Arnsteinn smali og álfarnir.
Stór dós .... Kr.
Mi'Slungs stærS Kr.
Lítill pakki . . Kr
HREINS/tö OG
FÁGMt
I.IVER i:K*.THER> LiMiTED, POKT SUNUC.HT, r.NCI.AND
M-V 1 56-50 IC
sagt meö ánægjulegri röddu, og
Éinu sinni var drengur, seni fór
upp til selja til þess að gæta búsmal-
ans þar fyrir rikasta bóndann i
sveilinni. Arnsteinn lijet pilturinn
og var sonur fátækasta kotungsins i
sömu sveit. Arnsteinn hafði gætt
kúa, sauða og geita i mörg ár í röð,
þó ekki væri hann nema þrettán ára.
lín þctta starf, sem hann hafði tek-
isl á hendur núna, var hvorki rneira
nje minna en þrekvirki. Því að svo
stóð á, að í selinu sem hann átti að
vera, hafði hver gæðakýrin eftir
aðra horfið, það var eins og þær
hefðu sokkið í jörðina, hver cftir
aðra.
Riki bóndinn, sem átti kýrnar
varð fokvondur og kendi smölunum
um alt, veslingunum. Þeir voru rekn-
ir úr selinu hver af öðrum bláir og
blóðugir og eyrnaklipnir, því að
enginn þeirra gat setið yfir degin-
um lengur án þess að missa eina kú
eða tvær. og þegar þeir komu heim
til sín, hágrátandi gátu þeir enga
skýringu gefið aðra en þá, að kýrin
hefði verið að bita utan i hól og
svo horfið, svo gjörsamlega að það
l'anst ekki einu sinni lyktin af henni.
Og vinnumaðurinn hjá bóndanum
gerði varla annað en rauðhita járn
í smiðjunni, því að veslingarnir, sem
mistu kýrnar voru brennimerktir á
eyrnaflipann, svo að merkið sæist
æfilangt, þeim til skammar. Og ekki
leið á löngu þangað til allir smalar
i sveitinni voru brennimerktir á
eyranu. Loks var bara Arnsteinn eft-
ir, því að hann var yngstur þeirra
allra. En hann var líka hugaðri en
þeir allir til samans.
„Fleygðu járninu sem fyrst“, sagði
hann við vinnumanninn „mig skaltu
ekki þurfa að brennimerkja“.
Og svo labbaði hann blistrandi á-
leiðis upp i sel, beina leið og staldr-
aði ekki fyr en hann stóð við. dyrn-
ar. Mjaltakonan bar honum rjóma-
graut og sagði kjökrandi:
„Nú eru ekki eftir nema tvær kýr
og svo bolinn".
„Hættu að gráta hringaná", sagði
Arnsteinn, þvi nú skal jeg sitja yfir
svo að dugi!“ Svo fór hann að hátta
þvi að komið var kvöld og í aftur-
eldingu um morguninn átti hann að
fara i haga með kýrnar tvær, uautið
og alta kálfana.
Um mo.rguninn las hann vers í
sálmabókinni sinni, áður en hann
borðaði, svo fór hann út að hverfis-
steininum fyrir norðan selið og lagði
sjálfskeiðinginn sinn á, svo að hann
flugbeit og stálið varð svo gljáandi,
að varla var hægt að horfa á það
herum augum. Mjaltakonan gaf hon-
um jirjár lúmmur í nesti og svo hjclt
hann af stað með beljurnar, nautið
og kálfana. Það gekk vel, sólin var
komin hátt á loft þegar hann koin í
liagann og undir eiiis fóru beljurnar
að nasla utan í stórum hól. Arn-
steinn settist á þúl'u og fór að leika
á seljuflautu. Þá var kallað í hóln-
um:
„Kuss, kuss! komdu lil mín Bú-
kolla niin!" Og undir eins tók sú
kýrin, sem hjet Búkolla undir.sig
stökk, sperti upp halann og hljóp
npp á hólinn, eins og kálfur sem
bregður á leik. „Nú það er svona“,
sagði Arnsteinn, „það var eins og
jeg hjell, álfarnir scm vilja ná í kýr
í fjósið sitt. Og svo rann hann á
eltir kúnni á harðaspretti.
„Bíddu hæg“, sagði hann og reidd-
ist, jeg skal ekki láta brenna eyrun
á mjer þín vegna, skaltu vita!“ Og
svo náði hann í halann á beljunni
og hélt t'ast, en hún dró hann eins og
fis. Búkolla hljóp beint inn í hólinn
og hvarf. Arnsteinn misti taksins og
rak sig á, valt um og hentist koll-
skít og strandaði loks á gömlum trje-
drumb. En innan úr hólnum heyrði
hann ertnislegan hlátur.
Nú fór ver en vildi jeg“, hugsaði
Arnsteinn og fór að hugsa, „mjer
tókst þá ekki betur en þetta eftir alt
gortið. En koma tímar koma ráð“.
Það var langt til kvölds og áll'ana
mundi vist langa til að ná í hina
kúna líka. — Svo borðaði hann
fýrstu lummuna sína og settist svo
á þúfuna og fór að leika á seljuflaut-
una.
Eftir skamma stund heyrði hann
sagt inni i hólnum: „Kuss, kuss,
komdu til mín, Dagrós mín! Þá
fleygði drengurinn flautunni og þaut
upp. En það fór eins um Dagrós og
Búkollu — hún hvarf inn í hólinn.
„Æ, æ, mikill erkibjálfi hefi jeg
verið, jeg sem hafði gortað af þvi
um alla sveitina, sem jeg skyldi
gera", andvarpaði hann og lá við
gráti.
En koma tíma, koma ráð. Það var
enn langt til sólarlags og úr því að
huldufólkið hafði náð í allar kýrn-
ar, mundi þaa vilja fá nautið.
Og drengurinn settist á þúfuna og
ál aðra lummuna sína. Svo skar hann
Heiri göt á seljuflautuna, svo að
hann gal náð úr henni undursamleg-
um tónum, og svo ljek hann þangað
lil hann var kominn i besta skap
aftur.
Svo lor hann að gæla við tuddann
sem hjet Baldur, kjassaði hann til
sin og gaf honum þriðju lummuna.
Og tuddinn komst í besta skap og
fór að sleikja hendina á smalanum.
„Baldur minn, nú set jeg alt mitt
traust tii þín“, sagði Arnsteinn.
Varla hafði hann sagt þetta fyr en
hann heyrði sagt inni í hólnum:
„Komdu boli, komdu boli minn,
komdu Baldur, góði boli“.
Og Baldur gat ekki að sjer gert
en varð jafn hamstola og beljurn-
ar, fór að baula í ákafa og sló
halanum. En Arnsteinn vatt sjer
upp á hrygginn á honum og svo tók
bolinn á rás inn i hólinn. Það brak-
aði i bola og hrikti í Arnsteini, sem
hjelt báðum höndum dauðahaldi um
hálsinn á tuddanum og beit sig þar
fastan eins og jötunuxi. „Hæ, hæ,
svei mjer ef jeg skal ekki koma heim
aftur með ómerkt eyrun til. foreldr-
anna minna“.
Og nú var að hrökkva eða stökkva
og hræðast ekki pústrana. Það þrum-
aði lyrir eyrunum á honum og leiflr-
aði fyrir augunum á honum, mold
og grjót þeyttist í allar áttir og
drengnum brá svo, að hann stein-
gleymdi versinu sínu. Svo varð graf-
hljótt. Og þcgar Arnsteinn áttaði sig
aflur stóð hann á bás i svo stóru og
fallegu fjósi, að hann trúði varla
sinum eigin augum. Og þarna stóðu
allar■ stolnu kýrnar, feitar og gljá-
andi og voru að jótra.
„Já, nú er fjósið mitt fult“, var
gamall álfur steig inn i básinn
sem Baldur var í, til þess að binda
hann, með gullkeðju, sem fest var i
vegginn.
„Og svo hefir þú fengið kúasmala
i kaupbæti‘“, • gall Arnsteinn við og
hoppaði niður'af hryggnum á naut-
inu.
„Þú hlýtur að vera karl í krapinu
úr því að þú gast komist hingað",
svaraði karlinn, „og þig ræð jeg i
vist æfilangt." Og svo glápti hann á
piltinn hálfblindum augum.
„Á jeg að binda bo!a?“ spurði
Arnsteinn.
„Gcrðu það ef þú getur", svaraði
karl og laut niður um leið til þess
að setja hring í nefið á Baldri. Þá
greip Arnstcinn hálsbandið og brá
því um hálsinn á karlinum. „Klikk"
heyrðist i lásnum og nú gat enginn
opnað bandið aftur.
„Nú er best að þú vcrðir boli s.jálf-
ur“, sagði Arnsteinn og hoppaði
npp á hrygginn á Baldri. Huldukarl-
inn hvæsti eins og köttur, grár í
framan af vonsku, en gal ekki losn-
að. Svo grjet hann eins og krakki
og öskraði á hjálp. Þá opnuðust
margar dyr og inn koiuu liiargar
kerlingar og karlar, ógnuðu með
hnefunum og skömmuðust með tann-
lausum munnunum og slóu liring
um Baldur og drenginn. Arnsteini
varð órótt en nú sá hann hvað hann
ætti að gera og beið átckta þangað 1 i I
hópurinn kom nær. Svo dró hann
upp sjálfskeiðinginn, sveiflaði hon-
um og sagði ógnandi:
„Með stáli skal ilt út reka“, og
henti svo hnífnum. Og þá hvarf alt
illþýðið að vörmu spori. —- — —-
„Nei, tarna var skritið!" sagði
Arnsteinn og geispaði mót kvöld-
sólinni. Þarna sat hann á bolabaki,
langt frá hulduhólnum og beljurnar
allar i kringum hann, allar kýrnar
og vantaði ekki einít. Arnsteinn reið
bola heim i selið og allar kýrnar
ellu i halarófu, með bjöllukúna í
broddi fylkingar.
En bóndinn varð svo glaður jiegar
Arnsteinn kom með kýrnar, að hann
gaf homun jörð með allri áhöfn. Og
kann jeg ekki þessa sögu lengri.
Þessi ófreskja at' hundi leikur eitt
al' aðalhlulverkunum i nýrri am-
ei'ískri kvikmynd úr ilífi Indiána,
sem bráðum verður farið að sýna.
Best er að auglýsa i Fálkanum