Fálkinn - 04.06.1932, Síða 5
F Á L K I N N
5
iiiuin, sem heimsótti mig og úgirnt-
ist mest klukkuna y'ðar. Hann hefur
endurnýjaS til boö sit’t fyrir fáum
dögum — og þjer geti'Ö sjálf ákveö-
ið verðið!“
Nú varð þögn, en svo lijelt hann
áfram:
„Jeg sit hjerna við skrifborð mitt
til miðnættis, svo að þjer þurfið ekki
að svara mjer núna, og kannske get-
uin við beðið til morguns, en jeg
skildi frú Blokk svo, að liver stund-
in væri dýrmæt“.
„Jeg þakka yður fyrir vinsemdina,,
en jeg býst varla við að þurfa að
taka boði y'ðar, því að þetta lagast
víst alt. Ef þjer heyrið ekki frá mjer
fyrir miðnætti, þarf jeg ekki á hjálp
yðar að halda“.
Það sem Louise hugsaði fyrst, er
hún heyrði rödd Hoy var þetta: Jeg
giftist Brosholm kammerherra! Hún
vildi ekki þiggja neitt al' Höy, henni
fanst hún ekki geta það,. en þegar
hann mintist á klukkuna tendraðist
ofurlítill vonarneisti. Fengi hún 50.
000 krónur fyrir liað var öllu borg-
ið — hún brosti þreytulega: selja
gæfuna fyrir 50.000 krónur! Vitan-
lega var þetta hjátrú og bull.
Hún rjetti hendina út eftir sím-
tólinu en dró hana til haka. Hún
stóð upp, starði út í myrkrið, hún
sá blikandi stjörnur og alt i einu
fanst henni alt svo tómt og eyðilegt
— hvergi var neinn yl að finna —
alt var klækir og svik. Faðir henn-
ar hafði svikið hana — og Höy —
var hann betri en kammerherrann?
Svo tók hún símann og hringdi.
„Ilalló, það er jeg. Jeg sel klukkuna.
Viljið þjer svo sjá um hitt. Góða
nótt!“
Nú var það afstaðið. Ilún ljet fall-
ast niður í stólinn, en þá var hringt
aftur. Það var Höy.
„Halló það er jeg. Hvað var verðið
— 50.000 krónur. Gott. Þjer skuluð
fá peningana i fyrra máli'ð".
Louise settist niður og grjet, Nú
var spenningin úti — en veikt hljóð
tikk-takk! Klukkan hennar lang-
barst að eyrum hennar: Tikk-takk,
ömmu var að tala við hana, og aftur
hljómaði fyrir eyrum hennar: Gæfa,
gæfa!
Það var hugmynd frú Blokk. Hún
hafði sagl Louise, að hún skyldi fara
tii Höy og þakka honurn fyrir, að
hann annaðist söluna á klukkunni
með svo gó'ðu móti. Hann mundi
gleðjast yfir persónulegu þakklæti —-
og hún mætti ekki gleyma, að hann
liafði fyrst boðist til að lána stórfje
til þess að bjarga fö'ður hennar.
Iin Louise hugsaði: Liggur ekki
einhver fiskur undir steini? Hann
gekk að þvi vísu, að jeg mundi
frjetta um fórnfýsi hans og launa
honum hana! Hún fór þó samt, mest
til þess að fá tækifæri til, að segja
honum skoðun sina á framkomu
hans.
Eitt kvöld í rökkrinu fór hún að
stóra húsinu, sem hún þekti svo vel
að utan, en ætlaði nú í fyrsta skifti
að koma inn í.
Þegar hann heyrði erindi hennar
hnyklaði hann brúnirnar.
„Mjer finst lei.tt að frú Blokk skuli
ekki gelað lofað mjer að vera fyrir
utan þelta. Jeg á ekkert þakklæti hjá
y'ður — og ef þjer eru'ð mjer gram-
ar fyrir að ræna yður klukkunni,
þá get jeg vel skilið það. -— En ef
þjer viljið tylla yður og drekka hjá
mjer eitt glas af víni, þá er mjer það
mikil ánægja“.
Og Louise settist og kunni vel við
sig þarna í, stofunni, sem var eins
og mótuð af einbeittum og ærlegum
manni. Það var ylur og hlýja þarna
sem hún sat.
Alt í einu tók hún fram í fyrir
honum:
Munið þjer þegar við vorum að
leika okkur þarna við mylluna og
þjer hjelduð að jeg ætlaði að kasta
mjer i tækinn. Munið þjer hvað þjer
skömmuðuð mig þegar þjer sáuð að
jeg var að gabba yður?
Hann kinkaði kolli.
Já, jeg hefi aldrei gleymt barn-
æskunni, öllum skemtilegu leikjun-
um okkar, sem þjer ljekuð svo stórt
hiutverk i — en sannast að segja
hjelt jeg, að þjer hefðuð gteymt. Seg-
ið mjer nú í hreinskilni: Hversvegna
svöruðuð þjer mjer eins og þjer
gerðuð, .daginn eftir að jeg koin
heim — mjer þótti svo gaman að
sjá y'ður, en. . . .“
„Þjer skrifuðuð aldrei — og þjer
gengu'ð að því sem gefnu, að jeg
væri sú sama, þegar yður þóknaðist
að koma heim aftur!.“
Augnaráð hans lýsti takmarka-
lausri furðu.
„Hvaða rjett hafði jeg til að
skrifa? Binda yður, sem voruð rik,
mjer sem var hláfátækur — og hver
gat vitað hvort jeg kæmi nokkurn-
tíina heim. Táknaði þessi koss nokk-
uð meira en kveðju Louise, gerði
hann það?
Ilún varð niðurlút, en hann
neyddi hana til að líta upp og horfði
inn i leiptrandi augun. Svo kysti
hann hana og tók í hönd hennar.
„Táknar ekki klukkan hennar
langömmu gæfu, þeim, sem á hana?“
Hún kinkaði kolli. Svo tók hann
undir arm hennar og fór með hana
inn í stofuna til hliðar og kveikti
þar ljós. Á arinhyllunni þar inni
stóð klukkan hennar langömmu og
tifaði eins og hún var vön.
„Jeg skil þetta ekki“, sagði hún
„Þetta cr brúðargjöfin mín til
konunnar minnar, sem vildi heldur
selja það dýrmætasta sem hún átti,
en að kaupslaga me'ð sjálfa sig -—
hvorki við kainmerherra eða æsku-
vin“.
Um víða veröld.
---x---
FRAMTÍÐIN
Þessi mynd er af tnrni þeim, á
Empire State fíuilding i New York,
sem gerður hefir veriö handa loft-
skipum ad' leggjast viö, eöa tjóöra sig
viö. Er toppurinn á turninum Í2ö8
fetum yfir götunni og sjest í margra
mílna fjarlægö. fíúast Amerikumenn
viö því, aö ekki veröi langt þangaÖ
til, aö reglubundnar feröir hefjist
meö foftskipum, svo aÖ turninn
muni ekki veröa ónotaöur lengi.
ALLIR LÆRI AÐ LESA Ofí SKRIFA.
1 Rússlandi hefir mikill meiri
hluti þjóöarinnur hvorki veriÖ læs
nje skrifandi fram aö þessu. En nú
hefir stjórnin gert ráöstafanir til
aö fœkka j)essu fólki sem mesl
ekki meö því aö drepa þaö heldur
meö þvi aö kenna þvi lestur og
skrift. Iljcr á myndinni sjást full-
oröinn bóndi og kona hans á skóla-
bekknum og er vcriö aö kenna þeim
aö draga til stafs.
ÍBVRÐARMIKILL SKÓLI.
í Liibeck hefir nýlega veriö opn-
aöur einn iburöarmesti skóli í heim-
inum. Myndin hjer að ofan er af
einni skólastofunni, sem er oröin
Röntgen-rannsókn á smurlingi, sem
nýlega fór fram í Chicago, kvað hafa
sannað orðróm þann, sem gekk fyrir
mánnsaldri siðan að morðingi Abra-
ham Linco’.ns hafi komist undan og
lfa'Ö lengi eftir morðið. En Lincoln
var, svo seni kunnugt er. myrtur af
leilkaranum John Wilkes Booth íFord
leikhúsinu i Washington 14.apr. 1805.
Eftir að Bootli liafði skotið Lincoln,
hljóp hann inn á leiksviðið og þaut
út um bakdyr á hest, sém stóð fyrir
utan leikhúsið. Seinna var sagt, að
hann hefi l'undist og verið drepinn
í heyhlöðu, þar sem liann hafði fal-
ið sig. En árið 1902 dó maður nokk-
ur í Oklahama, sem kallaði sig John
St Helen. Á banasænginni játaði
hann, að sögn, að hann hjeti John
Wilkes Booth. l.íkið var smurt og
geymt. Seinna keypti ameriskur
leikhússtjóri líkið og sýndi jiað fyr-
fræg fyrir gluggamálverkin þar. Eru
þau af dýrunum i örkinni hans
Nóa, gerö af kunnum þýskum sniil-
ingi og þykja mesta meistaraverk.
ir peninga tolki, sein gjarna vildi
sjá morðingja Lincolns. Nú nýlega
hafa læknar skoðað smurlinginn og
uppgötvuðu þá, að maðurinn bar
merki eftir beinbrot, á sama stað á
fætinum, sem sannast hefir að Booth
haf'ði fótbrotnað. Það er þvi talið
liklegt að John St. Helen virkilega
sje sá, sem myrti Lincoln.
----x—■—
Maður nokkur lrá Berlin er nýlega
lagður í einkennilegl ferðalag. Hann
ætlar að draga á eftir sjer bifreið
gegnum alla Norðurálfu — megin-
landið — með tönnunum. Hann htýt-
ur að' hafa sterkan kjaft sá!
----x----
Dvergar eru taldir óvenju langlíf-
ir. Þa'ð kvað vera alvanalegt að þeir
nái níræðu. Um daginn dó breskur
dvergur 98 ára gamall og í nóvemer
í fyrra annar þýskur 92 ára.