Fálkinn


Fálkinn - 04.06.1932, Qupperneq 6

Fálkinn - 04.06.1932, Qupperneq 6
F Á L K I N N (j Sunnudags hugleiðing. Grundvöllur rjeitlætingarinnar. (Úr hufrleiðingasafninu ,TaR' og læs‘). Eftir Olferl Ricard. lióin. .‘i: 2325. Allir hafa syndgað og skortir ('iiiðs dijrð, og þeir rjettlæt- ast án verðskuldunar af náð hans fgrir endiirlausnina, sem er i Kristi Jesú. En Guð fram- setti hann i blóði hans sem náðarstól fyrir trima úað er eins og að koma úr ys og þys, iðandi mannsæg, skarn- roki og skvaldri götulífsins, inn í hátíðlega kyrðina í gömlu dómkirkjuni, þar sem sólin skín inn um litln gluggana í hákórn- um inn vfir altarið með gylta krossinum og smám drevmandi ljósum. Ó, sú blessaða hátíðlega kyrð! og svo að krjúpa aleinn niður við altarisþrepið og til- hiðja Guð sinn og Frelsara! Allir hafa syndgað — jeg sömuleiðis og skortir þá hrós- un, sem hjá Guði gildir. Alstað- ar er sóttkveikja syndarinnar; hvar mun alt þetta lenda! „All- ir eru fallnir frá, allir spiltir orðnir“, svo að Guðs reiði hlýt- ur að hvíla á þessum kalda og vonda heimi. Við sitjum hjer, eins og í skuggalegu fangelsi og í miðri mannþrönginni er jeg einmana, eins og ókunnur maður i villugjarnri stórhorg. En sjá: Þá ljómar geisli frá náðarsól Guðs, og hann skín á krossinn á Golgata, þar sem Guð blessaði sohur ljet lifið fyrir fyrir okkur alla. Og sjerhver sá er krjúpa vill niður frammi fyr- ir honum og iðrast svnda sinna, hann öðlast um leið velþóknun Guðs, sannan sálarfrið og sæla hjartans gieði. Með hverjum hætti það gerist það skil jeg ekki, en læt mig það einu gilda. Þúsundir manns- sálna hafa reynl það á öllum öldum og reyna það enn þann dag í dag. Aftur og aftur leitum við til krossins og laugum sálir okkar i hafi náðarinnar, upp- sprettulindum ljóssins og kær- leikans. Á. Jóh. þýddi. Vakna þú sál mín. Vakria þú, harpa og gígja; jég vil vekja morgunroðann. Jeg vil lofa þig meðal lýðanna, Drottinn, vegsama þig meðal þjóðanna. Því að miskunn þín nær til himna og trúfesti þin til skýjánna. Sýn þig himnunum hærri, ó Guð; dýrð þín breiðist yfir alla jörðina. Sálm. 57: 8—12. Fræ gur flökkulýður. Þarna stendnr heimilið i dag, en á morgun er rifna tjaldið komið á annan slað. Er það óskiljanlegt Evrópu- mönnum. Talsvert er í þessu máli af persneskum og arm- enskum orðum og bendir það á, að þeir hafi farið yfir þessi lönd, er þeir fluttust t iT Evrópu. Sjálfir kalla þeir sig „rom“ eða „man uch“, sem þýðir mann- eskja, en sígaunaranafnið er grískt og þýðir „katlaklastrari", enda taka þeir að sjer að gera við katla og ílát, þar sem þeir koma. Snemma á miðöldum voru þeir komnir til Balkanlándanna og þegar kemur fram á 15. öld fara þeir að breiðast út um Ev- rópu. Árið 1417 hjeldu heilir herskarar af þeim vestur um Ungverjaland, voru flokkarnir margir og höfðingi fyrir hverj- um. Hvar sem þeir komu sögð- ust þeir vera frá Litla-Egypta- landi og vera í pílagrímsför til þess að afplána, að forfeður þeirra hefðu úthýst Maríu guðs- móður þegar hún flýði með Jesúbarnið til Egyptalands. Trúðu margir þessu og tóku þessum gestum með alúð og flæddu þeir yfir löndin næstu ár. Um 1430 eru þeir komnir i flest lönd Evrópu nema Norð- urlönd, en þangað komu þeir um 50 árum síðar. Hið rjetta eðli þessara „pílagríma“ kom brátt í ljós, þeir reyndust rummungsþjófar og siðlaus skríll, sem ekki lók neinum menningaráhrifum. Það hefur revnst alveg ómögulegt að gera siðaðan mann úr sígaunara. En hinsvegar er seiglan svo mikil i þeim, að þrátt fyrir allskonar ofsóknir og lagaboð hefir ekki tekist að útrýma þeim þar sem þeir voru einu sinni komnir. Iivergi er eins margt um sí- gaunara og Ungverjalandi. Frans Jósep keisari gerði ítrek- aðar tilraunir til þess að af- nema flakk þeirra, reyndi að láta þá taka sjer bólfestu og lagði þeim til hús, akurlendi og hústofn. En þessi tilraun mis- tókst algjörlega og á sama hátt fór lík lilraun í Þýskalandi. Þjóðverjar ætluðu að menta ])á, ,,Katlaklastfari“ við vinnu sína á Spáni, Islendingár hafa lítið af flökkumönnum að seg'ja. Iljer fyrrum var það að vísu alsiða að menn legðist í flakk og ælti hvergi heima, en nú er þessum mönnunr fækkað svo, að „við landauðn nemur“. Gömlu flökkukarlarnir, sem allir voru landskunnir menn og enginn amaðist við, eru horfnir. Það var gaman að þeim sumum og flestum húsbændum þótti útláta- laust að hýsa þá og gefa þeim að jeta eina nótt eða orlofsnæt- urnar. Þessir menn voru und- antekningar; oftast nær voru þeir eitthvað brenglaðir á geðs- mununum en meinlausir voru þeir að jafnaði, ef þeir voru ekki ertir. ísland mun vera það land í veröldinni, sem lausast er við flakk og betl. Því að fjarlægð landsins hefur varnað því, að hingað kæmist sá erlendi flökkulýður, sem annarsstaðar fei’ðast land úr landi og mynd- ar sjerstakar stjettir í mannfje- laginu. Flökkubetlararnir á Norðurlöndum eru vandræða- menn, sem fólki í afskektum bygðarlögum stendur stuggur af, þeir eru uppvöðslusamir, frekir og þjófóttir og fljótir að grípa til kutans ef þeim likar ekki. Þeir eru flestir kallaðir tatarar, en í Noregi kalla menn þá „fanta“. fíússnesk sigannarbörn. Þessir flakarar eru meira og niinna blandaðir afkomendur frægasta flökkulýðs Evrópu, si- geaunanna svonefndu. Erlendis veit hvert mannsbarn hvernig þessi flökkulýð ur lítur út, en hjer þekkja menn það ekki, sem betur fer, því að sígaunar munu aldrei hafa komið hingað til lands. Þá sjaldan að erlendir llakkarar hafa komið hingað til lands, hafa þeir verið af öðru hergi brotnir, Lappar, eða jafn- vel Samojedar. Sígaununum lig'gur það í Sigaunari með taminn björn, sem hann sýnir á markaðsdögum í ung- verskum þorpum. blóðinu að flakka. Þeira geta ekki haldið kyrru fyrir, fest bú og stundað almenna vinnu og svo rík er þessi tilhneiging, að sigaunarabörn, sem tekin hafa verið til fósturs af öððru fólki og alist upp eins og önnur börn, strjúka nær altaf úr fóstrinu þegar þau fara að slálpast og þetta er líka tilfellið, þó ekki hafi nema annað foreldrið ver- ið sígaunari. Þeir eru fremur Jitlir vexti, með langt, hrafn- svart hár, sem að jaínaði er sítt, augun eru hvöss og snör. Að jafnaði ganga þeir illa til fara og eru sóðalegir. Vísindamennirnir telja víst, að þeir sjeu ættaðir frá Vestur- Indlandi og styðja þá kenningu sina við málið, sem þeir tala.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.