Fálkinn


Fálkinn - 04.06.1932, Blaðsíða 11

Fálkinn - 04.06.1932, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 gstu lesendurnir. Burt með Nú hefi jeg skrifað fyrir ykkur í svo mörg ár, að j)ið jjekkið mig og vilið vel, að jeg er dýravinur. En samt skuluð ])ið ekki l'urða ykkur á, j)ó að jeg hvetji ykur til |)ess í dag, að berjast á móti flugunum. .Teg geri j)að að vel athuguðu máli. Að vísu er sagt, að allar lifandi verður i heiminum geri eithvað gagn, en jeg hefi ekki ennþá getað sjeð hvaða gagn flugurnar gera. Hinsvegar verð- ur með hverju árinu uppvíst um einhvern nýjan skaða, sem þær gera, og sem menn hafa ekki vitað um áður. Það er eins mikils virði að drepa eina flugu að vorinu eins og þús- undir al' flugum þegar kemur fram á sumarið. Því að i besta lagi geta afkomendur einnar einustu flugu flugu orðið 90 miljón flugur yfir sumarið. Hún getur ef vel gengur verpt eggjum 4—5 sinnum, um 120 stykjum í einu. En frá þvi að egg- inu er verpt og þangað til það er orðið langa-langa-langömmur á einu nýjum eggjum liðað ekki nema 10— 14 dagar, svo að viðkoman er ör. Af þessu sjáið j)ið, að j)að er um að gera að útrýma þeim fáu ftugum, sem lifa al' veturinn. Það eru þær, sem eru hvor um sig foreldrar að fyrstu 120 eggjunum og sem geta orðið langa-langa-langömmur á einu einasta sumri. flugurnar. Nú skulum við clta kvenfluguna á iferðalagi hennar þegar hún fer að klekja út nýjum flugum. Fyrst flýg- ui 'hún út á hauginn. Þar verpir hún 120 eggjum og kom þeim vel fyrir i einskonar hreiðri, þar sem hiti var í haugnum og sunnan í móti, svo að eggin fengu hita bæði að ofan og neðan. Á leiðinni frá haugnum fann luin dauða rottu og fanst henni ekki lakandi í mál, að fljúga fram hjá slíku sælgæti, án þess að smakka á j)ví. Svo kom hún inn í fjós, þar sem ein kýrin var veik af smitandi sjúk- dómi og settist á aðra nösina á henni og fór að jeta slím. Og úr fjósinu fór hún svo inn í stolu. Þar stóðu leif- arnar cftir miðdegiskaffið á borð- inu. Hún settist strax á einn sykur- molann, þvi að ekkert þykir flug- unni eins gott og sykur, og þurkaði sjer nú vel um fæturnar á molan- um, því að þeir voru slímugir og þar voru ýlduvessar af dauðu rottunni og svo dálítið sem hafði loðað við hana frá haugnum. Nú varð hún þyrst af sykurátinu og flutti sig því að rjómakönunni til þess að svala þorsta sinum. í vöggu i stofunni lá nokkurra mánaða gamalt barn með hálfopinn munninn og votar varir. þetta varð l'lugan að rannsaka og flutti sig nú til og frá um andlitið á barninu. Og að svo búnu fór flug- an fram í búr og þar var nú úr nógu að velja. Hún át eins og hún gat i sig látið og settist svo til hvíldar og fanst þetta hafa verið góður dagur. Flugnamaffkur. Eggin voru grafin vel niður i haug- inn og um 12 tímum siðar var húið að unga þeim út. Maðkarnir voru soltnir og gráðugir og grófu sig dýpra niður í hauginn. En eftir tæpa fjóra daga, sem þeir höfðu notað til að skifta um föt þrisvar sinnum, voru þeir tilúnir til að verða að púpu. Og í þvi ástandi voru þeir svo 5—(i daga og verða svo að flugu. Eftir hálfan mánuð fara svo þessar nýju l'lugur að fjölga ættinni. .leg veit ckki hvort þið hafið fyrir sið að friða flugur, el' þið sjáið þær á vetrum, en þegar þið hafið lesið þetta gerið þið það væntanlega ekki. Hjerna sjáið þið myiid af ranan- um á flugunni. Þið getið gert ykkur í hugarlund, að hann er margfalt Raninii á húsflúgunni. stærri á myndinni en í verunni, l>eg- ar þið heyrið, að rákirnar 30, sem eru sitt hvoru megin munnsins, eru aðeins 3/1000 úr millimetra hver. Látum nú vera l)ó flugurnar jeti fljótandi matvæli. En þegar þær jeta fast efni, eins og t. d. sykur er ekki geðslegt að jeta leifarnar þeirra. Þær jeta alls ekki með munninum heldur með þessum 60 rákum við munninn. En til þess að leysa upp sykurinn spýta þær út úr sjer vökva, sem leysir upp sykurinn. Við ranann sjálfan loða margar þúsundir af sóttkveikjum. Vísinda- maður einn rannsakaði einu sinni 414 flugur, sem hann tók af handa- hófi og höfðu j)ær að meðaltali 1.250.000 sóttkveikjur á kroppnum. A f þessum sóttkveikjum var aðeins fimtungurinn ósaknæmur. Á aðeins einni löpp voru 100.000 sóttkveikjur. Flugurnar eru hærðar á kroppnum og því tolla sóttkveikjurnar svo vel í þeim. Það kemur vist ofi fyrir þig á hverju einasta sumri, að þú veiðir flugu upp úr mjólkurkönnu. Hafi hún legið fimm minútur í könnunni hefir hún skilið eftir ekki minna en 20000 sóttkveikjur í mjólkinni og eft- ir hálftíma eru þessar sóttkveikjur orðnar 300.000. Vestur i Ameríku er flugan kölluð taugaveikisflugan. En það er ekki aðéfns þessi sóttkveikja sem þær bera, þvi að sú sóttkveikja er varla lil, sem þær ekki bera. í Bandaríkj- unum telja menn, að um 40.000 dauðsföll á ári sjeu flugunum að kenna. Sem betur fer hefir náttúran sjálf sjeð fyrir andstæðingum gegn því, að flugan breiðist um of út. Sjerstaklega eru fuglarnir góðir flugnaveiðarar. Hænsnin drepa kynstin öll af maðki og púpum. Flugnakeyrin eru fremur leiðin- legt vopn í baráttunni við flugur. Betri er blanda úr 15 hlutum al' formalíni, 35 hlulum mjólkur og 50 hlutum vatns og dálitlu af sykri. Al' þessari upplausn er dáíitlu helt á franskbrauðsneið á undirskál. Þetta er óskaðlegt mönnum, en drepur flugur undir eins. Nú vitið þið að flugurnar eru hættulegar. Þær eru ekki aðeins hættulegar heilsunni, heldur skemma AUstaffar ern þirr. þær líka svo miklu nemur, kvelja skepnurnar, óhreinka malvæli, hera kveikju hættulegra sjúkdóma með sjer hvar sem þær fara og drepa fleiri ungbörn en nokkur önnur sjúkdómslind. Þær eru landplága. Hlifið þeim ekki I Tóta frænka. Hundurinn hjer á myndinni, er eign H. Windfelds, umsjónarmanns við landbúnaðarháskólann í Kau])- maniiahöfn og kvað vera skynsam- asta dýrið í Danmörku. Windfeld og vinur hans, Grunth prófessor, hafa verið að gera tilraunir með hundinn. Þeim hefir tekist að kenna hundinum að hlusta í sima. Þegar sagt er við hann: Það er simi til þín, hleypur hann undir eins að símatólinu. Hann veit l)að, að ef að hanri heyrir Windfeld í símanum, þá þýðir j)að að hann á að sækja húsbónda sinn út í næstu götu. En ef Grunth prófessor segist hafa kjötbein handa honnm að naga, þá hleypur hann beina leið heim til hans. — Uvaff er verffið á dánarauglýs- ingnm hjá ykkur? — Króna ng þrjátiu fyrir senti- metrann. Mikill vnffi. Og hann sem var einn metri ng 75 sentimetrar! í Santé-fangelsinu í Frakklandi sil- ur nú sem stendur pólskur verk- fræðingur, seni hefir haldið j>ví fram að hann gæti gert gull úr venjuleg- um fjörusandi. Hann er sakaður um svik og bíður dóms. Dómarinn mælti svo fyrir, að verkfræðingurinn skyldi sýna hvernig hann ætlaði sjer að gera gnll úr sandi. Á sú tilraun fram að fara, áður langt um líður, i við- urvist efnafræðinga, sem rjetturinn tilnefnir,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.