Fálkinn - 04.06.1932, Síða 14
FÁL.KIN n
■Mm&TA-'AT;, Á. í MR&UR8PÁm:.un frdr, 'uegná þess að þau þykja of
.í Norður-Spýifi þcjfa menn ^ipn-^ kosínaðarsöm. Eru það hrúta-öt ocj
‘teiit nf/ja iþrott, til brcigðbætis fyrir r/efa myndirnar hjer að neðan liug-
nautaöiíh, ■seríii,‘eriP cftf ieggjait’-ntð-' mynd um hvernig þau fari fram.
: ro ; • i'. / !»;■ i fj‘.
* Alit meö íslenskuni skipnm! •ft
PLEST SJÁLFSMORÐ ERU FRAM-
IN Á ÞRIÐJUDÖGUM. Samkvæmt
hagskýrslum Bandarikjanna frömdu
750 manns sjálfsmorð í New York,
árið 1920. Þessi tala hefir nú hækk-
að svo mjög, að árið sem leið voru
sjálfsmorðin 1478 í New York. Og
aðallega er atvinnuleysinu kent um.
Það er því ekki að undra, þó „fje-
lagið gegn sjálfsmorðum" vinni nú
sem ákafast að því, að hindra að
talan hækki enn meir. Þetta fjelag,
sem vinnur gegn sjálfsmorðum, var
slofnað af manni, er dr. Harry
Marsh-Warren heitir.árið 1907. Hann
boðaði þá til almenns fundar i New
York og maalti m. a.: „Jeg vildi
óska þess að allir þeir, sem álíta að
lifið sje ekki þess virði að lifa, vildu
gefa mjer tækifæri til þess að sann-
læra þá um það gagnstæða". Árang-
urinii varð sá, að sama daginn konni
14 karlmenn á fund hans — og hon-
um tókst að hindra að nokkur þeirra
l'remdi sjálfsmorð. Og svo var fje-
lagið stofnað.
Fjelagið hefir gerl afarmikið gagn.
Það hefir safnað allskonar skýrsl-
úm um menn, sem hafa verið að því
komnir að fremja sjálfsmorð, tekið
æfiferilsskýrslu þeirra, komist að
raun um sálarástand þeirra, upp-
eldi, æskuár, vinnu og yfirleitt alt
þeim viðvíkjandi. Eitt er harla ein-
kennilegt i skýrslu fjelagsins. Dr.
Warren vill nefnilega h'áltía' því
fram, að flest sjálfsmorðin sjeu fram-
in á þriðjudögum og kl. 11 að
morgni. Hann skýrir þetta á þann
veg, að sunnudagana noti menn til
þess að lesa blöðin og gá í auglýs-
ingarnar, hvort nokkur atvinna er
auglýst. Mánudaginn fari menn svo
á stúfana í atvinnuleit, sem þá venju-
lega bregst — og á þriðjudags-
morgun þykir þeim lífið óbærilegt
og hengja sig þá eða drekkja sjer.
Dr. Warren er nú 64 ára og segist
hafa hindrað 25.000 manns frá þvi
að fremja sjálfsmorð. Hann á hús
mikið með 21 herbergi nálægt New
York og þangað býður hann oft
fóllki sem annars á hvergi höfði
sínu að að halla.
HJÓN, SEM BYGGJA SITT EIGIÐ
HÚS. Ensk hjón hafa nýlega bygt
sjer lítið hús, alein og án nokkurar
aðstoðar, og eru þó alveg óvön að
vinna erfiðisvinnu, því þau eru
bæði kennarar. Myndin sýnir hjón-
in við vinnuna. Samtals hafa þau
notað 30,000 múrsteina í bygging-
una.
----x----
Um daginn varð maður nokkur í
Stockhólmi var við sársauka í fæl-
inum. Hann fór til læknis, Ijet taka
af sjer röntgenmynd — og kom þá
í ljós að það var nál i fætinum. Lækn
ar hyggja helst, að maðurinn hafi
gleypt nálina sein barn og að hún
hafi síðan farið gegnum allan lík-
aman uns hún festist i fætinum, al-
veg inn við bein.
.4ii þess afí æsa u/>/> hrútana rjúk. þeir saman þegar þeim er slept.
Ilrútarnir rjúku saman oy hornaskeiiirnir heyrast um alt áhorfenda-
svæðið.
Ilrútarnir stangast þangafí til annur verður óvigur.
uni að húsdyrunum og stundarfjórðungi
séinna staðnæmdist hann við húsdyr Mollys.
Tony fór út úr bilnum og gekk inn í hús-
ið. Snotur frönsk þjónustu stúlka opnaði-
fyrir ho'num, og fylgdi honu m inn í ljós-
málaða og vistlega stofu. Þar sat Molly við
hljóðfæri og æfði sig á nýju sönglagi. Hún
stóð upp á móti honum glöð í bragði.
„Þetta var ágætl, Toný“, kallaði hún á
móti honum. „Þú kemur tíu minútum of
snemma, og jeg er dauðsvöng. Claudine,
morgunmatinn, svo fljótt seni unt er“.
Hún rjetti Tony hendina, sem hann kvsti
með auðmýkt.
„Þú ert fegurðin sjálf, MolIy“, sagði hann.
„Þú minnir mig á þetta sem kemur upp
úr vatninu“.
„Við hvað átt þú?“ spurði hún. „Froska?“
„Nei, ekki froska. Jeg á við þessar skringi-
legu blautu verur, sem ekki eru íklæddar
neinu. Þær eru víst kallaðar vatnadísir“.
Mollv fór að hlæja. „Þetta var ekki fallega
sagt gagnvart kjólnum mínum“, sagði hún.
„Jeg ljet herra Jay teikna hann sjerstak-
lega handa mjer. Sýnist þjer hann ekki
fallegur“.
Tony virti kjólinn fyrir sjer með gagn-
rýni. „Kjóllinn er víst framúrskarandi, og
jeg býst við að þessi herra Jay sje álveg
uppgefinn eftir áreynsluna".
„Ó",- sagði Mollv lnighreystandi. „Hann
hefir góðan tíma til að hvíla sig þangað til
að hann fær kjólinn borgaðan".
Nú heyrðist slegið á málmbumbu. Molly
tók handlegg Tonys. „Komdu", sagði hún.
„Við fáum steikta hrossagauka, og það væri
svnd að láta þá kólna".
Hrollur fór um Tony. „Til eru sorgar-
Ieikir“, sagði hann, „sem eru alt of hryggi-
legir til þess að láta hugann dvelja við þá“.
Claudina þjónaði við borðlialdið. Þá er
kaffið var komið á borðið fór bún leiðar
sinnar.
„Jeg er skotinn i nýju stúlkunni þinni.
Andlitið er eins og hún væri nýkominn úr
klaustri".
„Láttu þjer ekki koma til hugar að hún
sje engill“.
Það gerir hana ennþá eftirsóknarverð-
ari. Að líta út eins og engill, en vera djöfúll.
Það er ákjósanlegasta sambland sem hugs-
ast getur. Með þvi hafa menn hagnaðinn af
hvorutveggja, en losna við gallana".
„Eftir því er jeg fremur illa á vegi sjödd.
Vegna rauða hársins og varanna lít jeg út
fyrir að vera mjög siðspilt, en er þó í raun
og veru ákaflega leiðinlega siðsöm. Annars
var það ætlan mín að tala dálítið við þig
um siðferði mitt. Þessvegna bauð jeg þjer
til morgunverðan“.
Tonv helti „líkör" á glas handa sjer. „Sið-
ferði Mollys", sagði hann ánægjulega; „er
ákaflega hugljúft uræðuefni á eftir morg-
unverði".
Molly kveikti í vindlingi og bauð Tony
annan. „Það er nú ef til vill fremur skýr-
ing sem jeg ætla að gefa þjer, heldur en jeg
ætli að fara að rökræða við þig um siðferði
mitt“. Hún hallaði sjer aftur á bak i stóln-
um. „Líttu á Tony, þú ert eini maðurinn á
hnettinum, sem mjer er ekki alveg sama
um hvaða dóm leggur á mig. Hvað hefði
orðið úr mjer þegar jeg strauk að heiman
ef þú hefðir ekki hjálpað mjer, bæði með
því að koma mjer að leikhúsinu og á marg-
an annan hátt, og nú vil jeg ekki að þú
háldir, að jeg sje einhver ræfill. Mjer er
vel kunnugt um að ótal slúðursögúr eru
sagðar um mig. Til dæmis á jeg að hafa
verið gift einhverjum indverskum höfð-
ingja, og eignast með hönum kolsvart barn,
og fleira af því tægi, sem vitanlega er
haugalýgi. Auðvitað dettur mjer ekki i hqg
að neita því, að jeg liefi fengið mörg tilboð
en jeg neitaði þeim öllum, þangað til Pjet-
ur kom“.
„Hvað var það eiginlega, sem þú sást við
Pjetur?“
„Jeg veit ekki“. Hún meðgekk það blátt
áfram. „Jeg held að í fvrstu hafi það verið