Fálkinn


Fálkinn - 21.01.1933, Qupperneq 12

Fálkinn - 21.01.1933, Qupperneq 12
12 FÁLKINN SFINXINN KAUF ÞÖGNINA.... Besta ástarsagau. Fæst hjá bóksölum og á afgreiðslu FÁLKANS, Bankastræti 3. Send burðargjaldsfrítt gegn póstkröfu um alt land. Veró fjórar krónur. HEITMANN'5 kaldur lítur til heimalitunar. Fyrir eina 40 aura ð viku tíetur þú veitt Mer og heim- ili þinu bestu ánægju tvo daga vikunnar, laugardag og sunnudag. Ekkert blað er skemtilegra og fróðlegra en Frh. af bls. 5. siðan skemtunina á völlunum. Hann mundi að hann hefði kynst stúlku par. „Hvað hjet hún nú aftur? Hulda? Nei, Inga. Það var nú graf- ið og gleymt“. Hann liló við. Eitt- hvað hafði hann heyrt þvi fleygt, að stúlka úr dalnum hefi orðið úti á heiðinni. Frekar óþægileg tilfinn- ing að vera að flækjast þarna einn, í kulda og dimmu. Fannkoman á- gerðist, og stormurinn hvein ónota- lega í símaþráðunum, líkt og lágt óþrjótandi ýlfur. Gísla fór að sækj- ast gangan erfitt. Snjórinn náði víða i miðja leggi, og bylurinn gerði út- sýnið dapurt. Gisli átti fult í fangi með að rata. „Hver skyldi hún hafa verið, stúlkan? Það skyldi þó aldrei hafa verið? Nei, nei. Hvaða vitleysa. En þó“, tautaði hann með sjálfum sjer. í hryðjunum varð Gísli að staðnæmast, og leggjast all- ur á veðrið. Gegnum hríðina heyrð- ist honum hann heyra kvein og stun ur, og sjá allskonar vofur engjast sundur og saman. „Hvað er þetla?“ Gísli kiptist við og svitnaði af angist. Honum fanst einhver strjúkast við hend- ina á sjer. Með hálfum hug skotr- aði hanu augunum til hliðar. Það var þá ekki annað, en stag á ein- um staurnum, sem hann ekki hafði sjeð í gegnum hríðina. „Það skyldi þó aldrei vera hún, sem hafði far- ist ó heiðinni. Inga, og honum að kenna“, hugsaði hann. Gísli megn- aði varla að halda áfram. Það var orðin hepni ein að hann hitti ó símastaurana, og fæturnir voru dofnir af kulda. Hann var að gefa Banatilræði við Vilhjálm Þýskalandskeisara. Skömmu fyrir jólin var maður tekinn fastur við höllina í Doorn, þar sem Vilhjálmur Þýskalands- keisari býr. Hafði hann bæði rýt- ing og skammbyssu á sjer og hugðu menn því, að hann hefði setið um líf Vilhjálms. Maðurinn sjálfur for- tekur þetta og segist hafa verið kominn þarna af forvitni. Maður- inn er undarlegur i háttum sínum og halda menn að hann sje geð- veikur. Hann er 33 ára gamall, heitir Heinrich Fucher og er kaup- maður frá Diisseldorf. Vilhjálmur er nú mjög farinn að heilsu og lá rúmfastur um jólin. Hjelt liann því ekki eina af sínum annáluðu jólaræðum i þetta sinn, eins og hann hefir gert undanfárið i Doorn. Héfir hann haldið þæi' i „fornum stíl“ eins og hann væri keisari enn í dag og hafa ræður þessar vakið athlægi um alla álf- una. — Stjórnin sem nú situr að völdum í Þýskalandi kvað vera þvi fylgjandi að Vilhjálmur fái að setj- ast að í Þýskalandi og ganga sög- ur um, að hún hafi mælst til þess að fá leyfi til þessa hjá Bandarikja mönnum. Vilhjálmur hefir nú verið rúm 14 ár í útlegðinni i Hollandi. Hjer að ofan er mynd af keisar anum og til hægri er höllin í Doorn. Suður-Afríka og gullið. Lýð'land Breta í Suður-Afríku hef- liefir nú ákveðið að hætta gullinn- lausn. Hafði hágengið orðið svo skaðleg áhrif á verslun og atvinnu- vegi landsins, að ekki þótti annars kostur. Jafnframt hætti þjóðbank- inn að skrósetja erlendan gjald- eyri. Hefir þetta vakið athygli, því að hjer er um að ræða eitt af gullframleiðslulöndum heimsins. Hjer að ofan er mynd af götu i helstu borginni í Suður-Afríku, Jo- hannesburg, sem er í aðal gull- námuhjeraðinu. Borgin var stofnuð 1886 og er nú orðin stórborg með um 300.000 íbúum og fjölda stór- hýsa. í búastríðinu, þegar Bretar voru að leggja undir sig Oranje og Transvaal var þessi borg mið- stöð viðburðanna. Til vinstri sjesl forsætisráðherrann, Herzog hers höfðingi. Er hann af hollenskum ællum og einlægur þjóðernissinni á Búa visu. Var hann einn af hershöfðingjum Búa í striðinu og hefir jafnan síðan stutt þjóðernis- kröfur Búa í landinu og yfirleitt fult sjálfstæði Suður-Afríku gagn- varl Bretum. upp alla von. Hún Inga. Það var hún, og nú kom að gjöldunum. En alt í einu grilti í einhverja þústu gegn um hriðina. Gisli sótti i sig veðrið, og með sínum sein- ustu kröftum tókst honum að ná sæluhúsinu. Þegar inn kom rjeðist liann þegar í að kveikja á prímus, sem þar var. Við það hlýnaði hon- um, en hugsanirnar ljetu hann ekki í friði. Stormurinn æddi fram með heljar afli, og senti heilum fann- bingjum á kofagaflinn. Var það likt og ógurlegum kreptum hnefa væri barið á þilið. Haglið buldi á bórujárnsþakinu, og þegar það rann niður, var eins og klórað væri hvössum beittum klóm. Stormurinn næddi inn um hverja smugu, og bar með sjer stróka af snjó. Óveðrið hafði náð algleymingi sínum. Það var eins og öllum öflum helvítis væri slépt lausum. Alt í einu þeyt- ir vindhviða rúðunni úr gluggan- um, og slekkur i vetfangi á prím- usnum. Með æðisgengnu angistarópi rjeð- isl Gísli á dyr, en þegar þangað kom sá liann andspænis sjer standa ógurlegt ferlíki. Andlitsdrættirnir stirnuðu í afmyndaðri hræðslu, og án þess að koma upp nokkru hljóði fjell hann til jarðar. Næsta dag var hafin ieil að Gísla, Ijví þeir voru ekki svo fáir, sem i'urist höfðu á heiðinni, þótt minna gengi að veðri, en verið hafði um nóttina. Veður var orðið sæmilegt og vel ratljóst, svo ekki leið á löngu þar til nokkrir leitarmenn komu að sæluhúsinu. Hurðin var opin, og allmikið skelft inn. Þeg- ar fyrsti leitarmaðurinn steig í dyrnar varð eitthvað hart undir fæti lians í skaflinum. Þegar betur var að gætt,, var það lik Gísla. liendurnar voru útrjeltar og snertu nærri vörðuna andspænis dyrunum. Kvikmyndadísin Káthe von Nagy kann sitt af hverju. Nýlega fjekk hún atvinnu á handsnyrtingastofu og starfaði þar nokkrar vikur. Til- gangurinn var sá að kynnast iðn- inni því að í næstu kvikmynd átti hún að leika handsnyrtingarstúlku. í sömu mynd leikur Willy Fritsch gluggafógara og þessvegna varð hann að læra þetta starf. í sömu myndini átti hann að hljóta, en það hafði hann ekki lært áður, svo að hann varð nauðugur viljugur að fara að æfa sig á reiðhjóli. Hreinar ljereftstuskur kaupir HERBERTSPRENT.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.