Fálkinn - 25.02.1933, Blaðsíða 1
SIGRAR HITLER?
Með kosningunum, sem fram eiga að fara næstkomandi 5. mars verður skorið úr um það, hvort Hitler er voldugasti maður Þýska-
lands. Hann myndaði sem kunnugt er nýlega samsteypustjórn eftir að Schleicher varð að fara frá en nú mun flokkurinn leggja
kapp á, að ná hreinum meiri hluta og mynda flokksstjórn. Hitler virðist hafa slegið af kröfum sínum upp á síðlcastið og segist
nú munu stjórna með lögum, en ósagt skal látið hvort það gleymist ekki ef hann fær meirihluta í þinginu. — Hjer á myndinni
er stjórn Hitlers: Sitjandi eru Hitler og von Papen, en til vinstri standa Gerecke atvinnumálaráðherra, Göhring flugmálaráðh. og
Schwerin von Krosigk fjármálaráðherra. Til hægri Frick innanríkisráðherra, von Blomberg hervarnaráðherra og yst blaðakong-
urinn Hugenberg, landbúnaðarráðherra.