Fálkinn


Fálkinn - 25.02.1933, Síða 3

Fálkinn - 25.02.1933, Síða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: BanKastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjöthsgade 14. Blaðið kemur út hvern laugardag. Askriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftanir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. Skraddaraþankar. Heimurinn vill láta blekkjast, og lieimurinn vill ekki láta sannfærast, alveg eins og einstaklingarnir. Sú saga endurfekur sig í sífellu, jafnt í smáu sem stóru. Það er ekki nema eðlilegt, að þetta gerist i því smáa. En þegar það gerist hvað ofan i annað í því stærsia, er það óskilj- anlegt. Það er ekki nema rúmur áratugur siðan styrjöldinni miklu lauk og um þessar mundir kvelst mestur hluti heimsins undan afleiðingum hennar. Heimurinn lifir i þjáning- um bölsins mesta. En eigi að siður hafa margar styrjaldir orðið siðan jieirri meslu lauk og nú eru horf- ur á, að nýtt ófriðarbál sje að tendr- ast austur í Asiu milli gulu stór- þjóðanna, sem veittu bandamönnum i ófriðnum. Öllum kemur saman um, að ófriður þessi sje bein árásar- slyrjöld af hendi annarar þjóðarinn- ar sem vilji nota' sjer það, að hin er vanmáttug eftir áratuga innan- landsófrið. Þjóðábandalagið gerir uppvöðslu- seggjunum orðsendingar, en þeir skjóta skollaeyrLinum við, og vænt- anlega lætur bandalagið þar við sitja því að það getur tæplega annað. Þetta mikla sambandsbákn er sem sje vanmáltugt alstaðar nema á pappirnum. Það getur ekki hindrað styrjaldir. Það getur ekki einu sinni hindrað, að ófriðarbálið austur í Asíu kveiki ekki frá sjer vestur á bóginn, ekki fyrirbygt að ný heims- styrjöld verði úr gulu styrjöldinni, og steypi heiminiun í ný og enn verri vandræði. Nú þarf ekki að berja þvi við, ’að mönnum sje eklci í fersku minni livað heimsslyrjöld er, og hverjar af- leiðingar heim'sstyrjaldar eru. En heimurinn vill láta blekkjast. Ráð- andi menn heimsins, þeir sem eiga að liafa forsjá ríkja og þjóða, eru verri en heimskinginn, sem aldrei gttur lært neitt, eða eins og þrákálf- urinn, sem ekki vill læra neitt nje sannfærast um neitt. Og fjöldinn siyður þessa menn til valda, án þess að hafa dómgreind á því, sem gert er, hann hlýðir og trúir í einfeldni því, sem liáu herrunum þóknast að telja þeim trú um, og sem kemur þeim sjálfum best í þann og þann svipinn. Heimurinn eflist og full- komnast með hverju ári að ein- liverjum nýjum undratækjum, sem gera fjarlægðirnar minni og þjóðirn- ar hverja annari háðari. En þroski einstaklinga og þjóða i þá átt að geta haft friðsamleg viðskifti hefir ekki eflst að sama. skapi. Ófriðar- hættan hefir vaxið með umbótunum. Ii.R.-ingar eru duglegir menn. Þeir iðka iþróttir af miklu kappi og við svo mikla þátttöku, að hús- tí, sein þeir keyptu fyrir nokkrum árum er að verða of Utið til æfinga. Og til þess að afla sjer fjár til starf- semi sinnar hafa þeir ekki hliðrað sjer við, að leggja á sig það erfiði, að æfa leikrit og setja upp leiksvið i húsi sínu. Leikritið var „Skugga-Sveinn“ og var hann sýndur i fyrsta sinn á mið- viku dagskvö Idið var. Til sýningarinnar verðai ekki ger&ar sömu kröfur eða lagð- ur á hana sami mæli- kvarði og þegair æfð- ir leikendur eiga í hlut„ en það má full- yrða, að þessi sýning hafi tekist vonum fremur og miktu bet- ur en „amatöra“-sýn- ingar eru vanar aö gerci, þó að langflest- ir ieikendurnir haf i aidrei komið fram á sviðinu fyr en nú. llm suma af þessum nýjn leikendum, t. d. Helgu Jónsdóttur, sem lika hefir ágæta rödd, má fullyrða, að þar sje efni í góðan leikara og svo er um ýmsa fleiri af leikendum þarna, þo að eigi sjeu nöfn nefnd. Nestor leikend- anna þarna er Erlend- ur Ó. Pjetursson, sem að gömlurn vanda Ijek Skugga-Svein og hefir nú leikið hann nær 50 sinnum alls. Er það út af fyrir sig fátítt hjer á landi, að sami leik- andinn leiki eitt hlut- verk svo oft, og má marka af þessu vin- sældir leiksins og Erlendur. Sýningin bar með sjer, að mjög vel hefur ver- ið vandað til undirbúningsins, leið- beinandinn (Valur Gislason) hefur tagt alúð vð leikstjórnina og leik- endur rækt starf sitt með áhuga. Leiktjöldin eru prýðilega gerð af Kristni Andrjessyni og Agúst Lárus- syni. Það er eflaust, að „Skugga- Sveinn“ á eftir að fylla K.R.-húsið mörgum sinnum. Myndirnar, sem hjer fylffja eru af Guddii og Gvendi, Skugga-Sveini og Katli og af Ástu Björn Kristjánsson alþm. verð- ur 75 ára á morgun. Jón Bergsteinsson Njálsg. 78, verður 75 ára 28. þ. m. Einn þeirra mörgu íslendinga, sem leitað hafa suður til Þýska- lands til tónlistarnáms á síðari ár- um er Þórarinn Jónsson. Fyrir hokkrum árum fluttist hann til Rer- lín lil þess að stunda þar tónlistar- fræði (komposition) og mun hann vera fyrsti íslendingurinn, sem tek- ur sjer „komposition“ að aðalnáms- grein frá öndverðu, þvi að aðrir landar vorir munu allir hafa byrjað nám sitt með söng eða hljóðfæra- ieik sem aðalnámsgrein. Þórarinn Jónsson er orðinn mörg- um kunnur hjer á landi fyrir ýms sönglög, sem hann hefir samið. Bera þ u vott um sjálfstæða listamanns- hæfileika, góða smekkvísi og mikla kunnáttu. En fæstir hjer heima þekkja til hinna stærri tónsmíða hans, sem þegar eru farnar að vekja eftirtekt á honum erlendis og hafa skorið úr um það, að áliti sjerfræð- inga, að Þórarinn Jónsson er frá- bært listamannsefni. Þannig var í haust sem leið leik- ið nýtt verk eftir Þórarinn á hljóm- leikum i New York. Heitir það „Práludium und Doppelfuga auf den Namen BACH“ og er fyrir fiðlu, án undirspils. Sá sem Ijek það í Neu> York er ungur þýskur fifflusnilling- ur, Wollner að nafni. A8 dómi blaðanna „New Yorker Stats- zciiung“, „Musical Courier“ og „Musical Amer.ican", er þetta nýjn vcrk Þórarins gert af mikilli kunn- átiu og hugkvæmni. Má ráða af um- niælununi að tónsmíðin sje afar erf- ið viðfangs, þvi að fiðhtfeikarinn (WoIIner) fær mikið lof fyrir, hve vet honum hafi tekist við liina „næstum ósigrandi erfiðleika", sem meðfcrð verksins hafi í för með sjer. Þórarinn er efnalaus maður og hefir átl erfitt uppdráttar fjárhags- lega, enda er nú að sama skapi dýrt að dvelja i Þýskalandi og það var ódýrt stundum áður, meffan markið var fallandi. Hefir hann lítils styrks notið áf opinberu fje og væri þó full ástæða til, jafnvel í þvi árferði, sem nú er, að styrkja jafn efnileg- an listamann og hann er, svo að hin- iv miklu hæfileikar hans fái að njóta sín að fullu.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.