Fálkinn


Fálkinn - 25.02.1933, Qupperneq 4

Fálkinn - 25.02.1933, Qupperneq 4
4 F Á L K I N N Beta hjúkrunarkona. Systir Beta hallar sjer út á boröstokkirin á strandferða- skipinu og' horfir niður á af- greiðslubátinn, þar sem verið er að afhenda vörur og' taka aðrar. Þetta er snemma morg- uns, klukkan ekki nema sex, en sólin er komin hátt á loft og það er heitt, enda komið fram í maí. Hjer er engin hafskipa- l>ryggja enda er viðkomustað- urinn ekki neinn stórbær, að- eins fáein hús meðfram vegin- um og fyrir ofan nakin fjöll og sprungótt — þarna er að- eins ein lítil verslun í húsi niður í fjöru og það glampar á húsvegginn með marglitu auglýsingaspjöldunum í sól- skininu. Systir Beta, eða Elísabet Berge, sem hún óiginlega heitir er dóttir sögunarmyllueiganda í Halden og er hjúkrunarkona á þessum stað. Hún lítur eftir allmörgum svona smáþorp- um í sveitinni. Það er sjerstak- lega berklaveikin, sem hefir grafið um sig þarna norður frá og það er til þess að berjast við þennan sjúkdóm, að Elísa- het hefir ráðist í þjónustu berklavarnafjelagsins og tekið að sjer starf þarna norðurfrá, þar sem aðstoð hennar virðist vera svo nauðsynleg. Nú er systir Beta á leið til heilsuhælisins í Kabelvág með unga stúlku, sem orðið hefir berklaveik og henni finst blátt áfram skrítið að sjá þarna ung- an Lappa, sem fyrir 5—6 mán- uðiim fór með henni sömu leiðina — nú kom hann þarna um borð ásamt nokkrum öðr- um og virtist vera orðinn gall- hraustur. Hún man vel hvern- ig hún „uppgötvaði“ hann og kom honum til læknis; hann hafði verið fölur og gugginn, foreldrar hans höfðu kallað það „uppvaxtargelgju“ — hann yxi of fljótt — að vísu hóstaði liann talsvert, en það gerðu svo rnargir. Ónei, þeim fanst það vera óþarfa kostnaður að láta læknirinn líta á hann, og Beta varð eiginlega að taka hann með valdi. Og hún bjargaði honum. Svona var systir Beta, hún ljet ekki tímann líða til ónýt- is, hún leitaði uppi þá sjúku, fann þá og hirti um þá, hjarg- aði þeim áður en hvíta pestin náði yfirhöndinni. Og smátt og smátt liafð fólki lærst að meta starf hennar; hún var uppá- hald allra og eins og sólargeisli sjúklinganna, sem hún kom til. Einn var það þó sjerstaklega, sem hafði fengið mætur á Betu, einn, sem hafði tilbeðið hana og dásamað .hana án þess að láta nokkuð á því bera — það var Kári Fikke, hálfþritugur Lappi. Enginn mátti vita það nje skilja, en hann elskaði Betu, elskaði hana! Harin hafði hugsað um hana á hverjum degi og dreymt um hana á nóttinni síðan fyrir þremur mánuðum, að hún kom til hans til þess að líta eftir móður hans, sem var komin í kör. Kári Fikke var enginn aum- ur sæfinni, liann var Lappi og gildar silfurhringjur á beltinu lians og stór rauður skúfur á húfurini hans með slcygða der- inu. Hann hafði erft 2000 hrein- dýr eftir föður sinn og að auk laglegustu bújörð niður við sjó. Af Lappa að vera var hann stór vexti og hann var lagleg- ur — að því leyti gat -hann val- ið sjer hverja sem hann vildi í sveitinni; en sem sagt elsk- aði hann Betu systur, hann vissi að vísu að það var von- laust um að hann fengi henn- ar, því að hann var Lappi — en hann var ástfanginn af henni, hann gat ekki að því gert. Nú kom Kári Fikke um borð í strandferðaslcipið ásamt tveimur vinnumörinum sínum og annar þeirra var ungi pilt- urinn, sem Beta þekti aftur -— þeir voru á leið upp í Sagfjarð- arfjall til þess að beita hrein- dýrum. Hann hitti hana á þil- farinu en kom sjer ekki að því að tala við hana, þó að hún heilsaði honum svo vingjarn- lega og spyrði piltinn livernig honum liði. Nei, hann var svo þögull og nærri afundinn — þannig hafði hann verið forð- um þegar hún var heima Ljá honum fyrir þremur mánu ium. En harin elskaði hana — elsk- aði hana. Mánuði síðar er Beta á ferð inni í Sagfirði; er að koma of- an úr afdalabygð, sem heitir Krákumóar, en þar var hún að vitja sjúklings. Ungur pilt- ur á að ferja hana yfir langt vatn og síðan niður eftir á, en þaðan ætlar húri svo gangandi niður að sjó. Þetta eru um 30 kílómetrar en Beta hlakkar til ferðarinnar, veðrið er ágætt og svo er svo fallegt þarna niður dalinn. Beggja megin árinnar er þjett skógarkjarr og hlíðarn- ar eru klæddar lyngi og mosa; þarna er guðdómlegt litskrúð, svo að Beta situr hljóð og hug- langin af allri fegurðinni; — en jafnframt gerir hún sjer grein fyrir, hvernig þarna muni líta út að vetrarlagi, hún situr og hugsar um hvernig fólkið í þessum afdal fari að draga að sjer varning og sjávarföng þann tima ársins, sem vatnið og áin er undir isum og hún hugsar um hve ömurlegt það sje að verða veikur hjer á þessum slóðum ef á bráðri íæknishjálp þurfi að halda; það geta liðið margir dagar þangað til næst í læknirinn, sem er 120—130 kilómetra undan, og leiðin sumpart um sjó og sumpart yfir fjöll og vegleysur. Þetta er ekki eina bygðarlagið sem svona er ástatt um; í Norður-Noregi eru hundruð svoria bygða og Betu hjúkrunarkonu skilst nú hve afar nauðsjmlegt sje það starf Bauðakrossins að vinna að þvi að fá flugvjel til sjúkraflutn- inga þarna norðurfrá. „Eftir hálftíma komum við niður að fossi“, segir drengurinn, sem situr undir árum, „og þá verð- um við að fara í land og ganga niður fyrir fossinn og talca þar annan bát“. Alt i einu kemur Beta auga á stóran hreindýrahóp á beit uppi í hlíðinni. „Það er Kári Fikke, sem beit- ir hreindýrunum sínum hjerna uppfrá“, segir pilturinn og þau sitja bæði og horfa upp í hlíð- arnar. Þetta er sægur af hrein- dýrum, mörg hundruð í hverj- um lióp og hún kemur sífelt auga á fleiri og fleiri hópa. „Kári Fikke á mikið af hrein“, segir pilturinn bros- andi. „Hann á yfir tvö þúsund — eins mörg og burgeisarnir Svíþjóðar megin“. „Það hlýtur að vera dugnað- armaður, þessi Kári Fikke“, segir húri. „En hvað gerir hann eiginlega við öll þessi hrein- dýr?“ " „Hann slátrar þeim haust og vor og selur. Hann græðir ekki smáræði, karlinn sá“. „Það hlýtur að vera mikil vinna, að snúast kringum þenn- an fjölda", segir hún. „Nei“, svarar drengurinn, „þeir hafa hunda til að senda fyrir þá“. Og segir hann henni frá, hvernig dýrin sjeu mörkuð, hvernig þeim sje smalað og er að skotra augunum upp í hliðina við og við, en þá fer báturinn alt í einu að steypa stömpum, eins og í ölduróti. — Þau eru komin niður í hávað- ana fyrir ofan fossinn. Hafa róið of langt. Pilturinn stingur við eiris og hann getur og reyn- ir að láta bátinn reka upp að landinu, en straumurinn er of sterkur, hann slær bátnum flöt- um og ber hann upp á flúðir og steina. Vatnið fossar og bullar í kringum þau og skamt fyrir neðan sjer á úðann upp frá fossinum — og niðurinn verður sterkari. Systir Beta þrífur í örvæn- ingu í árarnar og ætlar að lijálpa, en það er árangurs- laust, þau ráða ekkert við bát- inn og liann rekur á fleygiferð niður strenginn í miðri árini og rekst loks aftur á stein, svo hastarlega að þau d.etta bæði kylliflöt, báturinn stað- næmist þarna um augnablik, en mun svo taka á rás aftur og ofan fossinn. Það er dauð- inn. Beta hrópar hátt i örvænt- ingu sinni, henni skilst nú alt í einu að dauðinn er óumflýj- anlegur — það eru aðeins bundrað faðmar fram á foss- brúnina, stutt mínúta er eftir, að landamærum dauðans. Þá heyra þau alt í einu hró]) yfirgnæfa niðinn í fossinum. A árbakkanum við kjarrið stend- ur maður í Lappakufli. Það er Kári Fikke. Tjaldið hans stend- ur þarna uppi í brekkunni og hann hefir farið niður að ánni til að veiða silung. Hann reynir að kasta slöngvisnöru til þeirra en kjarrið á bak við hann er svo nærri, að hann getur ekki reitt til. Hann gefur sjer ekki tima til að leita að betri stað á bakkanum, en bindur i snatri vaðsendann utan um granna viðihríslu og hleypur út í ána. Þarna stendur hann í vatni upp í mitti, heldur sjer fast í end- ann, sem hann hefir fest, til þess að láta strauminn ekki taka sig og sveiflar svo vaðnum aftur og kastar. Færilykkjan Irittir bátinn og rennur að hníflinum — það stríkkar á vaðnum er báturinn fjarlægist, en loks stendur báturinn kyr og heggur í strengnum, vaður- inn heldur honum föstum, svo liann kemst ekki lengra. En jafnframt því að strikkað hefir á hefir Kári Filcke færst nokkur skref utar í ánni, dýpið verður of mikið og hann missir fótanna og straumurinn ber liann með sjer, en hann heldur fast í vaðinn — hann brosir til hinna tvegg'ja í bátnum um leið og liann reynir að fara að draga sig til lands á vaðrium. Þá sjer hann alt í einu að víði- stofninn, sem hann hefir fest vaðinn í, gefur eftir; hann bognar, börkurinn flagnar af vaðurinn rennur til og miss- ir haldsins meir og meir...... Hánn þorir ekki að hreyfa sig, því honum er ljóst, að það mæðir of mikill þungi á grönn- um víðirnum — það þarf ekki nema að kippa í og þá skrepp- ur vaðurinn af, eða viðirinn slitnar upp með rótum. Hann reynir, sem varlegast að ná niðri og fóta sig en straumurinn er of stríður og hann verður að hætta við það. Hann kallar til þeirra tveggja, sem í bátnum eru, að bíða róleg átekta, en jafnframt sjer liann að vonlaust er um björgun: ef hanri á að bjarga sjálfum sjer verður hann að skera á vaðinn neðan við sig og láta bálinn fara í fossinn. Hann dregur hnífinn úr

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.