Fálkinn


Fálkinn - 20.05.1933, Blaðsíða 7

Fálkinn - 20.05.1933, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 BediUnakonaii ber barniö sitt korn- unot á öxlinni. Hún er sjálf sveip- u'ö i klteði, en barnið er allsnakið. |)ví að það atriðið, sem mesl er im vert, móðurástin er allstað- ar jafn rík, hvað sem líður hör- undslit, gáfnafari. kunnáttu eða i kunnáttuvöntun. Móðurástin yf- irvimmr allar torfærur. Það eru margar og fallegar sögur, sem landfræðingar og mannfræðingar kunna að segja af móðurást og umhyggju mæðranna fvrir börnum sínum, ekki sist mdðal þeirra þjóð- l'lokka, sem að öðru leyti þykja hafa litla menningu til að bera. S\arta móðirin syngur visur við harnið sitt þegar hún er að svæfa það, alveg eins og rauð- skinnamóðirin og það er lil fjöldi fallegra barnavisna frá þessum þjóðflokkum, svo tál- lausra en innilegra að þær bera ölvíræðan vott um, hve heit ást móðurinnar er til barnsins. En móðurástin lýsir sjer líka í öðru neðal annars því, hve ant mæð- urnar láta sjer um að hálda hörnum sínum til. Frumþjóð- irhar eru ákaflega skrautgjarn- ar og þó ekki sje nema gler lölur og þesskonar fánýti, sem þær sjá hjá hvítum ferðamönn- um þá linnir ekki látum fyr en Mongólakona meö barniö Móöir meö barn í Marokkó. fólk hefir fengið þetta keypt, jafnvel þó að það verði að borga óhóflegt verð fyrir. Og börnin fara ekki varlduta af þessu skrauti. Jafnvel þó að veðrátt- an sje þannig,' að barnið gangi allsnakið má að jafnaði sjá eitthvað skraut á því. Hindúa- telpan fær að jafnaði fyrstu hálsfestina sina þegar hún er 16 daga gömul, og þá er liöf- uðið á henni rakað og borið á það einskonar rauður áburður eða smyrsli. Hottentottar eru taldir sfanda meðal lægstu kynflokka mann- kynsins að allri menningu. En um þá er það föst regla og eins hjá papúunum á Nýju-Guineu, að foreldrar svelta fremur sjálf en að láta börnin liða skort. Þegar barn deyr meðal frum- þjóða er sorgin og treginn yfir missinum eigi minni en hjá menningaþjóðunum. Wangoni- arnir í Austui'-Afríku kyrja sorgarsöngva sína i marga daga þegar barn deyr. Meða) sumra kynkvísla papúa klórar móðir- in andlit sitt, svo að það verður afmyndað, þegar bún missir barn sitt. Svertingjamæðurnar í Ástralíu og Nýja Sjálandi bera lík barnsins síns i marga daga eftir að það hefir skilið við. Viðast livar meðal frumþjóð- anna endurgjalda börnin móð- urástina og sumstaðar svo ríku- lega, að þeir sem ofar þykjast staddir í menningu mættu margt af þvi læra. Þegar hereronegr- arnir vinna eið, sverja þeir jafn- an við „tár móður minnar“ og Ilvit móönrást. sumstaðar tíðkast það meðal frumþjóða að börn fremja sjálfs morð af harmi vfir móðurmiss- inum. SAKLEYSISSÖNNUNIN, frh. af bls. 5. Littu á blettina í grasinu og þefaðu af öskunni, Alban! Bensin! sagði jeg, og það hefur ekki verið sparað. Nei, hjer hefir verið mik- ið hál, en sýndu hvað þú fanst í öskunni Chee-tu! Annar Kín- verjinn rjetti mjer sótugar leif- ar af fötum, kínverska fljettu og tvo tinappa af enskum liönskum og þumal af hanska. Þumallinn var ekki hjerna en við runnann þarna, sagðí (’.heleeman. Hanskinn hefir ver- ið kliptur í smátl og' sneplunum fleygt á eldinn, en þessi snep- itl hefir fokið burt. Sjerðu fit- una í þumlinum. Jeg efast ekki um að það sje vaselin. Jeg hefi duglegan mann, sem getur rann- sakað hvort svo er, og sem get- ur brætt gúmmii í þumalinn og þannig fengið fingraför. Og hjerna eru leifar af kaðli. Og mínir menn eru enn að leita og finna kannske fleira. Nú skul- um við heimsækja Rablenback. Þegar á.skrifstofuna kom til- kynti Cheleeman honum, að fjelag hans hefði undir höndum skuldabrjef g'egn veði í verk- smiðjunni og eignum hennar. Rahlenback fölnaði, en svaraði svo með þvi einu, að brjefin hlvtu að vera fölsuð og fórum við þaðan að svo búnu. Jeg var enn sannfærður um að Rahlenback hefði ekki fram- ið morðið, vegna þess að mjer fanst óyggjandi, að hann hefði verið heima hjá sjer um kvöld- ið. Og þó hafði jeg fengið að vita að fingrafarið úr hanskan- um var Rahlenbacks. Það er hann sem hefir framið morðið, sagði Chelee- man. En nú er eftir að finna ráðningu á því, hvernig hann liefir getað talað i símann. Ef við ráðum ekki þá gátu kom- umst við aldrei að niðurstöðú. Nú ættum við að heimsækja hann. Rahlenback varð auðsjáan- lega forviða við heimsóknina, en tók vel á móti okkur og bauð okkilr inn í vinnustofu sína. Þegar við höfðum setið dá- litía stund slóð Cheleeman upp, gekk út að glugganum og fór að draga vindutjaldið upp og niður hvað eftir annað. Svo hrosti hann til okkar og settist aftur. Eftir dálitla stund kom þjónn inn. Hvers óskið þjer herra? En þjer báðuð mig um að konxa inn herra í shnanum. Við horfðum undrandi á shnatól Rahlenback á borðinu. Hann hafði ekki snerl það. Hvaða bull er þetta. Jeg hefi alls ekki hringt nýlega. En hringingin kom hjeðan, sagði þjónninn. Við hlupum út i anddvrið. Rahlenback greip símann og kallaði „halló“ og það var greinilegt að einhver svaraði, því að við sáum skelfinguna út úr augum hans og jxxð var t'kki að undra, því að hann var að lala við einhvern inni í mann- !ausri vinnustofunni. Hver hver er þar, spurði hann og rödin skalf. Svo öskraði hann i geigvæn- legri hræðslu orð, sem kom við okkur eins og kalt vatn rynni okkur milli skinns og hörunds. Þelta orð var Inigo. Mjer brá ákaflega og jeg heyrði hann hrópa: Er það In- igo. Drottinn minn Inigo! Hann horfði á mig, hálfbrjál- áður af ótta: Inigo er í sím- anum. Inigo er dauður jeg veit það en samt talar hann í símann. Hann leit af mjer á Chelee- man sem sat og brosti, og nu kom nýtt æðiskast yfir hann. Þú gerðir þetta! Þú, kín- verski hundinginn! Hann rjeðist á Cheleeman og ætlaði að drepa hann, en mundi ekki að hann hafði lært við ameriskan háskóla og' m. a. í- þróttir. Rahlenbaek fjell á knje en Cheleeman setti á hann handjárnin. Hvað er um að vera, Cheleeman, spurði jeg skjálf- andi. Flýttu þjer, hrópaði hann. taktu símann og spurðu manninn í símanum hvaðan liann tali. Jeg gerði það með semingi. Halló, sagði röddin, értu þarna Rahlenback. Þetta er In- igo, þú þekkir víst röddina, er það ekki? — En i sama bili breyttist röddin í símannm. Hún \arð alt i einu glaðvær og éðli- leg: Ert það þú Alban? Ha, ert það þú Harring? spurði jeg. Harring var einn af hestu vinum minum og ágætur lcikari. Já. Og en hyað mjer þótti gaman að hevra í þjer hljóðið. Cheleeman narraði mig til að gera þetta. Þú áttir að herma eftir In- igo? Já, og meira að segja af sama stólnum, sem hann var drepinn á. Símar þú þá af skrifstof- unni hjá Inigo & Rahlenbáck? Hvaðan ætti jeg annars að sima ? Cbeleeman kom til min. Jæja, Alban, nú er það ómögu- lega orðið mögidegt. Nú veistu hvernig Rahlenback útvegaði sjer sakleysissönnunina. Með þessu einfalda móti gat Rahlen- hack setið á skrifstofu Inigo og hringt til kunningjanna þannig, að hringingin hevrðist í skifti- horðinu í anddvrnu heima hjá honum, eins og hún kæmi úr vinnustofunni, sem var-tóm og aflæst morðkvöldið.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.