Fálkinn


Fálkinn - 20.05.1933, Blaðsíða 11

Fálkinn - 20.05.1933, Blaðsíða 11
F A L K I N N n Yngstu lesendurnir. Móðurást. lljer á landi eru engir höggorm- ar til. En jafnvel lijer í n'ágranna- löndunum eru höggormar, sem geta bitið svo, að fólk bíði bana al' og í mörgum heitu löndunum er svo mikið af eiturnöðrum, að bœr mega heita landplága og verða miklu fleira fólki að bana en sum villidýrin, sem þið gerið ykk- ur i hugarlund, að sjeu miklu hæltulegri en eiturnöðrurnar. í löndunum, sem mikið er um högg- orma i, hefir fólkið ýms ráð til þess að afstýra lifshættu af hit- inu. Sumir sjúga eitrið út úr sár- inu eftir höggormstennurnar, en þá iná sá sem sýgur gæta þess að hala hvergi skeinu á vörum eða i munni, því þá eitrast hann sjálf ur. Aðrir kreista úr sárinu og enn aðrir brenna það. Gott þykir að drekka sterkt kaffi til þess að draga úr áhrifunum af eitrinu. En þegar læknirinn er við hendina notar hann þá aðferð að sprauta móteitri inn í blóð þess, sem bilinn var, til þess að vinna á móti eiturverk- unum. Nú ælla jeg að segja ykkur sögu af iandnemakonunni frú Morgan, sem átti heima í einni afskektu bygðinni i Ástralíu, ásamt bör.n- unum sínum, og láta ykkur heyra iivernig hún fór að. Einn morguninn þegar frú Morg- an beygði sig yfir viðarköstinn sinn úti á hlaði, fann hún alt í einu til sársauka í handleggnum og þeg- ar hún leit við sá hún nöðru skriða inn á milli viðarkubbanna. Naðran mun hafa hreiðrað um sig í viðar- kestinum um nóttina og þegar kon- an fór i mesta meinleysi að sækja sér i eldinn, hefir naðran hrokkið við og bitið konuna í bræði sinni. yfir ónæðinu, sem henni var gert. Konan fleygði frá sjer viðnum og hljóp inn í bæ. Flugbeittur hnífur lá á eldhúsborðinu og með honum skar hún djúpan skurð i handlegg- inn þar sem bitið var og saug svo eitrið úr sárinu. eins vel og hún gat. En hún gerði sjer litla von um íið geta bjargað lífi sínu, ]ovi að þella var baneitruð nöðrutegund. sem hafði bitið hana. Frú Morgan virtist brátt að dauð- inn • væri að nálgast, því að til- kenningin var þannig. Hún kendi einskonar undarlegrar þreytu og máttleysis, sem gagntók hana alla. Hún fór að hugsa til barnanna sinna, sem lágu steinsofandi i næsla herbergi. Ef hún dæi nú frá þeim. bað yrði köld aðkoma hjá mann- inum hennar, ef hann findi hana oe öll börnin dáin þegar hann tæmi heim. Hún varð að lifa svo lengi, að hún gæti tekið til mat handa smæl- ingjunum sínum. Maðurinn hennar hafði verið að heiman í sex vikur og haft atvinnu þann timann á fjar- lægum stað og ætlaði ekki að koma aftur fyr en eftir hálfan mánuð. Hún varð að ganga svo frá öllu, að börnin hefðu nóg að borða þenn- an hálfa mánuð, svo að þau dæi ekki úr hungri þangað til hann kærni. Það var ekki nokkurt við- lit að komast til næsta nágranna, því að þangað var 70 kílómetra leið. Ilún mundi deyja á leiðinni. Og gamli klárinn hennar mundi vanla verða svo vitur að halda á- fram leiðinni, heldur mundi hann snúa við heim, undir eins og hún misti á honum stjórnina. Það var nóg til af mjeli á heimilinu og nú ætlaði hún að reyna að baka og sjóða sem mest og reyna að verj- ast dauðanum þangað til hún hefði sjeð börnunum fyrir nægum mal. Hún tók sjer öxi í hönd og fór aftur út að viðarkestinum, fann nöðruna og drap hana. Svo fór hún inn i eldhúsið með fult fang- ið af við, kveikti upp eld, hnoðaði deig, sem hún hafði lagt í gerð áður og setti brauðin í ofninn. Alt i einu kom þungur höfgi yfir hana, en hún hratt honum af sjer. Hún varð að sjá þessu borgið og dauðinn varð að biða þangað t ■ I hún væri tilbúin. Börnin vöknuðu og kölluðu á mömmu sína. Hún hjálpaði þeim í fötin eins vel og hún gat, en rið- aði á fótunum og lá við að detta hvað eftir annað, en samt sem áður tókst henni að hjálpa þeim í fötin. Vatnið sem notað var á heimilinu t Banvæna sáriii. Fljótur og auðveldur þvottur— með Rinso Það er ljett verk að þvo þvott. Þegar Rinso er notað. Leggið þvottinn í Rinso-upplaustn nætur- langt, og næsta morgun sjáið þjer, að öll óhreinindi eru laus úr honum yður að fyrirhafnar- lausu. Þvotturinn þvær sig sjál- fur, á meðan þjer sofið. Rinso gerir hvítann þvott snjóhvítan, og mislitur þvottur verður sem nýr. Rinso verndar þvottinn frá sliti og hendur frá skemdum, því alt nudd er óþarft. Reynið Rinso-aðferðina þegar þjer þvoið næst, og þjer notið aldrei gamaldagsaðferðir aftur. Rinso VERNDAR HENDUR, HELDUR ÞVOTTINUM ÓSKEMDUM M-R 79-33 IC R. S. HUDSON LIMITED, LIVERPOOL, ENC.l.ANO Matur haiula mörgum. var sótt í brunn nálægt bænum. Hún varð að ná i nóg af vatni og setja það þar sem börnin gæti náð i jiað. Svo varð hún að láta út hestana. Svo sagði hún Litlu Maríu, sem var elst af börnunum fjórum, hvernig hún ætti að gæta yngri systkinanna sinna meðan „mamma svæfi“. — Hún var önnum kaf- inn við þetta allan daginn og furð- aði sjálfa sig á því, að hún var enn á ilífi þegar kvöld var komið. Aðeins einu sinni hafði hún fall- ið í dvalann, sem er sjálfsagður forboði dauðans hjá þeim, sem bitnir eru af eiturnöðrum, en vakn- aði aftur við grátinn í börnunum og með hjálp Mariu, sem lnin hafði látið lofa sjer þvi, að láta sig ekki sofna.------Þá spratt hún upp og gekk fram og aftur þangað til mók- ið var runnið af henni. Eftir að nóttin var fallin á og börnin voru sofnuð þorði hún ekki að halla sjer, því að hún þóttist viss um, að þá inundi hún ekki vakna aftur. Hún horfði með á- nægju á öll brauðin sem hún hafði hakað, og þóttist viss um, að börn- in þyrftu ekki að svelta. Frú Morgan fór að vona aftur. llver veit nema hún gæti sigrast á dauðanum, hver veit nema hún lifði höggormsbitið af, úr þvi að Framhald á næstu sifín.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.