Fálkinn


Fálkinn - 17.06.1933, Blaðsíða 7

Fálkinn - 17.06.1933, Blaðsíða 7
* f ÁLKINN Urimþoka (i fjöllum. Múlverk eftir Gn&m. Einarsson. nlinn austanvérSan og spyrnir nöktu bakinu við ísbungunni svo jökulröndin ris við. Frani- í fjallinu vaxa flest þau blóm og grös, sem til eru á landinu. Niður við Þjórsá eru blómleg lararver svo víðáttumikil að þau gætu fætt nautahjarðir á argentínska vísu — þúsundir og aflur þúsundir. Á söndunum við kvíslarnar vex eyrarrós, svo vart sjer fyrir endann á bleikrauðri blóma- breiðunni, öll þessi litadýrð grotnar ofan í jörðina flest árin án þess að gleðja nokkurt marmsauga. Hjer er líka tröllvaxin bvönn og blóðrótin hefir æfintýraleg li tbrigði. Þeir sem ekki bafa nema lrálf- an mánuð til umráða verða nú að fara úr Nauthaga sem leið liggur til Þjórsárdals, það eru um 100 kílómetrar og afbragðs- vegur, vötn engin teljandi; en þeir scm bafa 3 vikur eða meira tii ferðalags, lialda áfram, fara yfir Þjórsá við Sóleyjarhöfða, cða cf þeir eru öruggir vatna- menn þá á Kvíslavaði, skaml fyrir norðan Arnarfell, það er oftar fært-en vaðið við Sóleyjar- böfða, en sökum sandbleytu mjög aðgæsluvert. Nú stefnum við á Háumýrar eða lllugaver ofanvert við Sauða- l'cll, þar eru afbragðs hagar og cyðileg öræfafegurð. Nú verður að livíla bestana ækilega, því næsta dagleið er afarerfið og gróðurlítil, þá för- um við til Fiskivatna eystri.. Þcir sem sjá vilja Þórisvatn bið mikla fara yfir Köldukvísl á vaði rjett fyrir neðan læk þann sem rennur úr Iiáumýrun- um og svo véstan við Þórisvatn, hin leiðin fyrir austan Þórisvatn ei' ekki fær nema hafa dags- forða lianda hestunum að minsta kosti og gott skygni, þvi á þeirri leið eru liraunflákar og fjallabryggir torfærir i vondu skygni. Örugg leið er vestan við Sauðafell, niður með Köldukvisl. Áthugull maður finnur þar vöð á ánni, er bún fer að renna á föstnm liraunjarðvegi, annars verður að fara niður undir Tungná á vaðið við Klyfsbaga- kvísl, en það er 3—4 tíma krók- ur. A þeirri leið fær maður að sjá 2 merkilega fossa i Köldu- kvísl og tröllsleg gljúfur, sem margborga krókinn, auk þess Ilrauneyjafoss í Tungná, sem er jafnoki Gullfoss að liæð og vatns- magni, cn ef til vill fegurri. Það- an 4—5. tíma reið til Fiskivatna. En ef í'arið er miðsvæðis yfir Köldukvísl, eða fyrir ofan fossa, þá er farið til Fiskivatna við vest- urenda Þórisvatns, gleymið þá eigi að ganga á einhverja ölduna >g lita yfir Þórisvatn lil Vatna- jökuls, ]>að er ógleymanleg og dýrðleg háfjallanáttúra. Við Fiskivötn skuluð þið iiggja í Breiðaveri, en ekki við Skálavatn, þið skemmið minna haglendið fyrir fjárleitarmönn- um og eruð meir miðsvæðis i allri dýrðinni. Til að skoða Fiskivötn vel veitir ekki af viku, en töluverl er hægt að skoða á tveim dögum, vötnin eru eins og völundarliús og fegurð þeirra er ótæmandi. Frá Fiskivötnum er nú farið fir Tungná á Bjallavaði. Það cr bægara vesturl yfir undan ’ aumi. Ef það er ófærl verður að fara niður í Hald við Sprengi- sandsveg, því þar er ferja (tveir bátar sinn hvoru megin). Annars er Bjallavað venju- lega fært snemma dags og' frá ánni er 2ja til 3ja tima ferð á Fjallabaksveg, farið austan við Loðmund. Af Loðmundi er fagurl útsýni með afbrigðum og ágætt að vera þar með hesta. Þeir sem eru búnir, með nesti silt og tima fara nú sem leið liggur um fjallabaksveg niður á Land, því þar er gott að koma með fjalla- bungur og lúin bein. En ef þið eigið nú nolckuð eftir al’ tíma og mat, að maður nú ekki tali um að ferðapelinn sje ekki alveg tómur, þá demb- ið ykkur austur í Skaptártungu og gistið í Laugum við Torfajök- ul, þar sem Torfi í Klofa bjó áður og síðan útilegumenn. Þar getið þið þvegið af ykkur ferða- rykið í volgum læknum og skoð- að Jökulgilið, sem er næst .Jök- ulgili i Tungnafellsjökli mesta bamragil á landinu. (3ja tima ferð). A leiðinni niður í Ska])t- ártungu sjáið þið Jökuldali og Eldgjána, eigi er síður tekið á móti vkkur af Skaftfellingum cn Landmönnum. Ef jeg mætti gefa nokkur beilræði fvrir fjallaferðir þá er þetta helst: 1. Sjáið l'yrst fyrir þörfum bestanna, svo ipn eigin þarfir. 2. Tjaldið verður að vera ör- ugt og eldspíturnar mega ekki vökna. 3. Leggið ekki að tvjsýnu i slraum])img vötn, síst með ó- vana, og standið ekki í ístöðun- um þar sem vón er á sand- ])leytu. 1. Leitið ekki að hestunum, beldur að sporum þeirra. 5. Hugsið ekki um ykkar dót, beldur um farangurinn. (i. Gerið allir alt, enda þótt óhöndugíega takist í byrjun, þó verður sami maðurinn að raða i skrínurnar og taka upp úr þeim. 7. Neytið eigi áfengis i óbófi á fjöllum uppi og síst ef torfær- ur eru á leiðinni. ð. Skiljið vel við tjaldstaðinn, enda ])ótt bann hafi verið í ó- hirðu er þið komið í hann. Máitækið er „Ekkert vont veður, heldur mismunandi gotl veður“. Syngið á Jiestbaki cf klárarnir eru þverir eða huglausir og svo er við mætumst Heill á fjöllum! Vinsæliislu lijón í heimi, Mary Pickfonl og Douglas Fairbanks ern uni þessar niundir aS skeihta sjer i hóm og hefir þeini verið tekið þar með koslum og kynjum eins og nnnarssta'ðar. iíilt kvöldið var ný- asta mynd Mary, sem heitir „Leynd ardómar" sýnd í fyrsta sinni í l'egursta kvikmyndahúsinu í borg- inni, „Barberini", að þeini við- stöddum, og hefir aldrei verið rif- isl eins um kvikmyndamiða i liómaborg og þá. Sögur Hall Caine hafa þráfald- lega verið kvikmyndaðar, m. a. „Clataði sonurinn“ lijer á landi en síðasta sagan sem kvikmynduð hef- ir veri.ð er með danska teik- aranum Carl Brisson i aðal- hlutverkinu. En allar hafa þess- ar myndir verið þöglar. Nú á að fara að taka sögurnar á talmynd og verður „The Christian" (eða „John Storm“ sem leikritið eftir sögunni er kallað hjer) tekið fyrst. Leikur John Barrymore John Storm en Jean Harlow leikur Glory. ----x----- Amerískur hagfræðingur hefir verið að reikna út, hverju afnám öl- bannsins í rikjunum nemi í pening- um og vinnu.Til þess að reisa nýjar ölgerðir og endurbæta þær gömlu þarf 1.500.000.000 dollara, i hráefni 300.000.000, til auglýsinga 80.000.000 fyrir nýjar tunnur 300.000.000, fyrir flöskur 00.000.000 og jafnhá upp- hæð fyrir ölbíla. — Um 300.000 verkamenn fá atvinnu við ölbrugg- unina og ölskatturinn til ríkisins er áætlaður 000 miljón dollarar. „Mik- ið er alt hjá mjer“, segir Sam. -----------------x----- Bófi einn í Chicago ruddist ný- lega um hábjartan dag inn til græn- melissalans Nicholas Ramos, þreif skammbyssu úr vasa sinum og iðaði á Ramos og skipaði honum að af- lienda sjer þá peninga, sem hann hefði undir höndum. Það voru ekki nema ]>rír dotlarar, sem Ramos hafði selt fyrir þann daginn og hvarf bófinn eða þá. En um lei'ð og hann hafði lekið upp skammbyss- una hafði 10 dollara seðill hrokkið upp úr vasanum og lágu þeir á gólf- inu, svo að Ramos græddi 7 dollara á viðskiftunum. ----x----- Emil Jannin er um þessar mundir að ljúka við kvikmynd i Frakklandi og hefir lnin nú ráðið sig hjá enska fjelagimr „Gaumont Pietures" lil ])ess að leika i þrem- ur. Gonrad Veidt vinnur hjá sania fjelagi. Það vekur undrun a'ð þessir menn skuli ekki fremur leika hjá þýsluim fjelögum, en stjórnarfarið í Þýskalandi er talið ástæ'ða til, a'ð þessir menn vilja ekki vera í ætt- landi sinu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.