Fálkinn


Fálkinn - 29.07.1933, Blaðsíða 5

Fálkinn - 29.07.1933, Blaðsíða 5
F Á L K I N N Jóhannes o<7 frú Karólina Jósefsson. Myndin tekin mí í vikunni En úr því jeg er farinn að tala lijer um liluti, sem jeg get tæplega talist dómbær um, þá ætla jeg að nota tækifærið til að „jagasl“ svolítið út af „feg- urðarglímunni". Fegurðarglíma til aðgreiningar frá kappglímu er fjarstæða. Hættuleg fjarstæða af þvi hún kennir mönnum að líta á kappglímuna sem annars eðlis en fegurðarglímuna. En glíman, sú rjetta íslenska glíma er í senn, órjúfanlega, kapp- glíma og fegurðarglíma. Það er mesti misskilningur að mað- ur, sem engan leggur að velli geti fengið nokkur glímuverð- laun, ekki heldur fegurðarglímu. Ef hann sýnir sjerstaka listfengi getur hann fengið verðlaun fyrir ]>að, sem fimleikamaður en ekki sem glímumaður. Hefir nokkur heyrt talað um verðlaun fyrir f egurðarbox ? Glíman byggist eins og hnefaleikurinn á fimi, afli og snarræði. Hver sem þess- um kostum er búinn, glímir af fegurð ef rjettum reglum er fylgt. Ef hann bolast eða beitir afli sínu svo, að útiloka alla eðlilega hreyfingu milli bragða, þá á liann að vera rækur úr leiknum við háðung og svívirðu. Sumarið 1906 var fyrsta Is- landsglíman háð á Akureyri. Jó- liannes var þá erlendis. Þingey- ingar fjölmentu til þess móts. I Mývatnssveit og víðar í Þing- eyjarsýslu liafði glíma verið tíðkuð svo lengi sem menn vissu til og var sýslubúum því meir en litið metnaðar- mál að ná íslandsbeltinu til sin. Áttu þeir marga ágæta glímumenn í hópi sínum, er komu fram á sjónarsviðið þetta ár og hin næstu. Má þar telja Halldórsstaðabræður Jón og Sig- urð, bræður tvo frá Haganesi, Þorgeir Guðnason frá Græna- vatni og síðasl en ekki síst Pjet- ur Jónsson frá Reykjahlið, sem nú býr á Gautlöndum. Glimu- lag Þingeyinga var mjög glæsi- legt, dansandi ljettir i hreyfing- um, eldsnarir og bragðmargir. En Þingeyingar náðu ekki belt- inu. Á þessari fyrstu Islands- glímu varð Ólafur Daviðsson sigurveg'arinn og er þannig fyrsti glímukongur íslands. Hann sigldi þá um haustið og hefir ekki síðan tekið þátt i Islandsglímu. Snemma vors 1907 var önn- ur Íslandsglíman liáð á Akur- eyri. Þá var Jóhannes- aftur kominn heim. Nú fjölmenntu Þingeyingar fyrir alvöru og mun þetta hafa verið fjölmenn- asta Íslandsglíma, sem háð hef- ir verið. Þátttakendur voru 24. Af þeim feldi Jóliannes 19 en hinir gengu úr leik. Ekki gáf- ust Þingeyingar upp að lieldur. Vorið 1908 fjölmenntu þeir enn til mótsins, en það fór sem vor- ið áður að Jóhannes varð sigur- vegari og glímukongur. Sumarið 1908 taka íslending- ar i fyrsta sinn þátt í Olymps- leikjunum. Þeir voru þá háðir í Lundúnum. Á leikjunum var sýnd Islensk glíma og þótti mik- ið til hennar koma. Höfðu ensku blöðin orð á því að hingað til hefðu menn álitið, að einna erf- iðast mundi v«ra að koma Jap- önum af fótunum, en íslending- ar hefðu sýnt það að þeir mundu ennþá erfiðari viðfangs. Auk þess sem Jóhannes tók þátt í íslensku glímunni á Olymps- leikunum og glímusýtninguir,, sem flokkminn hjelt viða um Bretland að afstöðnum leikjun- um, tók Jóhannes þátt i gr5sk- rómverskri glímu á isjálf- um leikjunum. Varð hann einn af fjórum sem komust í úrslit miðþyngdarflokki. Fyrst glímdi Jóhannes við Ungverj- ann Orosz og sigraði hann á 12 V2 mínútu.Úrslitaglíman va1' milli Jóhannesar og Svíans And- erson og liöfðu menn húist við að Jóhannes mundi sigra, því blöðunum kom saman um að Jóhannes væri sterkastur þeirra er þarna átlust við. Svíanum Anglýsing frú fjölleikahúsinu Em- Inre. Nafn Jóhannesar er prehtað með síærsta l.etrinu til að sýna að sýningarjiáttur hans sje helsti liður- inn á skemtiskránni. var dæmdur sigurinn, en það frjettist ekki fyr en á eftir að Jóhannes hefði beinbrotnað í byrjun atrennunnar og glíint með brotið viðbein í 18 mínútur! Fram til þessa tima hafði Jó- hannes aðeins fengist við landa sina.. En á Olympsleikjum gafst honum tækifæri að reyna sig við fremstu íþróttamenn frá flestum löndum lieims. Og ár- angurinn varð sá, að það má teljast slysni að hann varð ekki heimsmeistari í grískrómverskri glímu á Olympsleikjunum 1908 Upp frá þessu fer Jóhannes að hugsa fyrir alvöru til þess a'ð gera íþróttirnar að atvinnu sinni. I skammdeginu 1908 legg- ur hann af stað með fámenn- an hóp og 500 krónur í pen- ingum! Fvrst er haldið til Englands. Þar er sýnd islensk glima og' catch-as-catch can (fjölbragða- glíma, sem Jóhannes kallar). Jóhannes auglýsti að hann greiddi hverjum manni 1000 krónur, sem fengi staðist sig í 5 minútur. Urðu nú margir til að reyna, japanskir glímu- meistarar, breskir glímumeistar- ar, áflogamenn og kraftajötn- ar frá öllum heimsins löndum. En það leið ekki á löngu áður en Englendingar slógu því föstu að það væri ekki fyrir fjandann sjálfan að standast Jóhannesi snúning. Og nú er sigurförinni haldið áfram borg úr borg land úr landi heimsálfu úr heimsálfu. Átján ár ferðaðist Jóhannes og har nafn íslands og íslenskra afreka um heim þveran. Er Jó- hannes vafalaust einhver víð- förlasti maður hjer á landi og hefir fengið að vita af eigin reynd hve erfið ganga braut- ryðjandans er. Oft komst hann í beinan lífsháska, ekki einung- is á sjálfum sýningunum, held- ur og i sambandi við þær. Verð- ur fátt eitt af þeim svaðilförum sagt i þessari stuttu grein, en þó skal mint á stöku atburði. Einusinni var Jóhannes að sýna iþróttir sínar í Prag, höf- uðborg Bæheims. Hann bauð að vanda 1000 kr. hverjum sem geti staðist sig í 5 mínútur. Berst þá skeyti til leikliússtjór- ans frá Vínarborg, að þrír menn sjeu tilbúnir að fást við Jóhann- es, og fyrirspurn um hvort þess- ar 1000 krónur sjeu fyrir hendi Samkvæmt fyrirmælum Jóliann- esar símar leikhússtjórinn að þeir skulu bara koma og alt sje í lagi með peningana. Þess- ir þrír menn voru Steinbach heimsmeistari í lyftingum, Hilmer Bælieimsmeistari í grísk rómverskri glímu, og Fritzensky Evrópumeistari í grisk-róm- verskri glímu. Voru það sam- an tekin ráð þeirra fjelaga að fyrstur skyldi Fritzensky taka Jóhannes „í gegn“, en hinir síð- an taka við honum ef á þyrfti að halda. Jóhannes dró ekki af sjer. Hann kastaði Fritzensky 5 Jóhannes Jósefsson 25 ára. lil jarðar 6 sinnum á 3 mínút- um og ljek hann svo grátt að fólkið ærðist. Henti hnífum, stólum, öllu lauslegu. Loks varð lögreglan að skerast i leikinn og koma Jóhannesi undan. En múgurinn elti og ljet grjóthríð dynja á gluggum matsöhihúss- ins, þar sem Jóliannes og fje- lagar hans liöfðu leitað hæhs. Loks fylgdi lögreglan Jóhannesi á járnbrautarstöðina og sat þar yfir þeim fjelögum þar til lest in fór1 á stað með þá. 1 Lissabon bar það við að dólgur einn kom linífslagi á Jó- hannes á sýningu og stakk hann gegnum vinstri höndina. En Jó- hannes náði til hans þeirri liægri, keyrði liann undir sig og kreisti liann svo milli fóta sjer að manngarminum lá við köfn- un. Ruku áhorfendur upp á leiksviðið og ætluðu að drepa Jóhannes þar sem hann lá með manninn í sannnefndum lieljar- greipum. En ösin var svo mikil, að enginn sá hvað fyrir var. Jóhannesi tókst að smjúga milli fóta fólksins út af leiksviðinu. En aumingja maðurinn lá eftir og fjekk spörk og liögg, sem Jóhannesi voru ætluð, svo að honum lá við bana. Loks var hin fræga viður- eign við Pólverjann Wladik Zbyozky í Lodz. Jóhannes liafði að vanda lagt undir 1000 krónur við hvern sem reyna vildi og liöfðu margir orðið til en Jó- hannes hlaðið þeim jafnharðan. Pólverjar eru metnaðarmenn miklir og' tók að sárna þetta. Hvern fjandann vildi þessi út- lendingur upp á dekk! Áttu þeir ekki heimsmeistarann í catch as catch can, sjálfan Zbyozky. Það væri best að láta Jóhannes fást við hann og vita livort ekki lækkaði í honum drambið. Þeir saman. I 36 mínútur áttust þeir við, ])ar til Jóhannes bar af helj- armanninum. En nú tók ekki l)etra við. Múgurinn ærðist bókstaflega. Þjóðhetja þeirra lá í valnum eftir liræðilega útreið. Hjer varð að koma hefnd. Með ópum og formælingum rjeðist hamstola fjöldinn upp á leik- sviðið og áður en Jóliannes átt- Framhald á bls. 12.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.