Fálkinn


Fálkinn - 29.07.1933, Blaðsíða 11

Fálkinn - 29.07.1933, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 Yngstu lesendurnir Dúfnarækt II. í dag ætla jeg -að segja ykkur ým- islegt fleira um tilhögun dúfnahúss- ins en jeg geröi síðast, í fyrsta kafla. Og svo ætla jeg líka að segja ykkur frá hvernig á að fúðra dúfurnar. Flestir dúfnaeigendur hafa aðeins litla skál með vatni í dúfnahúsinu. I>etta getur að vísu dugað, en sá galli er þó á þvi, að dúfurnar vilja þvo sjer, fara ofan í skálina til að baða sig og óhreinka þá vatnið um leið, svo að altaf verður að vera að skifta. Þessvegna ráðlegg jeg ykkur að gera ykkur drykkjar- skál eins og sýnd er hjer á mynd- inni, |)vi að það er mjög áríðandi að dúfurnar fái hreint vatn að drekka. Fyrir drykkjarfat er ágætt að nota leirskál undan blómapotti. Úr stát- vír búið þið lil grind, sem heldur flöskunni er stendur á stútnum í miðri skálinni, í rjeltum stellingum. Áður en þú setur flöskuna i vir- grindina fyllir þú hana af vatni, setur svo grindina utan um og hvolf ir síðan fljótlega flöskunni á stút- inn ofan yfir skálina, svo að hún standi eins ogl sýnt er á fyrstu myndinni. Meðan nokkuð vatn er í flöskunni verður ávalt um eins centrimetra djúpt vatn í skálinni og streymir úr flöskunni eftir því, sem af þvi er drukkið þangað til ekkert er eftir. Á þennan hátt fá dúfurnar jafnan hreint valn. Dúfurnar hafa gott af að fá járn í blóðið og þessvegna er ráðlcgt að lála ryðgaðan nagla í vatnsskál- ina því að þá verður vatnið járn- megnað. Á þessari mynd sjerðu matarlrog handa dúfum, skift i bása með járnvir. Kassinn er ofur einfaldur og óbrotinn svo að þú getur búið hann til sjálfur, en vitanlega lætur þú „básana“ í troginu vera jafn marga eða ekki færri en dúfurn- ar. Ef þú fjölgar þeim er altaf hægt að bæta við nýjum kassa. Bilið á milli rimlanna eða vir- anna verður að vera svo stórt, að dúfurnar geti auðveldlega stungið hausnum inn um opið, en hinsvegar má það ekki vera svo stórt, að þær geti komist inn i trogið. Margir hafa það fyrir sið, að fóðra dúfur sínar á þann hátt að fleygja matnum á gólfið í dúfna- húsinu en þetta er óhyggilegt, hæði af því, að fugladrítur er fyrir á gólfinu, eða leyfar af honum hversu vel sem sópað er; hann blandast sainan við matinn og ber í hann sóttkveikjur, sem geta verið stór- hættulegar l'yrir heilsu dúfnanna. Þessvegna er sjálfsagt að hafa trog eins og það, sem lýst hefir verið og þvo það vel og vandlega sem allra oftast, svo að fuglarnir fái ekki í sig sóttkyeikjur í matnum, og þurka það í góðu sólskini eftir þvottinn. En hvað er nú best að gefa dúf- unum, spyrjið j)ið líklega næsl. Dúfnaeigendurnir eru ekki á einu máli um það, og hver heldur sínu fram. Og hjer á landi, þar sein út- lendar tegundir þess, sem dúfurnar vilja helst og hæfir best, eru dýrar, verður að reyna að nota sem mest nýjar matarleifar sem til fallast, en uin að gera að þær sjeu ekki gamlar og skemdar, því að slíkar leifar geta innihaldið sýkla sein ýmist eru banvænir fyrir dúfurnar eða geta staðið þeim fyrir þrifuin. En erlendis, þar sem korntegundir eru ódýrar, er dúfunum víðast hvar gefin blanda, sem gerð er úr tveim- ur hlutum af baunum, einum af mais og einuin af byggi, og svo er þeim stöku sinnum gefinn glaðn- ingur af hirsi, en sú jurt er ekki lil hjer á landi, og verður því að sleppa þvi. En í stað hirsis er til önnur jurt, senx er ágætt dúfna- fóður og vex viða hjer á landi og það er umfeðmingsgras. Þeir sem eiga heima til sveita og eiga dúf- ur geta fóðrað þær nær eingöngu á umfeðmingsgrasi eftir að það hef- ir blómgast og þangað til það föln- ar, og svo er gott fyrir þá, sem hafa umfeðmingsgras á engjunum, að taka dálítið frá af því, þurka það eins og venja er til og gefa dúfunum það (helst bleylt) á vet- urna. Með þvi sparast mikið fóður. Dúfurnar þrífast líka mæta vel á hveiti. Líka hafa þær gotl af að hafa gamalt kalk til að höggva nef- inu í, eins og flestir fuglar; þess- vegna er gott að láta inn til þeirra hvítleitan skeljasand, þar sem hann er til, mulið eggjaskurn, eða ]>vi um líkt. Eitthvað sem kalk er í. Dúfurnar standa að baki mörgum öðrum fuglum að þvi leyti, að þær eru fremur klauffengnar við að byggja sjer hreiður. Þessvegna er það, að ef maður lælur það duga að láta þeim eftir varpkassa í dúfna húsinu og l'leygja í hann svo litlu af hálmi, þá verður hreiðrið þeirra mjög ófullkomið. Ef að hreiðrin eiga að vera góð verður maður helst að kaupa hreiðurskálar, skálar undan urta- pottum, og leggja i þær talsvert af hálmi, stör eða punkti, skornum stutta búta. Þessi hreiður liafa það til síns ágætis að þau verða dýpst SAMKUNUUHUS tíYÐINGA í KA UPMANNAIIÖFN átti nýlega hundrað ára afmæli. Kannast gamlir íslenskir Garðbúar við hús þetta, ]>ví að það stendur mjög nálægt Garði, í Krystalgade. Afinælið var haldið mjög hátíðlegt og var konungurinn viðstaddur. Hjcr að ofan sjást myndir af sam- kunduhúsinu. Efst t. v. sjást dyrn- ar með áletrun á hebresku yfir, en til hægri sálurinn að innan. Að neðan sjest framhlið hússins að ut- an og sporöskjumýndin er al' ýfir- meistara safnaðarins, M. Friediger dr. phil. Fyrirmyndar hreiður. í miðjunni og eggin liggja þvi þjett saman, en þetta er einkum áríðandi þegar dúfan á að unga út. Ungunum er líka síður liætt við að detta út úr svona hreiðri. Þú hefir sjálfsagt tekið eftir því, að i þessu sem jeg hel'i verið að segja frá um dúfurnar hefi jeg altaf Iagt mikla áherslu á, að hins mesta hreinlætis sje gætt i allri meðferð þeirra. En l)ú skalt vera viss um, að jeg he.fi ekki gert þetta að nauð- synjalausu, því að þetta er aðalat- riðið. Ef að sjúkdómar eða óþrif komast að dúfunum þá skaltu sanna, að þú hefir litla ánægju en mikla armæðu útaf dúfnaeigninni. Hjerna á myndinni að ofan sjerðu svolitla skóflu, sem kemur þjer að ónxetanlegu liði, þegar þú erl að hreinsa óhreinindi úr krókunum, sem eftir verða þegar verið er að hreinsa til. Þetta áhald nær út í krókana. Tóta frænka. Richard Barthelmess, sá sem hing að konx til lands í fyrra hefir ekki náð sömu vinsælduni í talmynd- unum og hann átti að fagna i þeim þöglu. Hefir hann aðeins leikið í fáeinuni myndum síðustu árin.. Nu hefir hann verið ráðinn til að leika í taimynd, sem gérist að mestú leyti í loftinu. Leikur hann flug- mann, senx leggur framtið sína og mannorð í sölurnar til þess að bjarga bróður sínum. Myndin heit- ir „Grand Central Airport“.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.