Fálkinn


Fálkinn - 02.09.1933, Blaðsíða 8

Fálkinn - 02.09.1933, Blaðsíða 8
F Á L K I N N 8 Roosevelt forseti kom eigi alls fyrir löngii á sjúkrahús, þar sem uppgjafahermenn er hlotið hafa álæknandi meiðsli, haf- ast við. Færði dóttir eins hermannsins forsetanum blóm fgrir hönd sjúkrahússins. Parísarbúar hafa tekið það upp, til þæginda kvenfolki, sem þarf að fara í búðir, en hefir með sjer barnavagna, að sjá um pössun á börnunum meðan mæðurnar eru í búðinni. Myndin er tekin fyrir utan verslun í París. Ma.r Schmeeling og Jack Dempsey, báðir fyrverandi heimsmeistarar í hnefaleik, sjást hjer saman á myncl og eru þeir býsna líkir í sjón. - Myndin er tekin snemma í vor, er Max Schmeeling var að æfa sig undir viðureignina við Max Baer. Dempsey er nú lxætt- ur að berjast sjálfur en er þó í hnefaleikagreininni enn, því að liann er farinn að sjá um hnefaleikamót og er sagt að hann græði drjúg- an skilding á því. Englendingar hafa mikinn áhuga .á .hundarækt. og halda sýningar á hundum oft á hverju ári og eru þessar sýningar mikið sótt- ar. Myndin til vinstri er af tveimur verðlaunagripum af einni sýningunni. ♦ Rauði krossinn enski heiðr- ar minningu Florence Night- ingale á hverjum afmætis- degi hinnar frægu hjúkrun- arkonu. áru þá lagðir blóm- sveigar á minnismerki henn ar. Florence Nightinggale varð heimsfræg fyrir líkn- arstarf sitt í Krímstríðinu. Þessir tveir unglingar, sem sjást á myndinni í flugvjel eru synir emírsins af Kat- sina í Afríku. Iiafa þeir ver- ið á kynnisför í London í sumar og sáu margt sem þeim þótti nýstárlegt. Mynd- in er tekin á flugvellinum i North Weald.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.