Fálkinn


Fálkinn - 25.11.1933, Page 14

Fálkinn - 25.11.1933, Page 14
14 F Á L K I N N En þegar þeir komu til aÖ fá einkaleyfið, komust þeir að því, að einhver annar var kominn með það sarna fám dögum áður og hafði fengið einkaleyfi á lilut, sem var út í æsar eins og þeirra uppfinning. Þetta var auðvitað rothögg fyrir þá. Og þá var það, sém Rollo reifst við þig, með þeim árangri, sem þjer er kunugt um. En liversvegna sagði hann mjer ekki frá öllu saman? Þvi spurði jeg hann líka að, en hann sagði hara, að það gerði ekkert gagn að segja þjer frá, að fyrirætlun hans liefði mis- lekist. Hann skuldaði Jóa Leví þessa pen- inga og hafði ekkcrt upp i skuldina og var i vandræðum. En — hefði hann þurft að fara til ung- frú Gayton? Það er það leiðinlega í þessu öllu sam- an. En þú rnátt ekki dæma mann hart. Ef mann vantar hjálp — og ef mann vantar góðan vin — get jeg þá reiknað með þjer? Jeg býst við því. Brnce fór ekki lengra út í þessa sálma. Hann tók í hönd henni og þóttist hafa gert besta vini sínum góðan greiða. En hann hitti ekki Rollo fyrr en tveim eða þrem dög- nm seinna. Honum fannst hann líta þreytp- lega út, rjett eins og hann hefði þjáðst af svefnleysi. Jeg verð feginn þegar þetta er alt um garð gengið, sagði Rollo. Alt virðist hanga í lausu lofti og allir eru órólegir. Blöðin hafa komið kjaftæðinu af stað. Jeg fór til Septimus Ruskin, málfærslumanns frænda míns og áttu við hann tal um þetta. Jeg sagði honum hvað fram hefði farið milli mín og frænda míns á laugardagskvöldið, og hað hann um að hafa umsjá með eignum mínum og þessháttar. Hann var mjög kurt- eis bölvanlega kurteis. Hann sagði að skrifstofa sín hefði altaf haft þessar eignir með höndum og hann vonaðst til, að svo mætti verða áfram, en þar sem hann væri samkvæmt erfðaskránni umboðsmaður dán- arbús Sir Nieholas, rjeði hann mjer að fá annan málafærslumann þangað til alt væri komið í lag. Hann gaf mjer meðmælabrjef til eins sem heitir Querit og hann ætlar að vera ráðunautur minn. Er það almennilegur maður ? Mjer er sagt að hann sje það, sem kall- að er snúinn, en annars líst mjer ekki meir en svo vel á hann. Ef til vill hefir Ruskin eklíi viljað benda mjer á neinn sem hætta væri á, að næði í viðskiftin við mig fyrir fult og alt. Jeg sagði Querit frá kveldverði minum með frænda minum og það, sem á eftir fór, og hann neri saman höndum og sagði: „Já, einmitt. Jeg verð að mæta fyrir yður við rjettarprófið. Til allrar Guðs lukku er það bráðum afstaðið44. Jeg hef að minsta kosti eina góða fregn að færa þjer þjer, sagði Bruee, og síðan sagði liann frá samtali sínu við Joan, og upplýsingar þær, er hann hafði gefið henni. Ef ekki væri þetta með Lillu Gay- ton, liggur mjer við að segja, að þetta bölvað klúður væri næstum búið. En John er aldrei annað en kvenmaður. Og auðvit- að þarf hún dálítinn tíma til að átta sig á því, að þú skyldir liafa verið svona fljótur að liugga þig eftir að hafa misst hana. Jeg veit það, svaraði Rollo. Jeg var vitlaus. Jeg get ekki skýrt það fyrir sjálf- um mjer, auk lieldur fyrir öðrum. Þú ert góður drengur, Bruce. Jeg ætla að tala við Joan þegar alt hitt er komið í lag. Gerðu það, drengur minn, og flýttu þjer ekki of mikið að þvi. Gefðu henni tíma til að átta sig. Hvað hefirðu annars haft l'yrir stafni? Jeg drakk te hjá Katrinu frænku á Cadogantorgi. Hún var hin hesta og betri við mig en allir aðrir. Hún má ekki fara út ennþá. Annan dag liitti jeg systur mínar og mága þar. Við tölúðum saman um málefni okkar með álíka miklum árangri og slík samtöl eru vön að bera. Auðvitað er mál- ið líka einfalt. Fasteignirnar ganga til mín og aðrar eignir til Katrínar frænku, meðan hún lifir og skiftist svo milli systra minna. Aðrir nánir ættingjar eru ekki til. — Voru nokkrar arfleiðslur til guðs- þakka ? Nei. Nick frændi segir, að hann liafi gefið eftir efnum og ástæðum meðan liann lifði og ætlast til að eflirkomendurnir geri slíkt hið sama á hverjum tíma. En eitt verð jeg að segja þjer, Bruce. — Hvað er það? í livert skifti, sem jeg kom á Cadogan- torg, sá jeg mann, sem var að slæpast hin- ummegin á götunni, og þegar jeg kom út aftur úr húsinu, var hann þar enn. Þegar jeg fór á skrifstofu Querits, elti hann mig. Yfirleitt livert sem jeg fer, er hann á hælun- um á mjer. Það er óviðkunanlegt, því það getur ekki þýtt nema eitt. Lögreglan er á hælunum á mjer. Finnst þjer það skemti- legt? Nú, en eina hótin, að það hættir víst hráðum. Auðvitað hættir það, sagði Bruce með sannfæringu, sem hann var vanur að vona, að ekki heyrðist neinn efi i. VIII. KAPÍTULI. Þegar rjeturinn kom saman aftur til að lialda áfram rannsókninni út af láti Sir Nicholas Brannocks, var ]iar öðruvísi um að litast en í fyrra skiftið. Aragrúi af fólki reyndi að fá aðgang, og ennfremur var mik- ill fjöldi vitna, sem ekki höfðu komið fram áður, en mestur var þó munurinn á skapi áheyrandanna, frá því, sem áður hafði v-er- ið. Nú hjóst enginn við því, að yfirheyrslan myndi verða eintómt form. Blaðið Daily Picture hafði ekki hætt við hálfnað verk, og allir fundu á sjer, að eitthvað óvænt og áhrifamikið myndi koma fram, enda þó enginn vissi, hvað það yrði. Jafnvel dóm- arinn sjálfur var eitthvað snöggari í hragði en hann hafði verið í fyrra skftið. Nú var eins og hann vissi, hvernig hann ætti að taka á hlutunum og ætlaði sjer líka að gera það svikalaust. Eins og við fyrra rjettar- haldið, voru Bruce Rollo og Eddi Lamport saman, og í þetta sinn voru með þeim báð- ar systur Rollos og menn þeirra, George Tempest og Ernest Bennikin. Querit mál- færslumaður var á fremsta bekknum ásamt fleiri lagamönnum. Porter kom fyrstur í vitnastólinn. Hann sagði, að svo væri fyrir að þakka greiðum svörum við úlvarpsfyrir- spurn lögreglunnar, að hann gæti gefið ná- kvæma skýrslu um ferðalag Sir Nicholas, laugardagskvöldið, sem hann dó. Hann hafði eftir beiðni dómarans skrifað þetta upp eins og stundatöflu og myndu hin ýmsu vitni staðfesta einstök atriði hennar. Sunda- taflan var þanng: Kl. 19.00 fór Sir Nicholas úr húsi sinu við Cadogantorg. 19.0 kom hann í hús við Hanstorg, en kom ekki inn. 19.30 kom hann í Ajaxklúbbinn, Pall Mall, en fór þaðan aftur, svo að segja strax. 19.45 kom hann í húsið nr. 357 í Vik- toríustræti. 21.15 fór liann þaðan aftur. 22.00 kom hann heim til Rollo Brann- ock, bróðursonar sins. 22.20 kom hann ásamt bróðursyni sín- um í matsalinn hjá Critz. 22.30 símaði hann heim til sín. 23.25 fór liann frá Critz einn síns liðs. 23.30—30 var hann í Ajaxklúbbnum. 0.30 fór hann úr klúbbnum, gangandi. Kl. 1.15 fannst hann dauður á Grænatorgi. Porter veik siðan úr vitnastólnum og á eftir honum komu ýmsir leigubifreiðastjór- ar, dyraverðir og burðarmenn, sem staðfestu ineð fáum orðum hin einstöku atriði. George Jones sagðist hafa verið staddur beint á rnóti Ajaxklúbbnum, er á hann var kallað, um kl. 19.30 og hafi hann flutt hinn látna i Viktoríustræti nr. 357. Hann þekti Sir Nicholas i sjón þar eð hann hafði ofl ekið hann áður. Hann hafðí sjeð tilkynn- inguna í blöðunum og gert lögreglunni að- vart þegar í stað. Henry Waller sagði, að liinn látni liefði kallað í sig rjett fyrir kl. 22 á Piccadilly (iircus og liefði hann ekið hann í Ryder- stræti, St. James. Þar hefði hann beðið nokkra stund og liefði lyftudrengurinn sagt sjer, að maðurinn, sem hann var að aka, væri Sir Nieholas Brannock, sem hefði far- ið upp að hitta bróðurson sinn. Skömmu síöar koniu þeir báðir út og ók hann þeim þá lil matsöluhúss Critz. Síðan gaf hann þessu ekki frekari gaum fyr en hann kom lieim seint á sunnudaginn, þá hafði kona hans, sem átti lítið útvarpstæki, sagt hon- um af tilkynningunni viðvíkjandi Sir Nie- holas. Hann gaf sig fram við lögregluna næsta dag. 4'albot. fyrverandi liðþjálfi, nú dyravörð- ur í Ajaxklúbbnum vitnaði, að Sir Nicholas hefði komið þangað kl. 19.30, en farið aftur hjer um hil strax. En kl. 23.30 kom hann aftur og stóð þá við í klukkutíma. Þegar hann fór var hann spurður, hvort ekki ætli að ná í vagn handa honum, en Sir Nic- holas sagðist ætla að ganga, og sagði um leið, að hann liefði trega meltingu, og myndi hafa gott af að fara fótgangandi. I klúbbn- um var útvarpstæki, og það, sem Sir Nic- holas hafði sagt, var símað til Scotland Yard tafarlaust, eftir að tilkynningin hafði heyrst í klúhhinn. Henry Verquer, þjónn hjá Critz, kvaðst liafa borið á borð kvöldverðinn fyrir Sir Nicholas og annan mann með honum. Skömu eftir, að þeir komu, spurði Sir Nic- Iiolas um símann og fór þangað. Þjónninn hafði þekt Sir Nicholas á myndinni í Daily Picture og Rollo þekti hann aftur þar í rjettinum. Þegar fram liöfðu komið fleiri álíka vitn- isbnrðir, sem áttn að staðfesta hin ýmsu at-

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.