Fálkinn


Fálkinn - 09.12.1933, Blaðsíða 3

Fálkinn - 09.12.1933, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bamcastræti 3, Iteykjavík. Sími 2210. )pin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa í Oslo: A n t o n S c h j ö t h s g a d e 14. lilaðið kemur úl hvern laugardag. Vskriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Vllar áskriftanir greiðist fyrirfram. {uyiijsinjjuvcrð: 20 imra millim.eter Horbertsprent, Bankastræti 3. Skraddaraþankar. Núna á krepputímunum þegar lausu þlássin eru svo fá en umsæk- endurnir svo margir, væri eigi úr vegi að minnast á dygð, sem vinnu- veitendur um allan heim setja við háborðið. Það er alúðin. Alúðin er gimsteinn dygðanna, því að hún er dýrust og sjaldgæfust þeirra allra. Hún hefir líka peninga- gildi, því að sá sem hana hefir er duglegri að selja, en aðrir, — þeir ágengu og málóðu meðtaldir. Með kurteysri alúð vinnur maður sam- kepnina við þann, sem máske er miklu duglegri. Brostu! Ekki örsjaldan, eins og það kosti þig áreynslu. Vendu þig á það. Brostu til sjálfs þin fyrir framan spegilinn. Þá verður það eðlilegt þjer og kemur að ómetan- legum notum, ef þú þarft að selja húsmóðurinni ryksugu núna, þegar svo litið er um aurana. Vertu alúðlegur og þá heimtar fólkið að fá að tala við þig. í hvaða lífsstöðu sem er, þarf altaf á alúð- legu fólki að halda. Allar konur vilja eignast slíkan mann og allir menn slíka konu, verkamaður vill alúðlegan verkstjóra og verkstjórinn alúðlegan verka- mann. Og allir vilja vitanlega alúð- lega ættingja. Við þráum alúðlega bílstjóra. lög- regluþjóna, presta og málafiutnings- menn. Komdu, vertu alúðlegur og þá verður samkepnin svo auðveld, að þú ert viss um sigur. Alúðlegt 'fólk lýsir upp stofuna eins og lampinn. Alúðlegur maður er eins og skugg- sælt trje á sólskinsdegi. Hann er eins og svaladrykkur sárþyrstuni manni, eins og andvari í mollunni, eins og matur svöngum, eins og pen- ingar fátæklingi. Vertu alúðlegur! Settu á þig, hvern ig þú átt að haga þjer svo að fólki falli við þig. Gaktu á biðilsbuxunum til allra. Lifið er svo samsett að við skiljum það aldrei. Til þess eru þyrnarnir of margir og vonbrigðin. Og mennirnir þjást of mikið af vork- unnsemi við sjálfa sig. Þessvegna eru þeir óþægilegir. En þú? Þú átt að vera alúðlegur. Reyndu alt —• og vittu svo til hvað skeður. Franlc Crane. Árið 1854 kom ungur maður til Kaupmannahafnar sunnan frá Kiel til þess að gegna herskyldu, því að þá var Kiel danskur bær. Hjet mað- urinn W. Báhncke en faðir hans hafði þá rekið sinnepsgerð í Kiel á þriðja tug ára. Þessi ungi inaður tók eftir því, að sinnepsgerðin í höfuðstað Dana var á mjög ómerki- legu stigi og varð það því úr, að hann stofnaði sinnepsgerð í Höln 20. nóv. 1858. Fyrirtæki þetta, sem nú heitir W. Báhncke & Co’s Fa- briker A.S. hefir á umliðnUm 75 ár- um tekist að verða öndvegisfirma í á asíum, agúrkum og pickles, svo og kryddgerð ýmiskonar og sósu- gerð. Hafa allar þessar vörur fengið mikinn markað hjer á landi. — Verksmiðjan er á Jagtvejen i Kaup- mannahöfn og stjórnaði W. Bahncke fyrirtækinu tii dauða síns, árið 1907 en þá tóku við synir hans tveir, Emil og Albert Báhncks, sem nú eru dánir. Tók hlutafjelag þá við rekstr- inum og Knud Strandberg er 25 ár hafði verið í þjónustu firmans við forstjórn fjelagsins. Hjer að ofan sjest skálinn sem sinnepið er pakk- að, en að neðan bræðurnir E. og A. sinni grein í Danmörku og vörur þess hafa fengið á sig almennings- orð fyrir gæði bæði utan lands og innan. Báhncke tókst eftir margra ára tilraunir, 1860 að finna aðferð tii að ná reikulum olium og feitum olí- um úr sinnepsfræinu og fjekk einka- leyfi á uppgötvuninni; gat hann nú frainleitt sinnep, sem hægt var að hræra út í köldu vatni á 15 mínút- um i stað þess að gamla sinnepið varð að hræra út í sjóðandi vatni og láta það síðan standa í sólarhring áður en það var notað. Hefir sinneps framleiðslan jafnan verið aðalfram- leiðsla firmans, en jafnframt hefir það lengi stundað ediksframieiðslu, hið alkunna Kathrinebjergs-edik, sem er viðurkent fyrir gæði og í sambandi við þá framleiðslu súrsun Báhnke. Staka myndin er af Knud Strandberg. Umboðsmenn firmans hjer á landi eru H. Ólafsson og Bernhöft. Jólavörurnar komu nú með „Dettifoss“. Mikið úrval af Smáborðum, Teborðum, Blómasúlum og mörgu fleiru, sem er afar hentugt til JÓLAGJAFA. Komið því beint í flúsgagnaversl. Rristjáns Siggeirssonar, Laugaveg 13. Sendum gegn póstkröfu. JÓIAGJAFIR, sem eiga að seudast út um land er nauðsynlegt að kaupa nú þegar, komið í Gleraugnabúðina, LAUGAVEG 2 ogskoðið: Gleraugna- hulstur, stækkunargler og spegla, rak- áhöld, barometer, lindarpenna, leóur- veski. skæri o. m. fl. O •v-*' ■m..- O ■••ti.-o O ■tif O •■tiv O l D r c k k i ö 5 \ o■•'IUh OO•■%•«♦ •■'kr*-"lu- Egils-öl O •'Uk- O • O •■'I f Manuel fyrrum konungur i Portú- gal, sem dó 1932, ánafnaði í arf- leiðsluskrá sinni Portúgalsríki allar eignir sínar og skyidi þeim varið til eflingar allskonar visindum. Nú hefir ekkja hans, Ágústa Victoría drotning afhent stjórninni arfinn. Listasafn mjög merkilegt átti kon- ungur og verður það selt en and- virðinu varið til að byggja landbún- aðarskóla. Þá átti Manuel einnig um 200 búgarða og hallir hjer og hvar um landið. Hann var rikasti maður- inn í Portúgal. Ekkjan Jóhanna Árnadóttir frá Brekkum nú á Laugaveg 70, varð 70 ára 8 þ. m. Sigríður Magnúsdóttir fyrv. hjúkrunarkona tí Vífilsstöðum varð 70 ára 5. þ. m. Obrjótanlegu úrglösin fást hjá öllum úrsmiðum. ♦<=>♦<=3 ♦<=>♦€=> ♦<=S4C=> C=>4C=>^ C=>^C=>^ Allar fáanlegar íslenzk- ar bækur og erlendar bækur um margskonar efni fyrirliggjandi eða útvegaðar fljótt. Sömu- leiðis öll erlend blöð og tímarit. RITFONG allskonar, fyrir skrif- stofur, skóla og heimili, sjálfblekungar o. m. í'l. Allar panianir utan af landi af- greiddar fljótt gegn póstkröfu. E.P.BRIEM Bókaverzlun, Austur- s’.r. 1. — Simi 2726. — REYKJAVÍK. Best að anglýsa i Fálkanum

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.