Fálkinn


Fálkinn - 09.12.1933, Blaðsíða 9

Fálkinn - 09.12.1933, Blaðsíða 9
F Á L K I N N 9 / London eru starfandi skólar, sem kenna afgreiðslufólki í verslunum vörukönnun d ítarlegri hátt en áður hefir þekst. Hjerna á myndinni sjást stúlkur sem eru að skoða lclæði undir smásjá, til þess að komast að hve vandað það sje. Síðan fjárhættuspil var leyft víða í Frakklandi hefir þótt nauðsynlegt að koma upp námskeiðum iil að kenna ungum mönnum að hafa umsjón með spilinu. Myndin er af slíku námsskeiði. Á októberhátíðinni í Miinchen, sem sagt hefir verið frá hjer i blaðinu eru allskonar skemtanir og sýningar hafðar um hönd. Meðal annars er þar jafnan nautgripasýning og er myndin hjer að ofan af bolanum, sem vann fyrstu verðlaun á sýn- ingunni i haust. Hoover-garðurinn sem verið er að byggja i Kaliforníu er eilt af mestu mannvirkjum í heimi. Myndin sýnir hvað þetta mann- virki er komið á veg. Það á að kosta 1800 miíjónir krónur. 1 Suður-Dakota er verið að höggva höfuð nokkurra helstu forseta Bandaríkjanna út í ldett. Hjer á myndinni sjesl höf- uð Washingtons, sem nú er langt komið. Það er danski mynd- höggvarinn Gutzon Börglum, sem stendur fyrir þessu verk'.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.