Fálkinn


Fálkinn - 09.12.1933, Blaðsíða 11

Fálkinn - 09.12.1933, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 Yngstu lesendurnir. Áður galdrar -- nú eðliiegt. Ýmislegt af hugvifi því og vjela- vísindum, sem hugvitsmenn vorrar aldar og hinnar siðustu eru taldir upphafsmenn aö, reynist þegar bet- ur er að gáð hafa verið til á löngu liðnum timum, þó í annari mynd sje en nú og þó að hinar marg- brotnn vjelar sem nú eru notaðar til þess að gera þetta arðvænt, hafi þá ekki verið til. Löngu liðnir for- feður vorir þektu ekki þessar vjelar og tæki, en þeir hagnýtfu sjer nátt- úruöflin á annan hátt. Er auðvelt að benda á dæmi til sönnunar þessu, því að ýmsar gamlar heimildir eru til um það, hvernig menn notuðu náttúruöflin í gamla daga. Það voru einlcum prestar eða goðar hinna fornu menningarþjóða, sem vissu jafnlangt nefi sínu; þeir voru vís- indamenn þeirra alda og kunnu margt, sem fáfróðum almenningi þótti ekki einleikið. En þeir kærðu sig ekkert um að vera að skýra 'fjöldanum frá, hvernig á þessum fyr- irbærum stæði og þessvegna trúðu menn því, að þessir prestar væri fjölkunnúgir milligöngumenn goð- anna og fólksins, því að þá var fólk fúsara á að færa goðunum fórnir en það hefði annars verið. Undra-gnfu vje l in. í einu af musterunum í Bahylon var kringum 1800 árum f. Kr. til undragoð eitt, sem gerði marga ó- trúlega hluti, en það hefir komið í ljós síðar, að þessi undirstaða bygð- ist á líkum úthúnaði og nú er al- kunnur af gufuvjelinni. Þegar verið var að undirbúa hinar miklu fórnar- hátíðir var sjóðheitu vatni helt í stórt vatnsker undir fórnarskálinni. Þegar hátíðin svo hófst og farið var að kynda eldinn í fórnarskólinni óx eimþrýstingurinn í kerinu, sem var lokað. Gufan var leidd hurt úr ker- inu gegnum pípu undir skurðsgoðs- myndinni og inn i hólk, en í honum var stimpill eða bulla, sem hreyfðist til og frá undan gufuþrýstngnum og hreyfði um leið handleggi skurðgoðs ins, svo að líkast var því og að það blessaði yfir söfnuðinn. Á myndini hjer að ofan eru líka náttúruöfl og hofgoðar með í leikn- um, en nú er það ekki gufa heldur hitað loft, sem er notað til að gera kraftaverkin. Goðin áttu sjálf að opna hurðina inn að því allrahelg- asta, en þetfa tókst aldrei fyr en eftir margra daga bænir og ákall, sem fólkið hafði framrrii til að mýkja reiði goðanna. Þegar allar bænir urðu árangurs- lausar gripu prestarnir til síðasta örþrifaráðsins: þeir kveiktu bál í fórnarskáiinni við dyrnar; bænirnar voru endurteknar og nú laukst hurð- in loks upp. Undir skálinni var tómarúm, en úr henni gekk pípa niður i gólfið og ofan í ker nreð vatni, sem var fólgið undi’r gólfhellunum. Þegar bálið var kveikt hitnaði ioftið undir skálinni og þrýstist eftir pipunni niður i vatnið, sem svo aftur þrýst- ist yfir í fötu, sem svo smáfyltist. En fatan hjekk i bandi, sem fest var í hurðina og þegar fatan þyngd- ist gekk hurðin upp, á sama hátt og draglóð eru notuð til þess að loka hurðum aftur. Svona var nú jrað kraftaverkið. Næsta dæmið er tekið frá Egypla- landi eins og það síðasta, enda voru Egyptar ein mesta menningarþjóð fornaldarinnar og prestar þeirra eru frægir fyrir kunnáttu sína, sem að sömu leyti hefir ekki orðið lýðum ljós fyr en nú á síðustu áratugum. Snyrtilegt, unglegt úilit er besta eign konunnar. .. . ekki aðeins í sam- kvæmislífinu hcldur einnig í daglegri umgengni. Hyggnar hútímastúlkur eru aldrei guggnar cða þreytulegar útlits. Þær iöfra fram blómlegan þokka með „Khasana Superb Rouge“ á kinnunum og „Khasana Superb- varastifti". „Khasana Superb“ breyt- ir hörundslitnum í samræmi við hör und hverrar einstakrar dömu og þessvegna eru áhrif þess altaf svo eðlileg. — „Khasana Superb“ þolir „hvass- viðri, vatn og kossa“. Látið „Khasana Superb“ hjálpa yður til þess að viðhalda og auka feg- urð yðar. K O N A N sigrar með yndisþokkanum. PR.M.ALBERSHEIM, FRANKFURTA.M./PAR1S u.LONDON Aðalumboð fyrir ísland: H. Ólafsson & Bernhöft. Fyrsla kvikmyndahúsið. Þegar mannfjöldinn hafði safnast saman í musterunum var kveiktur eldur í skál einni í musterisveggn- um og svo var reykelsi stráð á eld- inn smátt og smátt til þess að fá goðin til að sýna sig. Þetta tókst að jafnaði eftir löng bænaráköll og „undrafagurt" andlit kom fram á veggnum, hjúpað i reykelsisreykn- um. Við þetta notuðu prestarnir ofur einfalt bragð. Þeir höfðu spegla úr málmi sem þeir gátu notað til að kasta myndum af goðalíkneskjun- um á vegginn. Jleð því að hreyfa spegilinn gátn þeir látið myndirnar hreyfast, en reykurinn var látinn leika um myndirnar svo að svikin sæust siður. Snemma á öldum höfðu sjófarend- ur fyrir sið, að festa fágað sverð við siglutoppinn á skipum sínum til þess að verjast eldingum. Þetta var þó talin goðgá, einskonar storkun til þrumuguðsins Júpíters, en menn gerðu það nú samt. Númi, sem Rómverjar töldu kræf- an galdramann notaði lika sverðs- odd sem eldingavara. Hann var uppi 400 árum f. Kr. og setti sverðsodd gegnum^ þakið á hofi Juno. Þegar þrumuvéður gengu léku eldingar um þessa sverðsodda. Tullus Hostilius, sem var að káka við eftirlíkingar á göldrum Núma beið bana af eldingu frá sverðsoddi og þótti Núma það rjettmæt hefnd og sýna, að enginn kæmist til jafns við hann sjálfan. Tóta frænka. Veðlánari var vakinn um miðja nótt við ákafar hringingar. IJann lauk upp og við dyrnar stóð fullur maður og spurði hvað klukkan væri. Veðlánarinn varð fokvondur og hótaði að sækja lögregluna. — Það er engin ástæða til að reiðast yfir þessu, sagði fulli mað- urinn. Mjer finst eðlilegt að jeg komi til yðar til að spyrja um hvað klukkan sje því að jeg veð- setti yður mína í gær. Aðrar listir. Fyri rrenn ari Fran kl i n s.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.