Fálkinn


Fálkinn - 20.01.1934, Blaðsíða 11

Fálkinn - 20.01.1934, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 VNGSM LErtNbURNIR bæði höfðinu og bakinu í skjól fyr- ir árás fálkans. En vitanlega er öll vörn árangurslaus. Einasta vopnið í þessari viðureign var vitanlega flótt- inn, en úr því að hann mistókst verður litli fuglinn að horfast í augu við dauðann. Snarrœöi, kœnska <>g fimi. Maður þarf hvorki að horfa á hana áflog eða nautaat til þess að sjá dýrin beita kænsku og fimi. En líttu á myndina hjerna. Hún er ekki af íslenskum dýrum, en þú getur lærl af henni samt. Mörðurinn er versti óvinur ikornans og eltir hann grein af grein á trjánum i skóginum. íkorninn, þetta veslings litla nagdýr, flýr út á broddana á greinunum og þegar ínörðurinn reynir að lirista greinina, svo að ikornið detti niður, þá hoppar hann á grein á næsta trje. Mörðurinn getur ekki l'arið sömu lciðina og þessvegna þeytist hann ofan og upp í trjeð, sem íkorninn er kominn i núna og svo byrjar elt- ingarleikurinn að nýju. Og í þessum leik um líf og dauða er taflið ekki eins ójafnt og, oftast er. Þvi að vísu er mörðurinn bæði stærra og sterk- ara dýr en íkorninn, en sá síðar- nefndi notar sjer l)að, að hann er svo Ijettur og kemst út á greinar, sem eru svo veikar, að þær geta ó- mögulega borið mörðinn. Og þess- vegna fer það svo, að íkorninn sleppur óft undan óvininum. Að skjótast undan. Þú hefir sálfsagt tekið eftir því, að þegar þið eruð í eltingarleik i frístundum ykkar i skólanum gripur þú ofl til þess, að breyta alt í einn um stefnu og hlaupa í þveröfuga átt við það„ sem sá er elti þig bjóst við. Sá sem eltir þarf sem sje altaf dálítinn tíma til að taka stefnuna á eftir þjer; hann hleypur of langt og á meðan hefir þú fengið tækifæri til að fjarlægjasl hann. Sama ráðið nota ýmsir fuglar og sama ráðið notar bjerinn, þegar hundurinn, sm er svarinn óvinur hans, er að elta hann. Hjerinn gerir þetta víst ekki af ásetlu ráði eins og þú, heldur er það eðlishvöt, sem stjórnar því að hjerinn fer svona að ráði sínu. Eðlishvötin er merkileg. Hún er líka til hjá mönnunum, en ekki nærri eins þroskuð og hún er hjá dýrunum. Því að mennirnir hugsa skýrar, og þessvegna þurfa þeir síður á eðlishvöt að halda. En þrátt fyrir það, er eðlishvötin stund- um áreiðanlegri en alt vitið í manns- kollinum. Það hefir þráfaldlega kom- ið fyrir, að maður villist en hestur- inn hans ratar heim og fer heim, þó að maðurinn sem á honum situr haldi, að hesturinn sje að fara í ramnúifuga átt. Tóta frtvnka. Eins og þú víst hefir lært i nátt- úrufræðinni þinni þá eru öll dýr jafnvel þau veikustu og óásjálegustu búin einhverjum vopnum, annað- hvort til sóknar e@a varnar. Jafnvel helsærður snjótitlingur, sem hefir orðið fyrir högli úr byssu, reynir ag högga með litla nefinu sinu höndina, sem ætlar að grípa hann, eða hann reynir að klóra óvin sinn með veikbygðum klónum. Svo er líka um dýrin, sem annáluð eru fyrir það, að þau sjeu rög og hrædd og sem altaf leggja á flótta, þegar þau verða vör við hættuna; þau reyna að verja sig þegar út i hættuna er komið. Móðurúst. En þegar um það er að tefla að verja ungana sína eða börnin sín þá sýna hjerumbil öll dýr, svo mikið hugrekki, að maður hlýtur að undr- ast það. Dýrið, sem er að verja ung- ana sína hikar ekki við, að búasl til varnar móti óvinum, sem það ann ars mundi flýja undan þegar í stað. Það hikar jafnvel ekki við að ráð- ast á þá, ef því finst óvinurinn koma of nærri. Svona er umhyggjan fyrir al'kvæminu mikil. Á myndinni hjerna að ofan sjáið þið eitt dæmið um þetta. Þar er rádýrið að verja kiðl- inginn sinn fyrir ásókn tófunnar. Þú hefir sjálfsagt tekið eftir ein- hverju svipuðu. Til dæmis hefir þú efaust orðið var við, að ef þú kem- ur nærri hænu, sem er með unga- hópinn sinn, þá er hún til með að gana beint á þig, með miklum gaura- gangi, þó að þú ætlir ekki að gera ungunum hennar neitt. Og venjulega ert það þú, sem flýrð undan hæn- unni — hún hættir ekki fyr. Særður, en þó búinn til varnar. gegn ofureflinu, jalnvel eftir að þeir eru helsærðir, og sumar góðar skytt- ur hafa liengt byssuna sina upp á vegg fyrir fult og alt, vegna þess að þeir urðu fyrir svo átakanlegum dæmum um vörn ósjálfbjarga dýra, að þeir vildu ekki eiga á hættu, að hálfdrepa dýr og þurfa að horfa á helstríð þess og síðustu fjörbrotin. Hjerna á myndinni að framan sjerðu hegra, sem hefir fengið skot í sig, en býst samt til varnar gegn óvin- inum og lætur ekki undan fyr en hann má til. Meira hugrekki. En nú skulum við víkja að bar- áttu dýranna innbyrðis, því að hún er margfalt viðtækari en barátta dýranna gegn manninum. Líttu á litla fuglinn á þessari mynd og sjáðu hvernig hann hefir búist til varnar gegn grimma óvininum, einu af rán- dýrum fuglaríkisins, sem hefir sleg- ið hann til jarðar. Litli fuglinn lief- ir bæði nef og klær í frammi til þéss að verjast gegn ofureflinu. Sjáðu hvernig hanri hefir reynt að koma Alll með islensktmi skrpum1 »fi Dýr í bardaga. Spurðu fuglaskyttuna um þetta. Margur veiðimaðurinn kann að segja frá fuglunum, sem reyna að verjasl ENSKUR STUTTHYRNINGUR. Myndin hjer að ofan er tekin á nautgripauppboði sem nýlega var haldið í Englandi og sýnir kú af stutthyrningakyni, sem seld var þarna fyrir of fjár, enda hafði hún áður fengið heiðursverðlaun kon- ungs á gripasýningu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.