Fálkinn - 20.01.1934, Blaðsíða 15
F A L K I N N
15
ú
:
' , *
: ,
■ ' 1 V;
•$ v '■',
-'■'. -, •^V-.. „-.v,,
•'. .'.'■';S>: :'
...........;'•
v'rVíí.-^-.V.VÍí.^Xj'".:
V-••',-- -'"•:• - '-• •y.--,—
#íí#
ír 'Æ>■<*:<«-rT>
Wpl' Ml«' ■ ...fjSwrtfr
Framh. af bls. 2.
Þetta er prýðilega vei leikin
riiynd. Þarna skiftist á gaman og
alvara og myndin snertir marga
viðkvæma strengi. Einn þátturinn
í myndinni er skopleg stæling á
Hkum þætti úr Grand Hotel, þar
sem Marion Davies hermir eftir
Gretu Garho. — í smærri hlutverk-
Um eru ýmsir kunnir kvikmynda-
leikendur, svo sem Clyde Cook,
Jimmy Durante og Rocky Twins.
Biliie Dove, sem ieikur Lottie var
sjálf upprunalega dansmær á Zieg-
field Follies i New York og kann
sig því í hlutverkinu. Þessi ágæta
liiynd verður sýnd hráðlega a
GAMLA BTÓ .
JEG ER ALVEG
HISSA
Nú á páfinn í Róm bráður að
fá að sjá hljómmynd i fyrsta skifti
4 æfi sinni. í tilefni af árinu helga
var tekin hljómmynd af páfagarði,
sem sýnir það helsta í kirkjuríkinu,
hæði Vatíkanið sjálft og hina undur
fögru garða þess. í myndinni heyr-
ast einnig klukkur Peturskirkjunn-
ar, drengjakórinn i kirkjunum og
orgelsnillingar páfahirðarinnar.
Mynd þessi verður ekki sýnd á
k vi k my n d ahúsu num.
Einkennilegt óhapp kom fyrir í
Kaupmannahöfn rjett fyrir jólin.
Fuglakaupmaður nokkur hafði
kveikt á gasi í verzlun sinni eiít
kvöldið áður en hann fór heim til
sín, til þess að ekki skyldi verða
of kalt í búðinni um nóttina. Þeg-
ar hann koni aftur voru allir fugl-
arnir, um 1000 talsins, og tveir apar
dauðir. Hafði gasslangan lekið og
dýrin drepist af eitrinu.
—---x—-—
Heyrst hefir að um tvö þúsund
skólum í Bandaríkjunum hafi verið
lokað, vegna þess að peningar eru
engir handbærir til skólahalds. Á
afskektum stöðum fá börnin enga.
kenslu. Barnakennarar eiga sem
svarar 40 miljón dollurum inni-
standandi af kaupi sínu, hjá bæj-
ar og sveitafjelögum.
----x----
Ungur piltur fanst nýlega aðfram
kominn á götu i London og var
fluttur á sjúkrahús. Kom það á
daginn, að hann er sonur eins rik-
asta mannsins i Ivanada. Hann hafði
orðið ósáttur við föður sinn, sem
hafði kallað hann landeyðu og sagt,
að liann mundi ekki geta komist ai
upp á eigin spítur í eitt ár. Þessu
reiddist sonurinn og þeir veðjuðu
um málið og pilturinn fór til Eng-
jands. Vegnaði honum vel fyrst í
stað, en varð svo atvinnulaus og
hafði hvergi höfði sínu að að halla.
Hann vildi ekki skrifa heim og
kaus heldur að örmagnast af sulti.
----------------x----
Æðsti maður Armenakirkjunnar
í Ameriku, Leon Tourian erkibiskup
var myrtur á aðfangadagskvöld
frammi fyrir altari armensk-ka-
þólsku kirkjunnar i New York. Með-
an á messugerðinni stóð rjeðst
flokkur launmorðingja upp að al-
tarinu og drápu biskupinn i augsýn
alls safnaðarins, sem ekki áttaði sig
á því sem var að gerast fyr en eftir
á. Aðeins tveir af morðingjunum
náðust.
DÓMURINN í BRUNAMÁLINU.
Nú hefir van der Luhbe verið
hálshöggvinn og mælist það heldur
illa fyrir. þvi að hvorltveggja var
að ekki eru lög til að dæma menn
til dauða fyrir íkveikju og svo hitt,
að Lubbe hefir að flestra áliti ekki
verið sjálfráður gjörða sinna. I'ór
aftaka hans fram 9. janúar, rúmum
hálfum mánuði eftir að dómurinn
fjell. Myndin er úr rjettarsalnum
Auiiísið i Fálkauuin.
í Leipzig og sjást nokkrir af þeim sem
við málið voru riðnir. Efst til vinstri
van der Lubbe ásamt hinum holl-
enska túlk sínum, lil hægri dr.
Bunger dómstjóri. Að neðan dr. Sach
verjandi Torglers, sem hjelt áhrifa-
mikla varnarræðu fyrir hann og bak
við hann er Torgler. Þá sjest opin-
beri ákærandinn, dr. Werner (x)
neðst á myndinni.
JÓLAMAÐURINN í NEW YOlíK.
Ameríkuménn eru stórskornir i
auglýsingastarfsemi sinni og mynd-
in sem hjer fylgir er ein söiinun
þess. Fyrir jólin í vetur var byrjun
jólamarkaðsins auglýst með þvi, að
láta ,jólamanninn‘ sem sjest á mynd-
inni gaiiga um heístu göturnar. Er
þelta uppblásin gúmmíblaðra, 20
metrar á liæð, en til þess að halda
henni í rjettum stillingum eru mörg
stög fest i blöðruna og lialda menn
í stögin. Auglýsingin hafði áhrif;
fólk þyrptist saman á götunum hvar
sem ferlíkið fór um.
MINNISYARÐI WRIGHT-BR/EÐR-
ANNA.
Minnismerki það, sem sjest hjer
á myndinni hefir nýlega verið af-
hjúpað í Bandaríkjunum. Er það
yfir bræðurnar Wilbur og Orville
Wright, sem fleslir télja aðalfrum-
uði fluglistarinnar og nú eru báðir
látnir. Fæddist Wilbur 1807 og dó
1912 en Orville var fjórum árum
yngri og andaðist fyrir nokkrum ár-
um. Bræður þessir tóku sjer fyrir
hendur, að vinna að smíði flugvjel-
ar á sama grundvelli og Þjóðverj-
inn Otto Lillienthal, að smiða eins-
konar flugdreka með fastri grind,
þannig að loftið gæti borið hann
uppi og mann í. Brátt komust þeir
að þeirri niðúrstöðu, að nauðsynlegl
væri að setja hreyfil i drekann og
i mörg ár gerðu þeir tilraunir með
orkuknúna flugvjel og tókst loks að
fljúga 19 km. samfleytt árið 1904.
Þessar tilraunir gerðu þeir allar í
kyrþei á afviknum stað, en árið
1908 gáfu þeir almenningi vitneskju
um flugvjel sina, sem nú var orðin
miklu fullkomnari og urðu heims-
i'rægir inenn i einni svipan. Þessi
vjel Wright-hræðra var tvíþekju-
kassavjel, eins og margar hinar fyrstu
flugvjelar og ýms undirstöðuatriði
í byggingu hennar eru notuð við
flugvjelasmíði enn i dag.