Fálkinn


Fálkinn - 29.09.1934, Page 5

Fálkinn - 29.09.1934, Page 5
F Á L K I N N o Stúlka ein í Portugal dó nýlega, 50 ára gömul. Síðustu 44 ár æfi sinnar hafði hún ekki nærst á neinum föstum mat. Þegar hún var tólf ára fjekk hún malaria og nærð- ist í næstu tvö ár ekki á öðru en sykurvatni. Hjelt hún þessu svo á- fram eftir að hún var orðin heil- brigð og hefir ekki nærst á öðru en sykurvatni, hafraseyði og þvi- liku til dauðadags. -----x---- Pametta að nafni. Hann og annar maður til, sem talinn var lionum jafnsekur, voru drepn- ir skömmu á eftir, en allir hin- ir uppreisnarmennirnir liand- teknir.------- Morðið vakti ákafa gremjn þjóða þeirra, sem andvigar eru Þjóðverjum og enda fleiri. Sök- inni var sem sje skelt á Þjóð- verja og mun það vera með full- um rökum. Síðustu þrjú missir- in hefir eigi lint undirróðri og æsingum frá miðstöð nazisla í Múnchen og áskorunum til austurríksra skoðanahræðra, að hrinda Dollfuss af höndum sjer. Og svo gerðist annað verra. Sendiherra Þjððverja í Wien, dr. Rietli að nafni, l'lónskaðist til þess að gefa austurrískum nazistum vega- hrjef til landamæra Þýskalands svo að þeir gæti forðað sjer úr landi. Þótti það sanna sök Þjóð- verja. En vitanlega setti llitler þetta sendiherraflón af undir eins og kvaddi hann heim. I lians stað skipaði hann von Papen varakanslara sendiherra i Wien og sló þar tvær flugur i einu höggi: að losna við vara- kanslarann og sýna Austurrík- ismönnum sóma með því að senda þeim svo háttsettan mann. Þó var talsverður urgur í Austurríki útaf skipuninni. Annað var það, að landrækir austurrískir nazistar í Þýska- landi gripu til vopna og ætluðu að ráðast inn í Austurriki og halda byltingunni áfram. Voru þeir famir að draga l:ð að landa- mærunum í samráði við nazista- miðstjórnina í Múnchen og þetta varð til þess, að Mussolini sendi her að landamærunum. Austur- ríkismenn báðust aðstoðar þjóð- bandalagsins og ýmsra þjóða til þess að afstýra innrás i landið og leit nú svo út, sem all mundi Þessi mynd er tekin fyrir utatn útvarpsstöðina í Wien, eftir að stjórnarjiðið hafði náð byggingunni á sitl vald aftur. Sjest lögregla og hermenn á verði við dyrnar, sem uppreisnarmenn liöfðu látið rigna i’ir vjel- byssunum út um, meðan þeir voru að senda tilkynninguna frægu. Indverskur sheik, Hanif að nafni var nýlega dæmdur til dauða fyrir að hafa drepið fjögra ára gamlan son sinn. Fyrir rjettinum hjelt sheikinn þvi fram, aS hann væri saklaus og meira en það. Hann hefði heyrt innri rödd skipa sjer að fórna syni sínum og þá mundi hann verða helgur maður. Þessvegna fór hann með son sinn inn í musterið og sagði honum að leggjast þar á hnje og hiðjast fyrir. Og meðan barnið var að biðjast fyrir tók faðir þess upp sveðju og skar það á háls. Nýja stjórnin í Austurríki: Efri röð frá v.: Fritz Stockinger verslunar- og samgöngumálaráðherra, Fey major innanríkisráðherra, Odo v. Neustádter-Stiirmer (fjelagsmálaráðherra) og Starhemberg fursti’, vará- kanslari og öryggisráðherra. Neðri röð frá v.: Dr. Karl Buresch fjármálaráðherra, dr. Kurt Schuschnigg kanslari, hermála-, kenslumáia- og dómsmálaráðherra, og Egon v. lierger-Waldenegg, utanríkisráðherra. komast í bál og brand. En Hit- ler stöðvaði með valdboði lið- safnað nazista og jafnaðist þá málið. Uppreisnarmennirnir böfðu lýst yfir því í útvarpinu, að dr. Anton Rintelen sendiberra mynd aði nýju stjórnina. Hann var handtekinn undir edns og vakti illan grun á sjer með þvi að reyna að fremja sjálfsmorð i fangelsinu. En ekkert hefir á liann sannast um það, að liann hafi verið i vitorði með sam- særismönnum. Sumar fregnir hendluðu Starhemberg fursta við uppreiánina, en það mun bafa verið út í bláinn, því að nann kom þegar i stað til mála, sem kanslaraefni nýju stjórnarinnar. Lika var Fey hershöfðingi nefndur til starfans. Það varð þó hvorugur þeirra. Schuscbnigg, hinn setti kansl- ari, var skipaðaur kanslari á- fram. Er bann ungur maður, aðeins 36 ára og lítið kunnur. Það sem, einkum mun hafa ráð- ið því, að hann var tekinn fram yfir bina er það, að hinir eru báðir hermenn, en Miklas for- seta og þjóðinni yfirleitt mun finnast, að þjóðin liafi orðið of mikið af hernum að segja og að liann sje farinn að vaxa benni yfir höfuð. Kyrt hefir verið að kalla i Austurríki síðan um byltinguna og úti um landið varð ekki róstusamt svo heitað gæti bylt- ingardagana nema helst í Steyer- mark. — En Austurríki hefir ekki bitið úr nálinni enn. Naz- staflokkurinn þar er að vísu fá- mennur, en hann á Þýskaland á bak við sig og þar mun eldur- inn halda áfram að brenna. En einvaldsstjórnin austuríska á annan andstöðuflokk hættulegri þ'ar sem er hinn fjölmenni soci- alistaflokkur. Hann gleymir ekki viðburðunum í fyrravetur og hvenær sem vera skal getur logað upp úr þeim glæðum. í bænum Slovenski Brod í Búlg- aríu er sterkur maður sem heitir Iontcha Leskar. Hafði hann ákaf- lega gaman af að sýna krafta sína. Nýiega gaf hann kunningja sinum högg á brjóstið, svo liart að sá sem fyrir varð hnje niður meðvitundar- laus. Var farið með hann á spítala og þar dó hann skömmu síðar. Nú hefir sterki maðurinn verið kærðnr i'yrir morð. ----x----

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.