Fálkinn - 29.09.1934, Qupperneq 6
6
F Á L K I N N
Hjegómagirni og grávara. “h.„„.
Þegar „Dengsi“ Brady fjell ó-
vígur fyrir dökkbláu augunum
hennar Molly McKeevers, þá
dró hann, sig út úr fjelagsskap
„StrompbræSra“. Þetta nægir
sem sönnun fyrir tungumýkt
ungra kvenna og fyrir trygð og
fastheldni mannsins. Ef þú, sem
þetta lest, ert karlmaður, þá
getur þú orðið slíkum áhrifum
að bráð fyrir klukkan tvö á
morgun, en sjertu kona, vona
jeg að bvolpurinn þinn flaðri
upp um þig að morgni dags
með köldu trýni — sem merki
um lieilsu hundsins og liamingju
sjálfrar þín.
„Strompbræðúr“ drógu nafn
sitt af smáhverfi i borginni,
sem kallað er „Strompurinn“
og er mjótt og eðlilegt áfram-
hafd af alþektum borgarhluta,
binu svonefnda „Djöflaeldhúsi“.
Ræman, sem kölluð er Stronrp-
urinn, liggur milli Elleftu og
Tólftu götu og árinnar og beyg-
ir í skarpan sótugan olnboga
við litla lystigarðinn, De Witt
Clinton lystigarð, sem liggur þar
einmana, heimilislaus og for-
lapaður. Þegar athugað er að
strompurinn er nauðsynlegur
liverju eldhúsi, þá er aðstaðan
skiljanleg. Yfirmennirnir í
„Djöflaeldhúsinu1 ‘ eru margir
og „Strompbræður“ bera merki
þeirra.
Meðlimir þessa óskráða, en
alþekta bræðralags, sýndust eyða
árum sínum á götuhornum,
skrýddir sem „akursins liljur
grös“, sívinnandi með nagla-
skeflum og vasahnífum. með
þessu háttarlagi auglýstu þeir
sakleysi sitt; þeir hjeldu uppi
meinlausu samtali með 200 orða
orðasafni sínu, sem fyrir ókunn-
ugum leit eins meinlaust og
einskisvert út og samtöl, sem
fara fram á samkomustöðum
nokkrum húsum austar. En
„Strompbræðurnir voru ekki
eins meinlausir og þeir litu út
fyrir, þegar þeir stóðu á sýn-
ingarsvæðinu og lögðu annað
og meira fyrir sig, en að hand-
snyrta sig og prýða götuhornin.
Þeirra alvarlega starf var að
losa borgarana við peninga sína
og önnur verðmæti. Þeir gerðu
þetta helst með einkennilegum
og óvanalegum brögðum, háv-
aða og blóðlsúthellingalaust; en
hvenær sem borgari, sem þeir
heiðruðu með liugulsemi sinni,
neitaði að rýja sig virðulega,
þá gat hann búist við, að mót-
mæli hans yrðu skráð á sjúkra-
húslista eða lögregluskrá.
Lögregjan hjelt „Strompbræðr
um“ i stöðugum ótta og aga.
Eins og hin laðandi hljóð næt-
urgalans heyrast oft í dýpstu
skuggum skógarins, eins rauf
hljóðpípa lögreglunnar oft þögn
næturinnar í hinum þröngu og
löngu smugum Strompsins, þeg-
ar hún kvaddi til sín aukalið.
Þegar rauk upp úr „Strompn-
um“, þá vissu bláklæddu menn-
irnir altaf, að eldað var í
, Djöflaeldhúsinu“.
„Dengsi“ Brady lofaði Molly,
að bann skyldi vera góður dreng
ur. „Dengsi" var lijegómlegasti
slerkasti, varfærnasti og hepn-
asti ráðabruggari flokksins. Þess
vegna sáu strákamir eftir að
missa liann. En þeir horfðu á
fall hans til dygðugs líferuis- án
mótmæla. Þvi i „Eldhúsinu“ er
það hvorki álitið ókarlmannlegt
eða óheiðarlegt fyrir pilt, að
gera eins og stúlkan hans óskar.
Svertu á henni augun, í ástar-
innar nafni, ef þú vilt; en það
er bara rjett og gott að gera
alt, sem hún óskar að þú gerir.
„Á jeg að skrúfa fyrir ban-
ann?“ sagði Dengsi eitt kvöld,
þegar Molly bað hann grátandi
að bæta ráð sitt. „Já, jeg skal
fara úr flokknum. Þú verður
mín og við lifum einföldu lífi.
Jeg segi þjer satt, Moll — jeg
skal fá vinnu og eftir ár eæum
við gift. Jeg ætla að gera það
fyrir þig. Við fáum okkar ibúð,
bljóðpípu, saumavjel og gúmmi-
trje og lifum eins heiðarlega
og við getum“.
„Ó, Dengsi minn“, sagði Molly
og þurkaði andlitsduftið af öxl-
inni á honum með vasaklútnum
sínum. „Jeg er fegnari að heyra
þig segja þetta, en þó að jeg
eignaðist alla New York. Við
getum verið liamingjusöm með
svo litið“.
„Dengsi“ leit ögn svartsýnn á
hreinu, hvítu handstúkurnar og
glampandi gljáskóna sína.
„Aðalerfiðleikarnir verða í
vefnaðarvörudeildinni“, sagði
bann. „Jeg bef altaf viljað vera
klæddur eins og kongur, þegar
jeg hef getað. Þú veist að mjer
er illa við ódýr föt, Moll. Jeg
var sextíu og finim dollurum
fátækari fyrir þessi hjerna. Alt
sem jeg hef látið utan á mig,
hefur orðið að vera eins og
steypt, annars hefir það mátt
fara í tuskubúðina fyrir mjer.
En ef jeg fer að vinna, þá hef
jeg ekki edns mikla aura handa
litla manninum með stóru skær-
in‘.
„Kærðu þig ekki um það,
Dengsi minn. Mjer líst jafnvel á
þig í blárri peysu og í rauðum
bíl“.
Áður en „Dengsi“ varð svo
stór, að hann gæti barið á pabba
sínum, þá bafði hann orðið að
læra blýþekjaraiðn. En hann
rjeði sig sem aðstoðarmann og
það er yfirmaðurinn, en ekki
aðstoðarmaðurinn, sem gengur
með demanta á stærð við kríu-
egg og lítur með fyrirlitningu á
marmarasúlurnar á húsum stór-
borganna. Átta mánuðir liðu eins
þægilega og eðlilega og þeir
hefðu liðið fram hjá á leiksvið-
inu. Dengsi vann af krafti við
pípurnar sínar og brasiði, án
þess að sýna nokkurn vott, þess,
að honum ætlaði að „slá niður“.
„Strompbræður“ hjeldu áfram
ránsferðum sínum á aðalgötun-
um, rotuðu lögregluþjóna, rjeð-
ust á menn, sem voru seinl á
ferli, fundu upp nýjar aðferðir
við friðsamleg rán, líktu eftir
klæðaburði manna á Fimtu-
götu og liálsbindum þeirra og
lifðu yfir höfuð i lagaleysi eftir
aukalögum sinum. En Dengsi
var staðfastur og trúr Molly
sinni, jafnvel þó að! gljáinn væri
farinn af nöglum hans og þó
að hann væri fimtán mínútur
að binda rauðbláa hálsbindið
sitt til að slitnu staðirnir sæj-
ust ekki.
Eitt kvöld kom hann heim til
Molly með dularfullan böggul.
„Opnaðu hann, Molly“, sagði
liann drjúgur og rólegur, eins
og hann átti vanda til. „Þú átt
þetta“.
Molly reif umbúðirnar utan
af með ákafa. Hún hljóðaði upp
yfir sig og heill hópur af litlum
McKeevers krökkum þursti inn
og sjálf mamma McKeevers
hljóp frá uppþvottinum, eins
og ótvíræður afkomandi frú Evu
sálugu.
Moll\r hljóðaði aftur, þegar
eitthvað dökt, langt, í mörgum
búgðum vafðist um hálsinn á
henni eins og höggormur.
„Rússneskur safali“, sagði
Dengsi hreykinn; himinlifandi,
þegar rjóða kinnina á Molly
bar við mjúkt skinnið. „Ósvikið.
Þeir búa ekkert til í Rússlandi,
sem er of gott lianda þjer,
Moll“.
Molly stakk liöndunum inn í
handskjólið, ruddi um heilli
röð af smákrílum og flýtti sjer
að speglinum. Bending til feg-
urðardálksins. Ráð til að búa
til glampandi augu, rósrauðar
ldnnar, töfrandi bros — sam-
stæða úr rússnesku safalaskinni.
Notaðu það.
Þegar þau voru orðin tvö ein,
fann Moll dálitla ísflögu af heil-
brigðri skynsemi fljóta niður
eftir straumi hamingju sinnar.
„Þú ert fyrirtaks strákur,
„Dengsi“ “, játaði hún þakklát-
lega. „Jeg hef aldrei átt neitt
úr loðskinnum fyr á æfi minni.
En er rússneskur safali ekki
óhemju dýr Mig minnir að jeg
hafi lieyrt það?
„Hef jeg nokkurntíma fleygt
í þig nokkru brasksöludrash,
Moll?“ sagði „Dengsi“ rólega og
virðulega. „Hefurðu nokkurn-
tima sjeð mig liggja fram á
borðið í fornsölubúðunum eða
gægjast inn um gluggana í fimm
og tíu aura búðum. Þú getur
verðlagt skinnkragann á 250
dollara og bandskjóhð á 175,
þá veistu hvað rússneskur safali
kostar. Jeg vil ekki annað en
dýrmætar vörur. Þjer fer það
líka bærilega, Moll!“
Molly kreisti safalann með
aðdáun upp að brjósti sjer. En
smátt og smátt dofnaði brosið
á andliti hennar og hún horfði
beint í augun á „Dengsa fast og
raunalega.
Hann skildi bvert augnaráð
hennar og hló og roðnaði ögn
um leið.
„Það þarftu ekki að ímynda
þjer“, sagði hann hressilega en
blíðlega. „Jeg er búinn að segja
þjer, að það er af sú tið og
komin önnur. Jeg keypti það
og borgaði með mínum eigin
aurum“.
„Með peningum sem þú lief-
ur unnið fyrir, „Dengsi“?“ Með
75 dollurum á mánuði?“
„Auðvitað. Jeg lief lagt upp“.
„Sjáum til —-Sjáum til —
lagt upp 425 dollara á 8 mánuð-
um, „Dengsi“?“
„Æ, hættu þessu“, sagði
„Dengsi“ ofurlítið æstur. „Jeg
átti peninga, þegar jeg fór að
vinna. Heldurðu að jeg hafi far-
ið að ræna menn aftur? Jeg
sagðist skyldi liætta. Jeg borgaði
út í hönd. Láttu það nú Um
hálsinn á þjer og komdu út að
ganga“.
Molly bældi niður grun sinn.
Safali er róandi. Hún gekk við
lilið „Dengsa“, sfolt eins og
drotning. Rússneskur safali hafði
aldrei sjest á neðri götunum fyr.
Frjettin þaut eins og eldur i
sinu og allir gluggar voru full-
ir af fólki, sem var æst að sjá
þessi dýrindis skinn sem
„Dengsi“ Brady bafði gefið
stúlkunni sinni. Niður eftir allri
götunni heyrðust „Ó“ og „Æ“
og verðið, sem sagt var að gef-
ið hafði verið fyrir safalann
jókst eftir þvi, sem það geklc
mann frá manni. „Dengsi“
slangraði við hMð henni eins
og prins á svipinn. Vinnan hafði
ekki gert minna úr ást hans á
skrauti og viðhöfn eða ástriðu
hans fyrir hinu dýrmæta og ó-
svikna. Á einu horninu hjekk
hópur af uppstroknum „Stromp-
bræðrum. Þeir tóku ofan fyrir
stúlku „Dengsa“ og lijeldu svo
áfram rólegu og áherslulausu
masi sínu.
Þrem húsum fyrir aftan hin
dásömuðu hjónaleysi labbaði
Ransom, leynilögreglul)jónn frá
aðalstöðinni. Ranson var eini
1 eyn ilögregluþj ónninn i öllu lið-
inu, sem gat áhættulaust farið
ferða, sinna um Strompumdæm-
ið. Hann var lireinn og beinn
og óhræddur og fór eftir þeirri
kenningu, að ibúarnir væru
menn. Margir voru honum vin-
veittir og áttu til að stinga að
honum smávegis, sem hann var
að leita að.
„Hvaða uppþot er þarna niðri