Fálkinn


Fálkinn - 22.12.1934, Síða 9

Fálkinn - 22.12.1934, Síða 9
F Á L K I N N 5 móðurina, sem hún sat og var að tala við, og hún hafði hleg- ið — en ekki eins og lienni þætli gaman. Æ, farðu með drengnum, liafði húsmóðirin svarað: Það lítilræði geturðu gert fyrir hann. Já, þú getur úr flokki talað, Rannveig, liafði Sigga svarað: Þú veist vel, að ef jeg ætti ekki snáðann þann arna væri margt öðruvísi. Hreimurinn var ekki eins og henni þætti vænt um að eiga hann; þvert á móti. Jón skildi það ekki; og honum var raun að því að geta ekki skilið það. Og þegar liún fór að gráta rjett á eftir, þá var það alt annar grátur en þarna forðum uppi við klettinn fyrir mörgum ár- um, sár grátur; Jón þorði alls ekki að koma nærri móður sinni. Það var einmitt þennan dag, sem hann tók eftir, að fólkið var öðruvisi við hann þegar móðir hans var á ferð en venjulega; að það gaut bara til hans augunum og þorði ekki að horfa í augun á honum. Upp frá þeim degi forðaðist hann jafnan klettinn; eitthvað hafði hrostið milli þeirra. Föður sinn, sem hjet Einar og ekki lieldur átti heima langt í burtu, en þó undarlegt megi virðast ekki á sama hæ og móð- ir lians, sá hann oftar, — svo sem tvisvar-þrisvar sinnum á ári. Faðir lians talaði aldrei við hann, horfði aldrei í augun á honum; en Jón fann að föð- ur 'hans þótti vænt um, að liann væri sem næst lionum þegar liann kom á bæinn. Og Jón vissi líka, að faðir hans liafði það til að sitja og stara lengi á hahn i einu, þegar hann hjelt að aðrir tæki ekki eftir. Svona gátu þeir setið lengi; og Jón vissi að þeim leið háðum vel. Vissi líka, að aðrir vissu það elcki, og áttu víst lielst ekki að vita það. Honum hafði smám saman skilist, að móðir hans var enginn aufúsugestur á bæn- um; að faðirinn væri ekki aufúsugestur hafði honum alt- af verið augljóst. En hann átti þó föður og móður upp á sinn máta. Og heimili átti liann lika; upp á sinn máta. Því að þegar liann yrði stór og gæti talað eins og fullorðna fólkið, ætlaði liann að fara með ekki aðeins móð- ur sina heldur lika föður sinn upp að kletli þegar þau kæmi; og svo skyldu þau sitja þar og láta sjer líða vel. Og kletturinn skyldi sannreyna, að liann væri ekki gleymdur; að enginn liefði svikið liann. En þangað til hann yrði full- orðinn átti hann aðeins guð á iiimnum, sem kom i heimsólcn einu sini á ári — sem sje á jólunum. Við liann gat hann ekki heldur talað fyllilega enn- þá; en hann vissi að það mundi verða síðar. Já, það var svo komið, að hann þorði að segja alt við hann; það sem liann þorði ekki að segja við nokk- urn mann. En guð var eklci farinn að taka mark á því, sem hann sagði. Og það var ekki við því að búast — liann var ekki nema átta ára. Full- orðna fólkið kunni vitanlega hetur að haga orðum sínum við guð, og ekki gat liann kom- ist yfir alt. En Jón ætlaði að leggja sig í framkróka; það ætlaði hann. Hver veit nema guð mundi ljá honum eyra, þegar hann yrði fermdur. Þegar Jón var hjer kominn í hugleiðingum sínum, heyrði hann nafn sitt kallað frammi í göngunum; og af þvi að hann vissi hve dýrurn er illa við að láta ónáða sig, flýtti liann sjer fram á móti þeim sem kallaði, Það var ein af stúlkunum: Þú liefir ekki sjest í marga klukkutima! kallaði hún i jög- unartón: Hvað á það að þýða að láta okkur bíða og verða hrædd um þig, — hvað varð eiginlega af þjer, Jónki strák- ur! Og þetta alveg fyrir jólin! En komdu nú! .... IJúsmóðir- in ætlar að vita hvort þú kant bænirnar þinar. Hafðu ekki svona hátt, Manga, sagði Jón hvíslandi: Þú vekur kýrnar. Nú tekur í hnúkana! skelti Manga upp úr: Jeg ætti víst að fara í klaustur til þess að vekja ekki kýrnar! Láttu mig nú heyra, livort þú kant bænirnar þínar, sagði húsmóðirin liægt og kinkaði kolli til hans, að hann settist á skemilinn fyrir framan hana. Og Jón settist og liorfði sak- leysislega i augu henni, en jóla- hátíðinn kom eins og ljettur og sæll svimi yfir hann; því að það, að liún liafði ekki sagt Jónki, var eins og nokk- urskonar byrjun að því, að hún mundi bráðum fara að segja Nonni. Og á eftir mundu allir. eða að minsta kosti flestir á bænum kalla hann Nonha i nokkra daga. Ó — og þá voru komin jól! Og alt var eins og það ætti að vera, allir góðir og vinalegir — af þvi að guð var í heimsókn. Byrjaðu nú, sagði húsmóðirin. Jón horfði á heimabörnin; Iionum var það Ijóst af svip þeirra og látbragði, að þau höfðu ekki heldur gleymt hæn- unum sínum. Og Jón varð svo glaður. Og með djúpri andakt byrjaði hann: Faðir minn á himnum .... Húsmóðirin ljel prjónana sína detta niður í kjöltuna. Fingur liennar hættu að hrevf- ast en sleptu þó ekki prjónun- um, Jón rak i vörðurnar, tók eftir hvað alt varð liljótt kring- um hann — heimabörnin skríktu en þögnuðu undir eins aftur. Hugsaðu þig um, barn, sagði húsmóðirin og málrómurinn var ofboð mæðulegur. Það hefur ef til vill verið af því að liún sagði ekki held- ur Jónki í þetta sinn, að Jón hugsaði sig ekki um en sagði aftur öruggur: Faðir minn á himnum .... Lengra komst hann ekki í þetta sinn; þvi að nú komu fjörkippir í vinnusömu hend- urnar húsfreyjunnar. Hann fjekk löðrung svo að hann valt um á gólíið og þar lá hann, alt of undrandi til þess að geta staðið upp eða jafnvel farið að grála. Og þarna lá liann, þangað til sterk hönd tók í hann og lyfti lionum upp og setti hann á skemilinn, og rödd liúsbóndans sagði: Sestu þú þarna og liugsaðu þig um einu sinni enn, Nonni litli .... Og þú, kona -— spurðu drenginn hvernig það hafi atvikast, að lionum varð á að rugla bænarorðunum, i stað þess að löðrunga hann. Er það jeg sem á að svara lil sakar, þó að skitinn strákur, sem jeg í öllum greinum geri jafn hátt undir höfðu og mín- um eigin börnum, setji sjálfan sig i slað alls mannkynsins, af eintómri sjálfselsku? spurði húsmóðirin og stóð upp. Og nú stóð Jón upp lika, grátandi — af því að hann hafði verið kallaður Nonni — og lirópaði gegnum grátinn, svo að allir gætu heyrt að hann kynni Faðirvorið sitt: Faðir vor — — Faðir vor — — Faðir vor! ........ Geturðu, hyggna kona, ekki hugsað þjer aðrar ástæður en sjálfselsku fyrir þessu? sagði húsbóndinn. Jón botnaði ekkert í þessum viðræðum; en þeim mun betur skyldi liann að húsmóðirin liafði tekið hann í fang sjer og har hann fram í herbergi og lalaði þar við hann lengi. Að vísu skildi hann minst af því sem hún spurði um og útskýrði fyrir lionum; en þvi betur skildi hann að liún var góð við liann, eða vildi að minsta kosti vera það. Og það kom í sama staðnum niður. Þetta urðu yndislegustu jól- in sem liann mundi eftir. Allir kölluðu hann Nonna. Að vísu lá við, að dálítill kurr yrði á aðfangadagskvöldið. Hann liafði slökt á kertinu sínu .... liann átti ekki nema það eina. Og af því að hann hafði fengið nýja vetlinga líka í jólagjöf, fanst honurn hann ekki þurfa að njóta ánægjunnar af hvoru- tveggju í einu; og langaði alt i einu svo mikið til að geyma kertið sitt, geyma það, þangað til jólin væru úti — og fólkið væri aftur farið að kalla liann Jónka. Þegar húsmóðirin sá, að ekki logaði á kertinu, kom hún til lians og klappaði lion- um á kinnina: Hefir sloknað á kertinu þínu Nonni litli, sagði hún og kveikti á því. Skönnnu síðar slökti hann á þvi í annað sinn. Þegar liúsmóðirin furðaði sig á þvi, að aftur væri sloknað á kertinu, livíslaði litla dóttir hennar að henni: Hann slekkur á því sjálfur, mamma! Um leið og liúsmóðirin kveikti á kertinu á ný sagði liún með nokkrum þjósti: Þú liefir fengið þetta kerti til jiess að láta það loga i kvöld og í nótt — til heiðurs guðs syni. Og þarna sat Nonni svo með vetlingana sina .... Hann bað snenima um að lofa sjer að fara að hátta; því að hann hjelt að hann mætti slökkva ljósið þegar hann væri hátt- aður. Og hann fjekk leyfi til að hátta; en ljósið fjekk hann ekki að slökkva. Það átti að standa á rúmstólpanum hans og loga jiar við höfðalagið. Hann reyndi að halda sjer vak- andi; hver nema hann gæti þá, jiegar aðrir væri háttaðir, laumast til og slökt á kertinu sínu. En þrátt fyrir hvað hann reyndi þá sofnaði hann von hráðar; og þegar hann vakn- aði um morguninn var kertið brunnið upp til agna .... Þá grjet hann. Líka af þvi að hon- um kom í liug, að hann liafði heyrt Rannveigu litlu, sem var svo falleg og sem liann hafði hugsað sjer að giftast þegar hann væri orðinn stór og ríkur, hvísla að móður sinni: Ileyrðu mamma — jeg held hara að hann Nonni sje niskur! .... En úr því að hún hafði sagt Nonni, var jietta alls ekki neitt slæmt, að minsta kosti ekki nærri eins slæmt og ef hún hefði kallað hann Jónka — af þvi að hún hjelt að hann hefði ekki heyrt það. Og rjett áður en hann sofnaði hafði hún komið til hans og lofað honum að hita af súkkulaði- kökunni sinni. Að vísu hafði hún ekki boðið lionum að bíta aftur — þegar liún sá hvað lít- ið hann beit. En það gat líka vel verið, að hún liafi ekki tekið eftir því. Að minsta kosti var Jón að kjökra bæði yfir einu og öðru samtímis jivi sem liann harmaði kertið sitt. Og það endaði með því, að þó komið væri undir rnorgun og bráðum mál að fara á fætur, þá grjet hann sig í svefn aftur. En það var óvænt sem beið lians þegar liann kom á fætur, sár yfir því að liafa vaknað svona seint, og fór með nýju vetlingana sína á höndunum en mætti liúsbóndanum í bað- stofustiganum — og liúsbónd- inn sagði: Sparaðu nýju vetlingana þína einn daginn enn, Nonni litli; jeg er húinn að hera kún-

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.