Fálkinn


Fálkinn - 22.12.1934, Side 16

Fálkinn - 22.12.1934, Side 16
12 F Á L K I N N koma heim úr sex vikna úti- vist, og það ljómaði af upp- lýstum svölunum, skreyttum fljettum úr einiviðargreinum, mislitum ljóskerum og greni- trjám, sem slöðu í röðum. Þeg'- ar bíllinn gaf hljóðmerki opn- uðust dyrnar og laglega, litla herhergisþernan kom út í skyndi, og „Liss“ stóð á aftur- löppúnum og dansaði, geltandi af hrifningu. Það var jóladagur sem mætti okkur undir eins og við kom- um inn í anddyrið. Alt var undir hátíðina búið, alt ljómaði og lýsti, allstaðar hlóm, kerta- ljós í hjálmum og öllum hugs- anlegum stjökum, sjerstakur jólaljósahjálmur hafði verið hengdur upp i anddyrinu. Okk- ur liafði ekki verið skilin eftir annar undirbúningur en að skreyta jólatrjeð. Ráðskonan jómfrú Lundgren, sem hefir sjerstakt lag á að gera heimilið hlýtt og fagurt, hafði látið sjer takast að ná ótrúlegum ár- angri. Jeg skal ekki telja upp allar þær kræsingar og allan þann venjulega jólamat, sem jómfrú Lundgren bauð okkur að smakka undir eins á Þorláks- inessu, en þar voru bæði ekta Vermalandspylsur og kleinur og safransbrauð með miklu af rúsínum í — alt eitthvað sem gaf okkur forsmekk af því, sem í vændum var. Fuglar liiminins áttu líka að fá sitt: Þrestirnir hnöppuðust í kornbundinunum sínum, sem hengd höfðu verið upp, jóla- borð músvítanna var alþakið fyrir utan eldhúsdyrnar, og dúfurnar sem hópuðu sig kringum heita reykháfana á þakinu voru þrásinnis lokkað- ar þaðan með fellibyl af baun- um. Jeg dirfðist ekki að spyrja, hvort jólasveinninn ætti að fá sinn skerf af góðgerðunum, en jeg tel það ekki ósennilegt að hann hafi fengið það, eins vel og öllum gömlum jólasiðum var fylgt. Morguninn eftir vorum við Selma önnum kafnar við að skreyta sjerlega fallegt greni- trje inni í stóra salnum. Þá kallaði málmbumban okkur fram í stóreldliúsið til þess að taka þátt í þeim há-vermlenska sið að „dýfa í grýtuna“ (að- fangadagur er kallaður í Sví- þjóð Dopparedagen. Heimilis- fólkið smakkar á flotinu af feitmetinu með því að dýfa brauðbita í pottinn). Þar voru líka mislit Ijósker. Bitarnir i loftinu voru þaktir fögrum blómfljettum, en þaðan sendu ljóskerin dularfulla birtu um herbergið. Skaftpottarnir og aðrir koparmunir gljáðu eins og rauðagull. Það var ómögulegt að verjast þegar maður sá allar krásirnar á stóra borðinu í miðju eldhús- inu. Gamall heiðinglegur mat- arliugur kom upp í okkur. Maður hlaut að kætast við að sjá þessa fallegu niðurröðun, svínslæri, rifjasteik og alls- konar pylsur — jafnvel ketkök- ur og brúnar baunir vantaði ekki — milli ljósastjaka, hlóma og ávaxtaskála. Við settumst við horðið, en vorum á sífeldu randi að stóra koparkatlinum með „ídýfunni“, sem stóð og kraumaði í á gljáfægðri elda- vjelinni. Þar dýfðum við í sigti- hrauðssneið, sem við veiddum svo upp úr með sleif. Jólaöli var skenkt í fallega máluð glös, og með því skoluðum við niður öllu ágæta smjördeigs- brauðinu. Þessi athöfn fór fram um miðjan dag. Klulckan hálf fimm var öllu heimilisfólkinu, stórum og smáum, borið kaffi. Það var því um að gera fyrir stúlkurnar, sem höfðu „dýft“ með fyrirfólkinu, að flýta sjer að taka af horðinu svo að tími yrði til að leggja á kaffiborðið mikla, í eldhúsinu. Það var bú- ist við 70 gestum. Jeg gat nú ekki á mjer setið að gera þá athugasemd, að það væri fallega gert nú í byrjun hátíðarinnar þegar alt væri fágað og fegrað, að koma öllu í ólag aftur, svo að öllu þyrfti að koma i lag á ný. En þar var enginn á sama máli og jeg. Selma Lagerlöf sagði, að þetta samkvæmi væri skemtilegasta samkvæmið á öllum jólunum og jómfrú Lundgren sagði, að hæði hún og hlessaðar stúlk- urnar settu það ekki fyrir sig, úr því þær vissu, livaða gleði fólk hefði af þessari jólasam- komu, sem börnin hlökkuðu lil alt árið. Eftir að géstirnir höfðu safn- ast saman, fórum við inn og heilsuðum hverjum og einum með handabandi. Gestirnir voru allir í bestu fötunum sín- um og voru í sínu besla Yerm- lendingaskapi. Mæðurnar voru með minstu króana á hand- leggnum — enginn liafði orðið að vera eftir heima. Var gam- an að taka eftir live vel allir komu fram, eflirtektarvert að horfa í þessi greindarlegu og góðlegu andlit og hlusta á kæt- ina og hnittin svörin. Selrna, sem þekti allar ástæður hvers ein- staks út og inn, átti glaðlegt og vingjarnlegt orð handa hverjum og einum, um leið og hún hauð hann velkominn og óskaði gleðilegra jóla. Elstu konunum var vísað til sælis við borðið okkar í stóra framreiðsluklefanum, sem líka var allur skreyttur. Nú var kveikt á jólatrjenu fagra og allur hópurinn, sjö- tíu rnanns fóru inn í salinn. Húsmóðirin bað gestina að skipa sjer í . hring kringum trjeð. Og ungviðinu þótti mat- ur í því. Hátíðleikinn og vand- ræðasvipurinn hvarf eins og dögg l'yrir sól undir eins og dansinn kringum jólalrjeð hyrjaði. Ungar og skærar raddir sungu: „Nú eru komin aftur jól“ og „Jómfrúin geng- ur í hring“ og „Skera, skera hafra“ og marg't fleira. Og leik- dansinn gekk með fjöri og ká- tínu. Að vísu reyndist ýmsum af minni krökkunum erfitt að halda jafnvæginu á glerliálu gólfinu, en það var jafnmikið gaman fyrir því og atliugul húsmóðirin gætti þess vel, að litlu börnin yrðu ekki útundan í dansinum. Loks var slökt á öllum kert- unum á trjenu og gestirnir þjöppuðu sjer saman í sófana og á stóla, meðan verið var að bjóða sælgæti og epli og biðið var eftir að jólagjöfunum yrði úthýtt. Selma Lagerlöf settist í hægindastól við liliðina á flyg- ilnum með tvær stórar körfur fullar af jólagjöfum lijá sjer. Sjálf las liún upp nöfnin á högglunum og glaðir viðlakend- urnir lmeigðu sig og þökkuðu allir með handabandi. Fjöldi af löngum bögglum, sem allir voru eins, liöfðu vakið forvitni mína. Nú var mjer sagt, að gengið liefði verið frá öllum þessum bögglum áður en við komum, og að í þeim væri lök og koddaver handa liverri fjöl- skyldu eða hverjum fullorðn- um. Svona nytsamlegum gjöf- um, eins handa liverju heim- ili, úthýtir Selma Lagerlöf öll jól, t. d. handklæðum eða tepp- um, skeiðum, diskum eða kaffibollum og könnum. Enn- fremur tók jeg eftir, að í ann- ari körfunni voru annarskonar högglar. Þar var stórvirki jóm- frú Lundgren. Ásamt vinnu- konunum liafði hún — meðan þær voru einar — saumað tvær skyrtur handa hverju barni í hverfinu, eða alls 78 skyrtur mismunandi stórar. En svo voru lílca aðrir bögglar í körfunum. Það voru gjafir við liæfi livers einstaks, gagn- legar og skemtilegar, svo sem vellingar, húfur, leikföng, jóla- hækur og dagblöð úr nágrenn- inu og höfuðstaðnum. Um 7-leytið var veislan úti. Jeg get ennþá heyrt hinn inni- lega vermalenska raddhreim, þegar gestirnir voru að kveðja Selmu Lagerlöf, sem eigi að eins veitir þessu fólki vinnu heldur sýnir því móðurlega umhyggju og hluttekning bæði í gleði og sorg. Brátt mátti heyra rylcsug- urnar suða niðri í salnum og að verið var að lagfæra gólf- dúkana, meðan við sátum uppi i bókastofunni og töluðum um hitt og þetta, sem gerst liafði um kvöldið. Loks kallaði málmbumban okkur til kvöld- verðai', og jeg þarf víst ekki að nefna, að þá fengum við lútarfisk með venjulegu við- meti og grjónagraut, sem við horðuðum í borðstofunni. Nú áttum við eftir að slcoða jólagjafirnar sem við höfðum fengið frá ýmsum fjær og nær, og lágu í hlaða í stofunni uppi. Það var gleði á ferðum meðan Selma var að útdeila þeim og sjálf las hún upphátt meira eða minna andríkar tileinkanir, sem stóðu utan á bögglunum. Og þarna var mergð af brjef- um. Til dæmis var þar brjef frá spænskum rithöfundi í Mexico, sem liafði sent kvæðabók, sem Selma hafði þó ekki getað les- ið. Kona í Rio de Janeiro » skrifaði henni og bað um eig- inliandarrit hennar, skriffinn- ur í San Pedro í Brasilíu hað um rjettindi til að mega þýða bækur hennar, þarna var hrjef frá liáttsettum embættismanni í Batavíu á Java og Ijómandi fallegt hrjefspjald frá þýðanda hennar í Japan. Ennfremur brjef frá íslenskum presti, sem bað Selmu Lagerlöf að reyna að úlvega sjer altaristöflu frá Sviþjóð í kirkjuna lians. Þegar jeg las skrítna for- nafnið Mordecliai á sendingu frá Yarsjá varð jeg að svala forvitni minni og fjekk þá að vita, að þessi maður liafði sent Selmu þýðingu sína af Gösta Berlings sögu á jiddish, gyðingamáli. Jeg hað leyfis til að fá að skoða nánar tvö fall- egu bindin, svört með áletrun með liebreskum hókstöfum prentuðum með silfri á kjölinn. Það var merkilegt þvi að livernig sem jeg sneri bókunm þá sneru stafirnir altaf öfugt við mjer. Loksins sá jeg það af blaðsíðutölunum, sem voru það eina sem jeg skildi, að maður . átti að byrja á öftustu blað- síðunni og lesa lesmálið frá hægri til vinstri. Glaðar og þakklátar settumst við niður aftur til að livíla okkur og Ijetum liugann reika til fjarlægra ástvina, til starf- andi bræðra og systra í fjar- lægðinni. Tunglið varpaði ljóma sínum á snæþakið hlaðið þeg- ar við slcildum um kvöldið. Það voru jólasveinarnir einir sem vöktu yfir Márhacka. En snemma á jóladagsmorg- un var kveikt ljós í hverju ein- asta herbergi í öllu húsinu. Eiginlega ekki til þess að vísa kirkjufólkinu til vegar, þvi að kirkjuleiðin liggur ekki fram- hjá Márbacka, lieldur sam- kvæmt gömlum, góðum og helgum sið. Og síðan hlýddi hver sem vildi á árdegismessu í útvarpinu. Ósegjanlegur sunnudagsfrið- ur hvíldi yfir næstu lielgidög- um. Veðrið var óvenjulega fag- urt allan tímann með sól og tungísskini yfir tindrandi snjón- um. Yndisleg hvíld eftir ann- ríkisdagana í Stokkhólmi. VALBORG OLANDEIi.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.