Fálkinn


Fálkinn - 22.12.1934, Side 54

Fálkinn - 22.12.1934, Side 54
F Á L K I N N GAMLA BÍÓ sýnir 2. dag jóla: Jólamynd 1934. Norðlendingar. Gullfalleg og efnisrik sœnsk talmynd i 12 þáttum. Aðalhlutverkin leika af framúrskarandi snild: INGA TIDBLAD, KARIN EKELUND, STEN LINDGREN, SVEN BERGVALL, HENNING OHLSSON, FRANK SUNDSTRÖM. Mynd þessi uar lengi sýnd á Palads í Kaupm.h. og er talin besta og áhrifamesta mynd síðan ,,Gösta Berlings Saga“ forðum uar kuikmynduð, það er mynd sem snertir instu hjartarœtur áhoi'f- andans, og mynd sem allir þessuegna œttu að sjá. 1P I m 1» GLEÐILEG JÓL! WWi WÞ NÝJA BÍÓ sýnir 2. dag jóla: ak Hennar hátign afgreiðslnstúlkan. yWKn -.vr-- Bráðskemtileg þýsk tal- og söngvamynd með hljómlist eftir WILLY SCHMIDT GENTNER. Aðalhlutverkin leika vinsælustu leikarar Þjóðverja, þau: Liane Haid, Willy Forst oo Paul Hemp. -<• Myndin sýnir skemtilegt og spennandi æfin- týri um unga hefðarmey, er gerðist afgreiðslu- stúlka í skóbáð til þess að vinna ástir manns- ins, sem hún unni. I myndinni eru fagrar sýningar og hljómlist úr söngleiknum BASTIEN og BASTIENNE eftir MOZART. Sýnd annan jóladag kl. 7 (lækkað verð) og kl. 9. Barnasýning kl. 5: „Jélasveinarnir" og „ðrkin hans Nóa“. Litskreyttar teiknimyndir. Þar að auki verða sýndar Jimmy og Bosko teiknimyndir, fagrar fræðimyndir o. fl. GLEÐILEG JÓL. W I i m m ék f P* m 0 % «8* wpk Wýk. IP % tffik /Æ s m 4S& % i»WnL w 3 m vwm NORÐLENDINGAR. Helsingjaland, sem er hluti af Nor- land í Sviþjóð, er frægt fyrir nátt- úrufegurð, og ekki að ófyrirsynju. Stórvaxnir skógar, straumharðar ár, og há fjöll setja hörkulegan tigna- svip á landið. En þetta stórfenglega landslag hefir einnig átt sinn þátt í þyí að móta fólkið. íbúarnir — Norðlendingar Svíþjóðar — eru skapmiklir menn og tilfinningarík- ir og láta sjer ekki alt fyrir brjósti brenna, ef þeir reiðast. Myndin sem hjer gefur að líta, er gott sönnunar- gagn þess, sem hjer hefir verið sagt. Á óðalsjörðinni Övergárd í Hels- ingjalandi búa bræður tveir, Ólafur og Jónas, með gamalli móður sinni. Ólafur, sem er eldri, ræður öllu á bænum, sem ekki er heldur furða, því Jónas hugsar mest um drykkju- drabb og spil. Birgit Ljusnar er 16 ára gömul, munaraðlaus stúlka. Hún hefir alist upp hjá gamalli konu þar i nágrenn- inu. Einn dag sendir konan hana með eggjakörfu, en á leiðinni ekur Jónas Övergárd framhjá henni á þeysiferð, eins og hans var vandi á flakki hans um sveitina, og brýtur fyrir henni eggin. En þegar hann fer að athuga stúlkuna nánar, verður hann samstundis ástfanginn af henni og verður það úr að hann ræður hana í vist, til mikillar gremju Lisu-Lenu, sem er fyrir og Jónas hefir þangað til átt vingott við. Birgit er látin gæta búpenings- ins i selinu um sumarið en Jónas heimsækir hana þar, svo lítið ber á, og afleiðingarnar af þeim heim- sóknum koma siðar í ljós. Kaupmaðurinn í Nasvik er al- ræmd blóðsuga og okrari, sem hefir komið mörgum bóndanum ó kald- an klaka með harðdrægni sinni. flann hefir keypt upp ýmsar skulda kröfur á Jónas, og nema þær nú orðið allmikilli upphæð. Einu sinni ögrar hann Jónasi með því, að bráðum taki hann af honum jörð- ina, en Jónas svarar illu til og þeg- ar svo dregur að skuldadögunum falsar hann nafn bróður sins og annars manns á víxil og losar sig þannig við kaupmanninn. Um líkt leyti veit han fyrir víst hvernig á- statt er um Birgit, og verður þetta alt til þess, að hann strýkur til Ameríku, eftir að hafa lent í rifrildi og áflogum við ólaf bróður sinn. Birgit elur barn sitt og hefir það hjá sjer í selinu. Einn dag skilur hún það eftir stundarkorn, meðan hún er að bjarga lambi, og þegar hún kemur aflur á staðinn, er það horfið. Lísa-Lena er einnig í selinu. Hún hatar Birgit engu síður en áð- ur og ber það upp á hana, að hún hafi kastað barninu í fossinn, og sama ber hún síðar fyrir rjettinum og segist hafa horft á það með eig- in augum. Birgit er dæmd í tveggja ára fangelsi, en Ólafur tekur hana aftur á heimilið, er hún losnar það- an, enda þó henni sje þar illa vært fyrir hnútukasti vinnufólksins, sjer- staklega Lísu-Lenu. Seytján ár líða. Einn dag kemur flökkudrengur til Övergárd og skemtir með fiðluleik. Það kemur i ljós, að tatarar hafa stolið hon- um, er hann var barn að aldri, en sjálfur segist hann vera að líkind- um fæddur þar í sveitinni. Það kemur seinna í ljós, að hann er sonur Birgit, þvi að hann þekk- ist á einkennilegum fæðingarbletti. Um líkt leiti kemur Jónas heim, eftir að hafa unnið sjer fje og frama í Ameríku, og alt fer vel, eins og í fallegu sögunum. Myndin verður sýnd annan jóladag í Gamla fííó. HENNAR HÁTIGN AFGREIÐSLU- STÚLKAN. Irena furstadóttir af Wittenburg er að undirbúa eina af garðveisl- um þeim, sem hún er orðin fræg fyrir. Hún er að stjórna æfingu ó söngleik eftir Mozart, sem á að verða aðalatriðið í hátíðahöldun- um. Málfærslumaður Irenu ávítar hana fyrir eyðslusemi hennar og ræður henni að fækka veislunum, og óskar þess, að hún eignist hygg- inn mann, sem geti haldið saman reitunum og yfirleitt vanið hana dálítið af bannsettri eyðsluseminni. Furstadóttirin svarar þessu ekki öðru en háði og skensi. Alt í einu birtist þarna ókunnur maður, með kofort og regnhlíf, og tekur hann þegar að blanda sjer inn i æfinguna og fer alls ófeim- inn að gagnrýna það uppátæki furstadótturinnar að bæta hámóð- ins „slagara“ inn í verk Mozarts. Síðan hverfur hann, en furstadótt- irin kemst í slæmt skap yfir að- finslum hans, og meir að segja játar með sjálfri sjer, að ef til vill hafi þær nú ekki verið alveg út í bláinn. Hún slítur æfingunni og fer hugsandi inn í herbergi sitt. En þar mætir hún manninum aft- ur. Nú kynnir hann sig, sem dr. Lenz, og kveðst vera kominn til að leita sjer atvinnu í höllinni, skv. tilvísun Waldensees baróns. Þegar hún kemur þarna inn, er náunginn að flytja til allar myndir í herbergi hennar. Hún skammar hann fyrir þessa ósvífni, en einhvernveginn geðjast henni svo að manninum, að hún býður honum atvinnu við hallar-bókasafnið. Tíminn líður og furstadóttirin gefur nýja bókaverðinum óspart auga, en hann tekur þvi lculdalega, svo hún þykist viss um, að ein- hver önnur kona standi mi.lli þeirra. Hún finnur inni hjá hon- um skrifað „Marianne, sunnudag“, og þegar sunnudagurinn kemur, eltir hún liann til Konstanz og um borð í skemtiskip eitt, sem reynist heita „Marianne“. En nú er annað ilt í efni, því hún hefir eklci pen- inga ó sjer fyrir fariu. En þá býðst skósali einn, viðstaddur, að greiða fyrir hana, og vitanlega vill hann hafa eithvað i aðra hönd, þegar þar að kemur. Hún reynir að sleppa frá lionum, en rekst þá á dr. Lenz, sem þegar ávarpar hana „yðar náð“, en liún lætur sem hún hafi aldrei sjeð hann fyrr. En nú kemur það babb í bátinn að veðrið versnar og heilsa farþeg- anna að sama skapi; skósalinn fell- ur fyrir sjóveikinni og loks er svo komið að furstadóttirin og dr. Lenz eru ein uppistandandi. Þau fara að tala saman og hún trúir honum fyr- ir því, að hún sje búðarstúlka hjá skósalanum fyrnefnda. Lenz geri'- ekki annað en furða sig á því hve lík hún sje furstadótturinni....... Nú er ekki rjett að fylgja lesand- anum lengra, en myndin verður sýnd ó annan í jólum í NÝJA BÍÓ.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.