Fálkinn


Fálkinn - 12.01.1935, Blaðsíða 9

Fálkinn - 12.01.1935, Blaðsíða 9
F Á L K I N N 9 Síðan kvikmyndirnar komust til vegs hefir árað miklu ver en fyr hjá fjöl- leikahúsunum, vegna fx’ss að kvik- myndirnar sýna á Ijaldinu hinar bestu og fífldjörfustu listir og undir miklu fjölbreyttari kringumstæðum en hægl er að gera innan húss. Fjöldi fjölleik- ara hefir því orðið atvinnulaus og það eru aðeins hinir frægustu fjölleika- húseigendur, sem liafa getað komist af. Myndin til hægri er af fjölleikara- hóp sem fer í skrúðgöngu um götur Berlínar með bestu „leikkrafta“ sina, til að sýna fólki hvað í boði sje. 1 Ameríku er verið að gera tilraunir með nýja og Ijetta flugvjelategund, sem hefir aðeins lítinn mótor og er sjerkennileg að því leyti að það vant- ar á hana stjelið. Sjest hún hjer á myndinni að neðan. Myndin að ofan er af ofurlítilli ung- verskri telpu, sem er að svæfa brúð- una sína í vöggu, sem hún hefir eign- ast í jólagjöf. Bæði brúðan og vaggan eru smíðaðar á heimilinu, því að í Ungverjalandi smíða menn jólagjaf- irnar sjálfir í stað þess að kaupa þær dýrum dómum í búðinni. Myndin til vinstri sýnir enska veiði- menn vera að búa sig í veiðiför. Hafa þeir sjerstaka kerru aftan í bílnum sínum, með búri úr vírneti á, og í þessu búri geyma þeir hundana sína, því að þeir eru svo viltir, að ekki má sleppa af þeim hendinni fyr en þeir eru komnir á veiðistaðinn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.