Fálkinn - 18.01.1936, Blaðsíða 2
2
F Á L K I N N
mmm
|
Hill
ISiiÍiigægS
/'■.••.•:v"/y:í?-:
GAMLA BÍÓ.
Rikislögreglan.
NÝJA BlÓ.
Tnttugu miljón unnustor.
Áönflr oc/ skemtimynd tekin af
Aðalpersónan er Ross Martin, ung-
ur maður, sem hefir nýlega lokið
prófi í lögregluskólanum og er tek-
inn í „fljúgandi deildina“ hjá lög-
reglunni, þá deild, sem einkum hef-
ir með höndum að elta uppi óbóta-
menn. Vitanlega verður stúlka að
koma við söguna, símastúlkan Mary
Adams (leikin af Ann Sheridan).
Og nú ske hin undarlegustu tíðindi,
sem hjer verða ekki rakin. En Ross
fær tækifæri til að sýna, að honum
er ekki fisjað samaii. Hann lendir
í hverjum atburðinum öðrum ægi-
legri en ber ávalt sigur úr býtum
að lokum.
Myndin er prýðilega vel leikin og
útbúnaðurinn gerður af undursam-
legri hugkvæmni. Og hún er stór-
lega fræðandi um leið og hún er
spennandi. Útlend blöð gefa henni
hin bestu meðmæli sín og hefir hún
orðið fræg og verið sýnd vikum sam-
an á ýmsum stærstu leikhúsum stór-
borganna.
Verður hún sýnd í GAMLA BÍÓ
á næstunni.
-----— ■—--------
Gamli maðurinn hafði átt viðtal
við væntanlegan tengdason sinn áð-
ur en hann tæki í mál, að sam-
þykkja ráðahaginn. Og eftir það
viðlal sagði hann dóttur sinni, að
hann væri því gersamlega mótfall-
inn að fá manninn fyrir tengdason
og skoraði á hana að slíta öllu sam-
bandi við hann.
— Hvernig stendur á því, pabbiV
spurði stúlkan. — Hann er prúð-
menni og forfeður hans fluttusl
hingað með Normönnum!
— Nú, Normönnum! hrópaði
gamli maðurinn. — Það var alt
annað mál. Mjer heyrðist hann segja
að hann hefði komið hingað með
Mormónunum.
SKÍÐABRAUTIN í GARMISCH-
PARTENKIItCHEN.
Lokið er nú öllum undirbúningi
undir vetrarmót Ólympsleikjanna,
sem haldið verður i Garmisch Part-
enkirchen dagana 6.—lö. febrúar
næstkomandi. Hjer á myndinni sjest
brautin, sem bygð hefir verið handa
skíðamönnunum að stökka til á, og
ná nægilegúrh hraða áður en þeir
taka loftstökkið í skíðabrekkunni.
Er þessi „tilhlaupsbraut“ 80 metra
há.
GAMALL KAFBÁTUR.
Fimtíu ár eru liðin síðan fyrsti
kafbáturinn var smiðaðurinn á
Norðurlöndum, en svo hægt miðaði
umbótum í kafbátasmíði áfram, að
það var eigi fyr en rjett fyrir lieims-
styrjöldina, að farið var að smíða
báta, sem að notum gæti komið i
hernaði. Þessi fyrsti kafbátur Norð-
urlanda var smiðaður eftir teikn-
ingum sænska verkfræðingsins Thor-
stein Wilhelm Nordenfelt og sýnir
myndin kafbátinn á siglingu um
Eyrarsund, en við stýrið stendur
Nordenfelt sjálfur.
vilja þeir ekki heyra nefnt, sápu-
grósserinn og útvarpsstjórinn, því
að þeir telja víst, að Buddy missi
])á tökin á 20 miljón urigu stúlk-
unuiri, sem mest dáðst að honum í
útvarpinu. Og nú neyta þeir allra
bragða til þess að stija þeim í sund-
ur og rægja Buddy eins og þeir
geta við Peggy og telja lienni trú
um, að hann sje flagari og leyni-
lega trúlofaður annari stúlku.
Verður blaðamál út úr öllu sam-
an og Buddy missir stöðu sina og
liorfir nú illa fyrir honum. En það
sem mest er um vert: Buddy fær
Peggy sína að lokum og alt fer vel.
Myndin er ljómandi skemtileg og
aðalhlutverkin prýðilega leikin. Það
er dauður maður sem ekki lilær að
öllum vandræðum Buddy Clayton
og Peggy er ljómandi vel leikin af
hinni frægu söng- og dansmær
Ginger Rogers, sem margir liafa haft
tækifæri til að dáðst að i kvikmynd-
um, sem hjer hafa verið sýndar.
Það er Dick Powell, sem leikur
söngvarann, en Pat O’Brien leikur
umboðsmann útvarpsstöðvarinnar.
Myndin verður sýnd á NÝJA BÍÓ
um helgina. í henni eru einnig ýms
ágæt „cirkusnúmer“, sem munu ef-
laust vekja athygli.
Hve oft hafið þjer verið giftur?
— Þrisvar sinnum. Tvisvar í Am-
eriku og einu sinni í alvöru.
f MATARBÚÐINN.
— Jeg þarf ketbita, beinlausan,
fitulausan og brjósklausan.
— Viljið þjer þá ekki fá nokkur
egg í staðinn?
Raunveruleg myiui úr starfi löa-
reglunnar, íekin af PAIÍAMOUNT.
Leikstjóri: Charles Burton.
Aðalleikendur: Fred Murray, Ann
Sheridan, Sir Guy Standing og
William Frawley.
Mynd þessi byggisl á raunveru-
legum atburðum i sögu ríkislögregl-
unnar í Bandaríkjunum og sýnir á
ágætan hátt starfsaðferðir hennar og
þau mörgu og merkilegu hjálpartæki,
sem notuð eru, svo sem hvernig
lögreglumönnunum er stjórnað með
þráðlausu símasambandi, með við-
tækjum í bílum og á götum úti,
hvernig hægt er i einni svipan að
ná eftirliti á fjarlægustu stöðum
o, s. frv. Þarna sjer rnaður lög-
reglubílana á fleygiferð í eltingar-
leik við óbótamenn og yfirleitt er
myndin spennandi eins og besta
skáldsaga, þó að hún sje bygð á
raunverulegum atburðum.
WARNER FIRST NATIONAL.
Leikstjóri: Ray Enright.
Aðulleikendur: Ginger Ilogers, Dick
Powell og Pat O’Brien.
Myndin gerist á stórri útvarps-
stöð í New York og eru aðalpersón-
urnar Rush Blake, sem er umboðs-
maður fyrir stöðina og fæst m. a.
við að ráða til hennar söngfólk,
söngvarinn Buddy Clayton, sem
hefir verið söngvari á næturkrá, en
er ráðinn að stöðinni, og Peggy,
sem er söngkona við stöðina og
verður ástfanginn af Buddy. Segir
myndin frá erfiðleikum Buddy, þeg-
hann er að komast að á stöðinni.
Forstjórinn dæmir hann óhæfan til
að syngja, en með brögðum kemur
Peggy því svo fyrir, að hann fær
að syngja auglýsingavísur um sápu-
tegund eina í útvarpinu og verðtir
kona sápugrósserans svo hrifin af
honum, að hún heimtar að hann
verði ráðinn til að syngja um sáp-
una framvegis. En það leiðir af
þessu, að Peggy missir atvinnuna.
Að vísu tekur hún sjer það ekki
nærri, því að þau eru staðráðin í
að giftast, hún og Buddy. En það