Fálkinn


Fálkinn - 09.05.1936, Blaðsíða 5

Fálkinn - 09.05.1936, Blaðsíða 5
F Á L K I N N Vesvolod Garshin: Aðvörunarmerkið SEMYON IVANOV var brautar- teinavörSur. Kofinn hans var tiu verstir frá næstu járnbrautarstöð a annan veginn, en tólf á hinn. En í nálægt fjögra versta fjarlægð var bómullarmylla, sem hafði byrjað að starfa i fyrra og hár reykháfurinn gnæfði svartur yfir skóginn. Einu hýlin í nágrenninu voru kofar hinna brautarvarðanna. Heilsa Semyons Ivanovs var ger- samlega biluð. Fyrir níu árum tiafði hann verið i stríðinu og'þjónað ein- um foringjanum. Sólin hafði steikl liann, kuldinn bilið hann og hungr- ið sogið úr honum merginn á pin- andi göngunum, fjörutíu til fimtíu verstir á dag í liita og kulda, regni og sól. Kúlurnar höfðu hvinið við eyru hans, en engin hafði hitt hánn, guði sje lof! Herdeild Semyons hafði um tima verið í víglínunni. I lieila viku höfðu þeir átt í skærum við Tyrkjann, að- eins þröng geil var á milli óvinanna; og frá morgni til kvölds hafði ekki lint skóthríðinni. Þrisvar á dag har Semyon sjóðheita tesuðuvjelina og mat liand'a foringjum sínum úr elda- skál.anum og'fram i geilina. Kúlurn- ar suðuðu og glömruðu illyrmislega í grjótinu. Seniyon var dauðhræddur og liljóðaði stundum upp yfir sig, en hjelt leiðar sinnar samt. Og forf ingjunúm þótti vænt um hann, því að hann kom altaf með heitt teið til þeirra. Hann kom aftur úr stríðinu með alla limi óbrotna en kengbeygður af gigt. Og liann átti eftir að reyna margt mótdrægt eftir það. Þegar hann kom Iieim var faðir hans, ald- urhniginn, dáinn og litli sonur hans lika, fjögra ára gamall. Konan var ein eftir. Þau gálu illa hjargað sjer. Það var ervitt að plægja með gigt í höndum, baki og fótum. Þau hjeld- ust ekki við í þorpinu og fóru á burt, að leita gæfunnar á nýjum stað. Þau dvöldu um tíma i Kherson og Don- shchina, en fögnuðu ekki láni þar. Þá rjeðst konan í vist, en Seyhion hjelt flakkinu áfram. Einu sinni fjekk liann far með járnhrautarlest og á einni stöðinni virtist honmn hanií kannast við andlit stöðvarstjórans. Semyon hórfði á hann og hann horfði á Semyon, og þeir þektust að lokum. Hann hafði verið foringi í lierdeild Semyons. — Þjer eruð Ivanov, er ekki svo? sagði hann. — Jú, yðar hágöfgi. — Hvað kemur til að þjer eruð hjer á ferð? Semyon sagði honum upp alla sög- una. — Hvert eruð þjer að halda? — Jeg veit það ekki. — Fífl! Hvað eigið þjer við með „jeg veit það ekki?“ — Jeg á við ]mð sem jeg segi, yðar hágöfgi. Jeg á ekki í neinn stað að venda. Jeg er í atvinnuleit Stöðvarstjórinn leit á hann, hugs- aði sig um og sagði svo: — Lítið þjer á kunningi, það er best að þjer verðið fyrst um sinn hjerna. Þjer eruð giftur, er ekki svo. Hvar er konan yðar? — Jú, yðar hágöfgi, jeg er giftur. Konan nún á heima í Kursk, hún er vinnukona hjá kaupmanni þar. — Jæja, skrifið þjer konunni yðar, að liún skuli koma liingað. Jeg skal útvega henni ókeypis farmiða. Jeg hefi brautarvarðastöðu lausa. Jeg ætla að tala uin þetta við forstjór- ann fyrir yðar hönd. — Mikið þakka jeg yður fyrir þetta, svaraði Semyon. Hann varð á stöðinni, lijálpaði til í eldlnisinu, sagaði í eldinn, lók til á hlaðinu og sópaði stjettina. Eftir hálf- an mánuð kom kona hans og Semyon fór með hana á teinekjunni upp í kofann sinn. Kofinn var hlýr og nýr og nægilegt af brenni. Þar var svo- litill kálgarður, arfleifð fráfarandi hrautavarðar og á að giska hálf dag- slátta af plægðu landi beggja megin hrautarinnar. Semyon ljek á alls oddi. Hann fór að hugsa um að kaupa hest og kú og fara að húa. Hann hafði fengið öll áhöld: grænt flagg og rautt flagg, ljósker og1 lúð- ur, hamar, skrúflykil á rærnar um teinasamskeytin, kúbein, skóflu, vönd, holta og nagla: svo fengu þeir hon- um tvær bækur með reglugerðum og eina stundatöflu fyrir járnbraut- arlestirnar. Semyon kom ekki dúr á auga fyrstu næturnar og hann lærði stundatöfluna utanað. Tveinmr tim- um áður en von var á lestinni ók hann teinekjunni yfir sinn spöl, sett- ist svo á bekk fyrir framan kofann sinn, horfði og hlustaði, hvort tein- arnir bærðust eða skröltið heyrðist í lestinni. Hann lærði meira að segja reglurnar utanað, þó eigi gæti hann lesið nema með þvi að kveða að hverri samstöfu. Þetta var að sumarlagi; starfið var ljett; enginn snjór að moka og lestirnar á þessari leið voru fáar. Semyon var vanur áð fara um Sitt teinaskeið tvisvar á dag, prófa rær og herða á þeim hjer og hvar, jafna mölina undir teinunum, lít;i eftir skurðunum og hverfa siðan heim til sinna starfa. Það var bara eitt að — liann varð altaf að biðja umsjónar- manninn leyfis til alls, sem hann vildi gera fyrir sjálfan sig. Semyon og kona hans voru farin að þreytast á þessu. Tveir mánuðir liðu, og Seinyon fór nú að kynnast grönnum si'iiim, brautarvörðunum, til beggja handa. Annar var fjörgamall og hrautar- stjórnin var altaf að hugsa um að setja hann af. Hann kom varla út fyrir dyr. Konan hans var vön að vinna verkin hans. Hinn, sá sem var nær stöðinni, var ungur, grannvax- inn en stæltur. Þeir Semyon og liann hittust í fy'rsta sinn á teinun- um, miðja vegu milli kofa sinna. Semyon tók ofan og lineigði sig. „Góðan daginn, granni sæll!“ sagði liann. Granninn leit eins og forviða á liann. „Góðan daginn?“ svaraði hann svo sneri hann við teinekjunni og þ'aut á burt. Síðar hittust konur þeirra. Kona Semyons dvaldi stundarkorn hjá grannkonunni, en hún sagði ekki margt lieldur. Einu sinni sagði Semyon við hana: „Hann er fremur orðfár maðurinii þinn“. Konan þagði um stund en svaraði svo: „Hvað ætti hann svo sem að tala um? Hver hefir sinum hnöppum að hneppa". En mánuði síðar voru þeir samt orðnir málkunnugir. Semyon fór stundum með Vasily eftir brautinni, eða þeir sátu á skurðbrúninni, reyktu og töluðu um lifið. Yasily l)agði að mestu leyti, en Semyon sagði frá hernskuþorpinu sínu og raununum seni liann liafði i-atað i. — Jeg hefi ekki farið varhlúta af mótlætinu um mina daga, sagði hann einhverntíma, — og þó er jeg ekki orðinn langlífur enn. Guð hefir ekki látið mig baða í rósum, en verði hans vilji. Svo er það kunningi, Vasily Stepanych. Vasily Stepanych barði öskuna úr pípu sinni á brautarteinunum, stóð upp og sagði: — það er ekki gæfan sem eltir okkur i lífinu heldur manneskjurnar. Og grimmara dýr er ekki til á jörðunni en maðurinn. Úlfurinn jetur ekki úlfinn, en mað- urinn er albúinn þess að rífa i sig mann. —Segðu ekki þetta kunningi; úlf- urinn jetur úlf. — Mjer duttu þessi orð i liug og jeg ljel þau fokka. En sama um það — ekkert gr’immara er til en máður- inn. Ef ekki væri illmensku hans og græðgi til að dreifa þá væri hægt að lifa. Allir reyna að stinga mann inn í kviku, berja mann og jeta mann upp til agna. Semyon liugsaði sig um: — .leg veit ekki, bróðir, sagði haiin, — má- ske er það rjett sem þú segir, og máske er það guðs vilji. — Og máske, sagði Vasily, — er það að slökkva niður tíma að vera að tala við þig. Að segja að Guð ráði öllu því sem til ama verður, og sitja og kveína, það er að gera sig að skynlausri skepnu. Það segi jeg. Og hann sneri á burt og fór án þess að kveðja. Semyon stóð upp lika. — Granni minn, kallaði hann, — hversvegna ertu svoúa hráður? En nágranni hans leit ekki við en hjelt áfram. Semyon starði á eftir honum þang- að til liann misti sjónar á honum i grófinni þar sem bugðan var á braut- inni. Hann fór heim og sagði við konuna sin: — Arina, nágránni okk- ar er villidýr en ekki maður. En samt i-ifust þeir ekki. Þeir lútt- ust aftur og töluðu um sömu mál. — Ef það væri ekki fyrir fólkið, værum við ekki að híma í þessum kofum, kunningi, sagði Vasily einu sinni. — Hvað er að tala um að híma. Er þetta svo slænú. Maður getur þó lifað i þeim. —■ Lifað i þeim, svei, svei .... Þú liefir lifað lengi en lítið lært, litið á margt en lítið sjeð. Hverskonar líf eiga fátæklingarnir í hreysunum, hjer eða annarsstaðar? Mannæturn- ar rífa þá í sig. Þær sjúgá lífsblóðið úr okkur, og þegar við el'dumst fleygja þeir okkur, alveg eins og þeir fleygja hratinu í svínin. Hvað færð þú mikið í kaup? — Það er nú ekki mikið, Vasily Stepanych .... tólf rúblur. — Og jeg þrettán og hálfa. Hvers- vegna? Samkvæmt reglugerðinni á brautarfjelagið að borga oklair fiml- án rúblur auk ljóss og liita. Hver ákveður, að þú skulir fá tólf rúblur eða jeg þrettán og hálfa? Spurðu sjálfan þig! Og þú segir að maður geti lifað á þvi. Þú skilur sjálfur að spurningín er ekki um hálfa aðra eða þrjár rúblur -— jafnvel þó þeir borguðu okkur fimtán. Jeg var á hrautarstöðinni i síðasta mánuði. Forstjórinn fór hjó. Jeg só hann. Mjer veittist sú virðing! Hann var í vagni út af fyrir sig. Hann kom út og stóð kyr á stjettinni .... Nei, hjer verð jeg ekki lengi, eitthvað verð jeg að fara, hvert sem er, út i veður og vind. — En hvert ætlarðu að fara, Stepanych? Eitthvað út í óvissuna. Hjer hefirðu húsnæði, hita og svo- lítinn blett. Og þú átt duglega konu. — Blett! Þú ættir að skoða blett- inn minn. Ekki ló upp úr lionum — ekki neitt. Jeg setti þar svolitið af kóli í vor, einmitt um það leyti, sem sem umsjónarmaðurinn kom. Hann sagði: „Hvað er þetta? Hversvegna liefir þú ekki tilkynt þetta? Hvers- vegna hefir þú gert þetta án leyfis? Rifðu þefta dasl upp með rótum! Hann var fullur. í annan tíma liefði hann ekki sagl orð við þessu, en nú vildi hann lóta til sín taka. Jeg fjekk þrjár rúhlur í sekl! .... Vasily tók sjer málhvíld, harði pipuuni við, og sagði svo lágt: —■ Það munaði minstu að jeg gerði út af við hann. — Þú ert skapbráður maður. — Nei, jeg er ekki skapbráður, en jeg segi sannleikann og hugsa. Já, jeg get gefið honum hlóðnasir enn- ])á. Jeg ætla að kæra til forstjórans. Og þá sjáum við hvað verður! Og Vasily kærði fyrir forstjóranum. Einu sinni kom forstjórinn i eftir- litsferð, því að þremur dögum siðar var von á stórmenni frá St. Pjeturs- horg þessa leið og þá varð hrautin að vera í lagi. Þeir voru í yfirlits- ferð, svo að alt varð að vera i röð og reglu þegar þeir kæmu. Það var fylt i holur og undirbyggingin jöfn- uð, þverbitarnir kannaðir, uppgengn- ir naglar kafreknir, hert á róm, merkjastengur málaðar og skipað að bera gulan sand á, þar sem spor- skifti voru. Konan i grannakofanum rak gamla manninn sinn út til þess að reyta arfa. Semyon vann viku- verk. Hann kom öllu i lag, hætti kápuna sína, hreinsaði og fægði eir- skjöldinn sinn þangað til það ljóm- aði af honum. Vasily þrælaði líka. Forstjórinn kom á teinekju með fjóra menn róandi vogarstönginni, svo að hvein i öllum hjólum. Teinekjan fór með tuttugu versta hraða og það íxkraði i hjólunum. Bar hana að kofa Semyons og hann hljóp út, heilsaði að hermanna sið og gaf skýrslu. Alt hafði verið lagfært, sem þurfti. — Hafið þjer verið lengi lijer? spurði forstjórinn. ■— Síðan annan maí, yðar liágöfgi. — Alt i lagi. Þakka yður fyrir. Og liver er í kofa nr. 164? Umsjónarmaðurinn (hann var með forstjóranum á teinekjunni) svar- aði: — Vasily Spiridov! — Spiridov, Spiridov .... Nú, hann sem þer gerðuð athugasemd- ina við i fyrra? — Sá er maðurinn. — Jæja, við skulum athuga Vasily Spiridov. Áfram nú! Verkamennirnir rjéru i ákafa og ekjan rann af stað. Semyon horfði á eftir þeim og rann í hug: — Það verður eitthvað sögu- legt milli þeirra og granna núns! Tveimur tímum siðar fór liann i yfirlitsferð sina. Hann sá einhvern koma brautina neðan frá grófinni. Skein á eitthvað hvitt á höfði hans. Semyon fór að veita því nónari at- hygli. Þetta var Vasily. Hann var með staf í hendi, pynkil á bakinu og vasaklút bundinn um kinnina. ■—- Hvert ertu að fara? kallaði Semyon. Vasily var kominn að honum.Hann var fölur, hvítur eins og krít, og eklur brann úr augunum. Hann gat varla náð andanum, en kvaldi upp úr sjer: — Til Moskva — á fund aðalstjórnarinnar. — Aðalstjórnarinnar? Nú, þú munt ætla að fara að kæra. Hættu við það Yasily Stepanych, gleymdu því! — Nei, kunningi, jeg ætla ekki að gleyma. Það er of seint. Sjáðu. Hann barði mig í andlitið, svo að hlóðið lagaði úr mjer. Jeg skal aldrei gleyma því meðan jeg lifi. Jeg liætti ekki við það svona. Sernyon tók i hendina á honum. — Hættu við þetta, Stepanych. Jeg ræð þjer af heilum hug. Þetta bætir ekki fyrir þjer. ■— Bætir ekki fyrir mjer! Jeg veit sjálfur, að það hætir ekki fyrir mjer. Mjer færi hetra að gera það ekki. en jeg læt ekki traðka á mjer. — Segðu mjer hvernig þetta vildi til? — Hvernig? Hann snuðraði um alt, fór niður af ekjunni og skygnd- ist inn i kofann. Jeg vissi fyrirfram að liann mundi verða strangur og hafði því komið öllu í hesta lag.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.