Fálkinn


Fálkinn - 09.05.1936, Blaðsíða 6

Fálkinn - 09.05.1936, Blaðsíða 6
G F Á L K I N N Hann var í þann veginn að fara þegar jeg bar fram kæru mína á umsjónarmanninn. I>á öskraði hann: — Hjer er rannsóknarnefnd stjórn- arinnar að koma og þú ert að nöldra um kálgarðsdes! Hjer eru háttsettir emhættismenn að koma, og þú ert að tefja mig með því að sífra um kál! Jeg misti þolinmæðina og sagði eitt- livað — ekki mikið, en hann móðg- ist af því og rak hnefann í andlitið á mjer. Jeg stóð kyr; jeg gerði ekk- ert, alveg eins og alt hefði verið rjett sem hann gerði. Þeir fóru, jeg rankaði við mjer, þvoði mjer og fór af stað. — Og hvað um kofann þinn? — Konan min verður þar og lítur eftir. Mig gildir einu um vegina þeirra. Vasily stóð upp og tygjaði sig. — Vertu sæli, Ivanov. Jeg veit ekkert hvort jeg fæ nokkurn á skrifstofun- um til að hlusta á mig. — Þú ætlar þó víst ekki að fara gangandi? — Jeg ætla að reyna að koinast í gripalest á stöðinni, og á morgun verð jeg kominn til Moskva. Nágrannarnir kvöddust. Vasily var fjarverandi um tíma. Konan hans þrælaði fyrir hann dag og nótt. Henni kom ekki dúr á auga og hún var komin að niðurlotum. Á þriðja degi kom rannsóknarnefndin. Eim- reið, flutningsvagn og tveir viðhafn- arvagnar fyrir farþega, en Vasily var ekki kominn enn. Semyon sá konu hans fjórða daginn. Andlit hennar var þrútið af gráti og augun rauð. — Er maðurinn þinn kominn? spurði hann. En konan bærði aðeins liendina til svars og fór á burt. Þegar Semyon var drengur hafði hann lært að búa til flautur úr reyr- tegund einni. Hann var vanur að brenna merginn innan úr leggnum, bora göt þar sem við þurfti, bora þær, setja munnstykki á annan end- ann og stemma þær svo vel, að liægt var að leika nálega hvaða lag sem vera skyldi á þær. Hann bjó mikið til af þeim í frístundum sínum og sendi þær með vinum sinum á flutn- ingalestunum til bæjarins og ljet selja þær þar. Hann fjekk tvo kó- peka fyrir hverja. Daginii eftir að rannsóknarnefndin var á ferðinni fór hann að heiman til þess að kanna brautina áður en siðdegislestin færi lijá, en skrapp á leiðinni inn i skóg til þess að ná sjer í nokkra reyr- leggi. Hann fór sinn spöl á enda, en þar er beygja á hrautinni, hljóp út af brautarjaðrinum og inn i skóg- inn. Hjer um hil hálfa verst frá brautinni kom hann í mýri og óx þar ágætur reyr í jöðrunum. Hann skar sjer stórt knippi af reyrstöngl- um og hjelt af stað heim. Sólin var komin lágt á loft, og i kvöldkyrð- inni heyrðist aðeins tístið í fuglun- um og marrið undir fótum hans. Hann gekk liratt en heyrðist nú sem hljóð bærist honum til eyrna úr fjarska, eins og þegar hamar dynur á járni, og herti því enn á sjer. Hann vissi ekki til að nein umferð færi fram á teinunum á þessum kafla. Hvað var þetta? Hann hljóp fram úr skóginum og nú blasti upp- hlaðin brautin við honum, en á henni var maður, önnum kafinn við eitt- hvað. Semyon færði sig hljóðlega nær honum. Honum datt i hug, að hann kynni að vera að fikta við rærnar, sem halda sainan teinunum. Hann hafði gætur á manninum, sem stóð nú upp með kúbein i hendinni. Hann hafði losað hrautarteiri, svo að hægt var að færa hann úr skorð- um. Semyon sorlnaði fyrir augum, hann langaði til að hrópa en gat ]>að ekki. Þetta var Vasily! Semyon skreið upp undirhleðsluna og í sama hili fór Vasily ofan hinumegin, með kúbeinið í hendinni. — Vasily Stepanych! Góði vinur, komdu. Lánaðu mjer kúbeinið. Við skulum koma teininum í skorður aftur, og enginn fær neitt að vita. Komdu! Forðaðu þjer frá þessari synd! En Vasily leit ekki við honum en livarf inn i skóginn. Semyon stóð við teininn, sem liafði verið rifinn upp. Hann fleygði af sjer reyrvöndlinum. Lest átti að koma innan skamms, ekki vörulest heldur farþegalest. Og hann hafði ekkert inerki til þess að stöðva hana, ekkert flagg. Hann gat ekki komið teininum fyrir, ekki rekið nagla eða skrúfað rærnar með berum höndun- um. Hann varð að lilaupa, hann mátti til að hlaupa heim í kofann sinn eftir verkfærum. „Guð hjálpi mjer!“ Annað gat hann ekki sagt. Semyon tók undir sig stökk heirn á ieið. Hann náði varla andanum en samt hljóp hann, og við og við datt hann. Hann komst gegnum skóg- inn; hann átti aðeins nokkur hundr- uð fet heim til sín, ekki meira, þeg- ar hann heyrði í fjarlægð eimblístru- hljóð frá verksmiðjunni. Klukkan var sex! Eftir tvær mínútur átti lest nr. 7 að koma. „Drottinn minn. Líkna þú saklausunr sálum!" í liug- anum sá Semyon eimreið rekast á lausa teininn með vinstra hjólið, riða við, leggjast á iiliðina, rífa upp þverokana og rnölva þá — og ein- mitt þarna var beygja á brautinni og undirlileðslan sjö feta há, og þar mundu vagnarnir veltast — og þriðja flokks farþegarnir merjast í kös .. lítil börn .. Enn sátu allir rólegir en engan dreymdi unl hættu. „Drott- inn minn! Hvað á jeg að gera?“ Það var enginn tími til að komast lieim og koma til baka í tæka tíð. Semyon fór ekki heim í kofann en sneri við og hljóp enn hraðar en áður. Hann liljóp að kalla mátti sjálfkrafa og í blindni; hann vissi ekkert hvað verða vildi. Hann liljóp þangað sem losaði teinninn var; þar lágu reyrstokkarnir hans í hrúgu. Hann beygði sig og tók einn þeirra, án þess að vita liversvegna og hljóp áfram. Honum fanst lestin vera að lcoma. Hann heyrði hvin i fjarlægð, heyrði óljóst marr við teinana, en nú voru kraftarnir þrotnir, hann komst ekki lengra og varð að stað- næmast, um G00 fet frá liættustaðn- um. Þá kom honum alt í einu ráð í hug — það var eins og ljósi væri hrugðið upp fyrir honum. Hann tók af sjer húfuna og innan úr henni bómullarvasaklút, dró hnífinn sinn upp úr stígvelsbolnum, signdi sig og sagði: „Guð veri mjer náðugur“. Hann rak hnífinn á kaf i vinstri upphandlegginn á sjer, rjett fyrir of- an olboga, og heit blóðgusa streymdi úr sárinu. Með henni litaði hann vasaklútinn sinn, breiddi úr honum og festi hann á reyrstafinn og brá upp rauða flagginu sínu. Hann stóð og veifaði flagginu. Lestarstjórinn mundi ekki sjá hann — mundi koma alveg, að honum, og lestin var svo þung, að ekki mundi liægt að stöðva hana á sex hundruð fetum. Og hlóðið hjelt áfram að renna. Semyon reyndi að kreysta sárið sanian til þess að hefta blóðrásina, en það tókst ekki. Hann hafði rekið linífinn svo djúpt og sárið var stórt. Hann fór að sundla, svartir dílar fóru að dansa fyrir augunum á lion- um og svo varð dimt. Og ákaft klukknahljóð kom fyrir eyrun á honum. Hann sá ekki lestina né Iieyrði. Hann var aðeins haldinn af einni liugsun. „Jeg get vist ekki stað- ið nógu lengi. Jeg dett og missi flaggið; lestin ekur yfir mig. Guð, lijálpaðu mjer!“ Alt rann i sorta fyrir honum, hann misti meðvitundina og hann misti flaggið, en hlóðuga merkið datt ekki. Önnur liönd greip það og lijelt því hátt, til þess að láta lest- NÝ HETTU-FYRIRMYND. Flest bendir á, að hattur verði framvegis hafður í hnakkanum, svo að hárið sjáist fyrir ofan ennið. Iljer er mynd af ferhyrnd- um „Kysehatti" úr munstr- inu „cloque“ með brydd- ingu úr lakkleðri í kring. FJAÐRAHATTUR. Þessi háttur er auðsjá- anlega til orðinn fyrir áhrif frá „bersaglieri“- höttunum, sein sumir í- talskir hermenn nota. Fjaðrirnar yfirgnæfa al- veg litla flókahattinn sem er undir. arstjórann sjá það. Og liann sá það og beindi afli vjelarinnar aftur á bak. Lestin stöðvaðist. Fólk kom lilaupandi út úr klef- um sínum og safnaðist í hóp. Pað sá inann liggja meðvitundarlausan á hrautinni, lagaðan blóði og annan mánn lijá honum með blóðugan klút á skafti. Vasily leit kringum sig. Svo laut hann höfði og sagði: „Bindið mig. Það var jeg sem reif upp brautar- teininn!“ Konungur Sigauna, Titulescu Kviek dó nýlega á ferðalagi frá Brasilíu til Póllands, en þar ætlaði hann að sækja alþjóðafund sigauna. Hefir nú risið deila mikil um, hver sje erf- ingi hans. Því að Kviek var forríkur maður. Þvert ofan í siði sigaauna fór hann ungur til Brasilíu og eign- aðist þar ekrur miklar, sem nú eru margra miljón króna virði og einn- ig eignaðist hann miklar jarðeignir í Rúmeníu, en þaðan var hann ætt- aður. En Kviek átti lika fjölda marga afkomendur og aðra ættingja, og nú stendur baráttan milli þeirra um arfinn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.