Fálkinn


Fálkinn - 09.05.1936, Blaðsíða 7

Fálkinn - 09.05.1936, Blaðsíða 7
F Á L K I N N 7 Nýlega var opnuð í Kaupmanna- höfn stór íþróttasýning, „Idræt og sport“ og er þar gefin alhliða mgnd af íþróttahreyfingu nútímans. Á sýningu þessari hafa Þjóðverjar stórt líkan af íþróttavöllum þeim við Berlín, sem notaðir verða til Olympsleikjanna i sumar og er myndin hjer til hægri af þessu lík- ani. Sjest þar j miðjunni aðal leik- vangurinn og ýmsir minni leikvellir. 1 hinni nýju sundhöll á Friðriks- bergi við Kaupmannahöfn var fyrir skömmu háð sundmót milli flokka frá Berlín og Kaupmannahöfn, bæði kappsund ogidýfingar. Á myndinni hjer að neðan sjest Suzanhe Heinze, sem talin er að vera líkleg til sigurs á Ölympsleikjunum næstu, og þýzk- austurríski sundkappinn Hans Hoff. Tóku þau bæði þátt í mótinu. I Myndin hjer að ofan sýnir blaða- menn vera að tala við ítalska hers- höfðingjann Santini, eftir einn stór- sigur hans í Abessiníu. Við hliðina á honum sjest Fuller hershöfðingi, sem er frjettaritari „Daily Mail“ í Abessiniu og næst eina stúlkan, sem gegndi frjettaritarastörfum í ófriðnum. Myndin til hægri er af Grænlands- farinu „Julius Thomsen“, sem er flutningaskip kryölítnámanna í Grænlandi. Með skipinu fór stór hópur ungra manna, sem á að vinna í námunnm í 2—Ó ár. Efst til hægri sjest hópur af farþegunum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.