Fálkinn


Fálkinn - 09.05.1936, Blaðsíða 9

Fálkinn - 09.05.1936, Blaðsíða 9
F Á L K I N N 9 GEORGES SIMENON: Líkið á krossgötunum. „Segið mjer sannleikann, fulltrúi... Carl er þó aldrei sekur? Sje hann það, þá hefir hann ekki verið með rjettu ráði, þeg- ar liann framdi glæpinn .... jeg' vil ekki trúa því. Jeg verð hrædd . . . . í ættinni . .". „Er geðveiki?“ „Hún leit undan“. „Já. Afi hans ljest i æðiskasti. Ein frænka hans var sett á geðveikrahæli .... En ekki hann .... nei, jeg þekki hann“. „Þjer eruð ekki búnar að borða morgun- verð ?“ Það fór all í einu um iiana hrollur. Hún leit i kring um sig' og svaraði, eins og' undr- andi: „Nei“. „Eruð þjer ekki svangar? .... Klukkan er orðin þrjú“ „Þjer skuluð þá reyna að fá yður eittlivað að borða .... það er ástæðulaust, hjeðan af, að þjer sjeuð lokaðar inni .... Bróðir yðar kemur ekki aftur“. „Það er ekki satt..Hann kemur aftur, verið þjer viss. Það er óliugsanlegt, að hann hafi yfirgefið mig“. „Komið þjer nú“. Maigret var þegar kominn fram á gang- inn. Hann var brúnaþungur, og reykti við- stöðulaust. Hann hafði ekki augun af ungu stúlkunni. Hún straukst upp við liann, þeg- ar hún gekk fram lijá lionum; en hann ljet það ekkert á sig fá. Þegar hún kom niður, var hún enn vand- ræðalegri. „Carl liefir altaf sjeð um mig .... jeg liefi ekki einu sinni hugmynd um, hvar mat- urinn er geymdur“. Þau fundu dós með niðursoðinni mjólk og vínarbrauð, í eldhúsinu. „Mjer er ómögulegt að borða, jeg er svo ákaflega óstyrk...Jeg þarf að vera ein. .... Og þó ekki, — nei. Þjer megið ekki fara frá mjer...Þetta óliugnanlega hús, sem mjer liefir aldrei geðjast að . . hvað er þetta, þarna úti?“ Hún benti út um gluggann, á skepnu, sem lá í hnipri á garðgötunni. Það var ekki ann- að en venjulegur köttur. „Jeg liefi andstygð á skepnum! Jeg hefi andstygð á sveitinni! IJjer heyrast allskon- ar hljóð — brak og hrestir, — jeg er altaf eins og á nálum . . Á nóttunni, — hverri ein- ustu nóttu, lieyri jeg andstyggilegt væl i uglu, sem liefst við Iijer einhversstaðar í nágrenninu“. Það var eins og að hún væri líka hrædd við dyrnar, þvi að hún starði á þær, eins og liún ætti von á áhlaupi einhverra óvina á hverri stundu. „Jeg get ekki sofið hjer ein. Jeg vil það ekki“. „Er talsími lijer i húsinu?“ „Nei! .... Bróðir minn ætlaði sjer, að fá síma lagðan hingað .... en það var alt of dýrt l'yrir okkur .... Getið þjer sett yður i spor okkar? Við húum í þessu hús-gímaldi og höfum trjágarð, sem er, — ja, jeg veit ekki hve margir hektarar liann er, en við höfum livoki efni á þvi, að hafa sima nje rafljós, og ekki höfum við heldur efni á því að halda þjónustustúlku .... En svona er Carl .... Hann er alveg eins og pabhi“. Og all i einu fór hún að hlæja .... hálfgerðum óstillingar hlátri. Þetta var óhugnanlegt, þvi að jafnvæginu náði hún ekki aftur. Brjóst liennar titruðu af þessari kátínu, en augun urðu stór og starandi, eins og hún væri altekin skelfingu. „Hvað er á seyði? .... Hvað er það, sem vður þykir svona skemtilegt? „Ekkert. Þjer megið eklci reiðast mjer . . Mjer datt í lmg bernska okkar, — kennari Carls, heima í höllinni með öllnm þjónun- um, heimsóknirnar, í vagni með fjórum hestum fyrir .... og svo kjör okkar hjerna“.................................. Hún handljek mjólkurdósina, en þrýsti andlitiúu upp að glerrúðunni i liurðinni, og starði út á grasbalann. „Jeg skal sjá um, að hjer verði varðmað- ur hjá yður í nótt“. „Já, jeg þakka yður fyrir .... nei, jeg vil engan varðmann hafa .... jeg vil, að þjer komið hingað sjálfur, fulltrúi .... annars er verð jeg hrædd“. Hvort var hún nú heldur að lilæja eða gráta? Það var eins og hún sypi hveljur. Allur líkaini hennar litraði, frá hvirfli til ilja. Vel hefði hann getað haldið, að hún væri að gera sjer þetta upp. En það mátti eins vel lialda, að taugakerfi hennar væri að því komið að hila. „Lálið mig ekki vera eina“. „Jeg verð að sinna starfi mínu“. „Það er satt, — en nú er Carl flúinn“. „Haldið þjer sjálfur, að hann sje sekur?“ „Jeg veit það ekki .... Jeg veit ekkert framar .... ef hann hefir flúið . . . .“ „Viljið þjer, að jeg loki yður aftur inni i herberginu yðar?“ „Nei! En jeg óska, að komast á burtu, úr þessu húsi, svo fljótt sem auðið er, i fyrra- málið .... á burtu frá krossgötunum. Jeg vil komast til Parísar, þar sem göturnar eru fullar af fólki, af iðandi lífi. Jeg er hrædd við sveitina .... jeg veit ekki . . . .“ Og alt í einu: „Verður Carl bandtekinn í Belgíu ?“ „Við heimtuin, að hann verði framseld- ur?“ „Þetta er alt svo ótrúlegt .... þegar mjer dettur i hug, að aðeins fyrir þrem dögum síðan . . . .“ Hún tók háðum höndum fyrir andlit sjer. Maigret var kominn út á grasbalann. „Verið þjer sælar á meðan, ungfrú“. Honum var ljettir að því, að komast á hurtu, og þó þótti honum fyrir því, að þurfa að fara frá henni. Lucas var að rölta fram og aftur, á veginum. „Ekkert nýstárlegt?“ „Ekkert. Vátryggingamaðurinn kom lil mín til þess að spyrjast fyrir um það, hvorl liann fengi ekki bil'reiðina sína aftur bráð- lega“. Herra Michonnet hafði heldur kosið, að snúa sjer til lögregluþjónsins, en Maigrets sjálfs. Þeir sáu til hans, inni i litla garðinum sínum, — og var liann að gefa þeim auga. „Hefir hann þá ekkert fvrir stafni?“ „Hann se(gist ekki geta komist til við- skiftamanna sinna í umdæminu, öðruvisi en í bifreið .... Hann er að tala um að slefna lögreglunni til skaðabótagreiðslu“. Stór farþegabifreið, með lieilli fjölskyldu, og önnur bifreið, lítil, höfðu nmnið staðar hjá bensíndælunmn. „Náunginn þarna í bifreiðaskálanum, er inaður, sem vinnur sjer ekki að voða“, varð Lucas að orði. „Þar er eins og að honum sje næstum því sama um hagnaðinn af fyr- irtækinu“. „Hafið þjer lóbak á yður?“ Það var sem jjetta mikla og nýstárlega sólskin, sem flóði yfir náttúruna þenna dag, hefði lamandi álirif á Maigret. Hann strauk hendinni um enni sjer og' tautaði: „Jeg held jeg verði að halla mjer og sofa, svo sem i Ivo tíma .... Við sjáum svo til í kvöld“. Þegar þeir gengu fram lijá bifreiðaskýl- inu, kallaði Oscar til þeirra: „Það má ekki bjóða yður eítt glas af ein- liverju sterku, fulltrúi? .... svona rjett um leið og þjer gangið fram lijá? .... Hvað segið þjer um það? „Rjett bráðum“. Háværar raddir heyrðust í liúsi Michonn- ets, og mátti geta sjer þess til, að hjónin þar vau'i að rífast. VI. Nótt hinna fjarverandi. „Isaac Goldberg háður lögreglu eftirliti i marga mánuði, þar eð verslun lians er ekki svo mnfangmikil, að rjettlætt geti lifnaðar- háttu hans. Var grunaður um að versla með stolna gimsteina. Engar sannanir. Ferðalagið til Frakklands kemur heim við gimsteina- þjófnað fyrir tvær miljónir í Lundúnum, fyrir hálfum mánuði. Óundirskrifað brjef staðfestir, að gimsteinarnir liafi lent til Antwerpen. Attiygli liafa ýakið 'tveir al- lieims-þjófar, sem haft hafa um þessar mundir stórar fjárhæðir lianda á milli. Álít- um, að Goldberg liafi keypt gimsleinana og farið til Frakktands til þess að selja þá. Riðjið Scotland Yard um lýsingu á gimstein- unum“. Maigret var tæplega vaknaður enn, og stakk skeytinu í vasa sinn og spurði um leið: „Er annars nokkuð að frjetta?“ „Nei. Jeg hefi verið á vakki á krossgötun- um. Jeg kom auga á skálaeigandann, upp- dubbaðann i fullkomið skrautband, og spurði liann, hvert hann ætlaði. Mjer skilst, að hann sje vanur að fara með konuna til Parisar einu sinni á viku hverri, borða þar miðdegisverð og fara í leikhús á eftir. Þau éru þá ekki vön að koma lieim fvrr en dag- inn eftir, og gista á gistihúsi . .. .“ „Er hann farinn?“ „Jeg gæti trúað þvi, að liann væri farinn af stað“. „Spurðuð þjer hann, á livaða gildaskála liann ætlaði að borða?“ „Á L’Escargot í Baslillugötu. Síðan fer liann á L'Ambigu. Og þau ætla að gista á Hótel Rambuteau i Rue de Rivoli“. „Þetta er all-nákvæmt“, muldraði Maigret. Ilann fór að greiða sjer. „Vátryggingamaðurinn sendi konuna til mín, með þan skilaboð, að hann óskaði eft-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.