Fálkinn


Fálkinn - 09.05.1936, Blaðsíða 8

Fálkinn - 09.05.1936, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN YNGfVU LES&NMRNIR Sitt af hverju. Það var liið frœga enska skáld Rudyard Kipling, sem skírði þefkölt- inn indverska nafninu „Rikki-tikki- tavi“. Og það er til marks um, hve bækur Kiplings eru mikið lesnar, að nú gengur þetta dýr undir þessu nafni Kiplings nálega um allan heim. Rikki-tikki-tavi liefir fyrst og fremst orðið vinsæll fyrir það, live duglegur hann er að veiða nöðrur. Hann er sjerstaklega frægur í Ind- landi, því að þar drepur hann liættulegar eiturnöðrur og jetur þær, án þess að verða nokkuð meint af. Það er talið, að eiturnöðrurnar í Indlandi verði um 20.000 manns að hana á hverju ári, og þessvegna er það ekki nema eðlilegt, að „Rikki“ litli sje í heiðri hafour sem húsdýr því að hann er langbesta vopnið sem til er gegn eiturnöðrunum. Það kvað vera skrítin sjón að sjá þennan litla költ vera að berjast við liöðrurnar. Þau standa þarna hvort andspænis öðru, Rikki skelfur allur af vonsku og kamparnir standa út í loftið, en naðran, sem veit, að húii á við hættulegan óvin að etja, hring- ar sig og hefir hausinn á lofti og iðar í sífellu, viðbúin að gera árás og högga til Rikki með tönnunum á svo fljótu augnabliki, að mannlegt auga getur ekki greint hreyfinguna. Rikki er fljótur til viðbragðs og hefir oftast lag á að vinda sjer und- an tilræðinu og kemst þá aftan að nöðrunni og bitur á hálsinn á lienni aftan frá. Þó ber það við stundum, að naðr- an nær til að bíta í trýnið á Rikki- tikki-tavi, en þá verða kamparnir á kvikindinu, sem eru mjög þjettir, til þess að draga úr bitinu, svo að það er mjög sjaldgæft, að eitrið nær að komast i köttinn. Og jafnvel þó að hann fái í sig eitrið þá lifir hann það oftast af. Rikki-tikki-tavi er mjög elskur að fólki og það er hægt að venja hann eins og hvert annað húsdýr. Hann veiðir líka rottur og mýs, eins og venjulegir kettir og gerir því sama gagn líka eins og kötturinn hjá okk- ur. Hann gengur út og inn um hús- ið, eins og hann sjálfur vill. Það er aðeins einn galli á þessu litla hús- dýri, að það er svo forvitið og vill hnísast í alt. AKSTUR Á DAUÐAMÚRNUM. Það getur vel verið að þú hafir sjeð þessa list leikna á kvikmynd einhverntíma: að aka á hjóli innan í kröppum hring eða bala, innan á nær lóðrjettum veggnum. Þetta virð- ist afar hættuleg iþrótt, en þó er hún ekki eins hættuleg og hún sýn- ist. Hinsvegar kemur það oft fyrir að alvarleg slys hljótast af þessu. Þessi íþrótt byggist á miðflótta- aflinu. Ef þú sveiflar steini í snöru, þá liarðnar á snörunni eftir þvi sem Iienni er snúið fljótar og steinninn ,,Akslnr á daiiffamúrmim". leitar út lil hliðanna í stað þess að lcita niður, eins og hann vitanlega gerir, ef hann er ekki í hreyfingu. Miðflóttaaflið verður sterkara en að- dráttarafl jarðarinnar. Eins hefirðú máske einhverntíma reynt að sveifla kringum þig fötu með vatni. Vatnið hellist ekki úr fötunni, þó að hún liggi alveg á hliðinni, og það er mið- flóttaaflið sem varnar vatninu að hellast niður. Þegar hjólreiðamaðurinn fer af stað niðri í kerinu, ekur liann fyrst í stað í litlum halla, þangað til hann er kominn á nægilega hraða ferð. færir hann sig upp undir barm- ana á kerinu og þeysir þar áfram og snýr höfðinu inn. Miðflóttaaflið hjálpar honum til að detta ekki. Ekki veit jeg hvort ykkur ersvovel við mýsnar, að ykkur langi til að eignast músabúr. En erlendis er það altítt, að krakkar ali upp hvítar mýs, sem eru til sölu í fuglaverslunum. Fyrir búr handa músunum er not- aður kassi, sem er 30x50 senti- metrar í botninn og er kassinn lát- inn vera á hliðinni. I stað loks — eða framhliðar er haft vírnet eða rúða, en á bakhliðinni er haft lok sem hægt er að opna til þess að lmifa lil hjá músunum og gefa þeim æti. Svo eru ýmsá'r tilfæringar hafðar inni í kassanum lianda músunum til að skemta sjer við. Það eru gerð loft og stigar lianda músunum að hlaupa upp og niður, og hjól með rimlum lianda þeim að klifra í. Svo verður að gera hreiður í rólegasta horninu, handa músamömmu. En svo að alt fari vel verður að hirða mýsnar vel og gefa þeim nóg að jeta og drekka. Setjið þið samanl 82 Þrenn verðlaun: hr. 5, 3 og 2 1. 2. 3. 4. 5. 6. 8........................... 9 .......................... 10 ........................... 11 ........................... 12 ........................... 13 ........................... 14 ........................... 15 ........................... 16 ........................... Samstöfurnar: a—á—ánn—ar—as—band—boð—dun erf—eld—farð—fjöll—goon—hjem— i—i—i—i—ing—king—las—lás—minn nan—nap—of—ol—o—ran—sig—sjáv sóm—trond—tóm—unz—us—u—u— ur—ver—ýs. 1. Borg í Frakklandi. 2. ítalskt skáld. 3. Biblíunafn. 4. Mannsnafn. 5. Tveir fiskar. (i. Borg í Indlandi. 7. Sómahjú. 8. Norskur bær. 9. Erfisdrykkja. 10. Burt með þig! 11. Aðvörun. 12. ítölsk borg. 13. Flóð og fjara. 14. Mannsnafn. 15. Óþörf fóðrun. 16. Borg í Kína. Samstöfurnar eru alls 43 og á að setja þær saman í 16 orð i samræmi við það sem orðin eiga að tákna, þannig að fremstu stafirnir í orð- um, taldir ofan frá og niður og öft- ustu stafirnir, taldir að neðan og upp, myndi nöfn tveggja isl. ritstjóra. Strykið yfir hverja samstöfu um leið og þjer notið hana í orð og skrifið nafnið á listann til vinstri Nota má ð sem d og i sem i, a sem á, o sem ó og u sem ú. Sendið „Fálkanum", Bankastræti 3 lausnina fyrir 16. júní og skrifið nöfnin í horn umslagsins. Nafn á hnlfnnm. Góður hnífur er áhald, sem allir drengir ættu altaf að hafa í vasanum. Þvi að" það kemur sjer stundum illa að hafa ekki linif, ekki sist á ferða- lagi. Einu sinni fyrir mörgum árum lá skúta fyrir akkerum í höfn, þegar gufuskip sigldi á hana. Áhöfnin komst fáklædd upp úr skipinu og niður í bátinn, sem lá bundinn við skipið. En fangalínan var bundin svo fast að enginn gat leyst hana. Og enginn hafði hníf. Skútan sökk og dró bátinn með sjer ofan i sjóinn og margir druknuðu. Þarna hefði hnif- ur getað bjargað mörgum mannslíf- um. í annað skifti bar það við, að ])iið kviknaði í hesthúsi bónda eins í Skáni. Bóndinn ætlaði að bjarga hestinum en gat ekki leyst hann af bátnum og hesturinn brann inni. En hú þarft helst að liafa nafnið ])it( á hnífnum þínum og það er auð- velt. Þú dýfir blaðinu í bráðið vax og skrifar síðan nafnið þitt með nál- aroddi í vaxið, þannig að oddurinn snerti járnið sjálft. Svo hellirðu nokkrum dropum af saltpeturssýru á stafina og dreifir síðan salti ofan á. Þú híður svo i tíu mínútur, skolar hnifinn og skefur vaxið af. Þá stend- ur nafnið eftir. En farðu varlega með sýruna því að hún er eitruð og brennir bæði fingurgómana og fötin þín ef hún kemur við. KOMBI. Lausn gátunnar í síðasta blaði: Tjaldsængin. ,HERFANG“. í enskri hersveit, sem nýlega kom frá Indlandi til Englands, var þessi dáti, með þriggja mánaða gamlan son sinn, sem hann hafði eignast austur í Laliore.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.