Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1936, Page 1

Fálkinn - 13.06.1936, Page 1
Krossá undir Þórsmörk. Myndin hjer að ofan er af mönnum á reið yfir Krossá, þar sem hún fellur undir vestanverðri Þórsmörk, skamt frá Langadal. Þó að Krossá geti ekki talist stórt vatnsfall stendur mörgum Þórsmerkurgestum illur beygur af henni, því að hún er stórgrýtt mjög í botninn og straumhörð, svo að hún er illreið viðvaningum, ef vöxtur er í henni. Og nú er svo komið, að hún er orðin stærsta vatnsfallið, sem nauðsynlega verður að riða yfir á leiðinni í Þórsmörk, síðan brýr komu á Þverá og Markarfljót. Að vísu fara flestir í Þórsmörk úr Fljótshlíðinni og þá verður að ríða bæði vötnin sem nefnd voru, en með því að fara austan vatna og inn Langanes er hægt að sleppa við þau. Eru þá aðeins Krossá og Steinsholtsá og nokkrar smásprænur til farartálma. Að vísu hefir það komið fyrir að hægt hefir verið að komast á bifreið í Mörkina milli stórvatnanna, en það er sjaldgæft. — Myndina tók Þor- steinn Jósefsson.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.