Fálkinn - 13.06.1936, Blaðsíða 2
2
F Á L K 1 N N
------ GAMLA BÍÓ -----------
Jeg ein.
Bráðskemtilegur gamanleikur
tekinn af Metro-Goldwyn May-
er undir stjórn Edw. H. Griffith.
Hljómleikarnir eftir Edward
Ward. Aðalhlutverkin leika:
JOAN CRAWFORD,
ROBERT MONTGOMERY,
FRANCHOT TONE og
CHARLIE RUGGLES.
Sýnd bráðlega.
Mynd þessi er gamanleikur, tekin af
Metro-Goldwyn Mayer og er samin
af Donald Odgen Steward og Horace
Jackson eftir kunnu leikriti. Leik-
sljóri myndarinnar er Edward
Griffith en lögin við hana eru sam-
in af Edward Ward.
Aðal persónan í leiknum er ung
stúlka, sem elst upp hjá ríkri frœnku
sinni, sem vill í öllu hafa háttu
fínna fólksins i New York, þ. e. að
njóta lífsins í ríkum mæli, fara i
samkvæmi, viðra sig upp við þá, sem
þykja enn þá fínni o. s. frv. Eu
unga stúlkan er öðruvísi gerð en
flest það fólk, sem elst upp undir
hennar kringumstæðum. Hún fer sín-
ar eigin götur og hefir miklu þrosk-
aðri hugsanir um mannlífið en flest
fólk sem elst upp við sömu kjör og
lnin. Þessi stúlka, Marcia Townsend
er snildarlega leikin af Joan Craw-
ford. Hún er ástfangin af Sherry
Warren, ungum og ríkum manni, sem
í fullum mæli vill njóta lífsins og er
ekki beinlínis grandvar í líferni
sinu, (Robert Montgomery). Frænku
hennar er ekkert um þann ráðahag
og vill gjarnan láta stúlkuna giftast
öðrum manni, Oliver Allen (Regin-
ald Denny) og eitt sinn er Sherry
hefir svikist um að koma í lieim-
sókn til þeirra frænknanna, ætlar
hún að nota sjer tækifærið, til að
koma þeim saman Marciu og Oliver.
En þetta fer þó á aðra leið. Jafnvel
þó að Marciu renni í skap við Sherry
út af kæruleysi hans og lausagopa-
skap sigrast hún þó altaf þegar á
reynir á viðmóti hans, því að hann
er einn þeirra manna, sem kven-
fólkið kallar „ómótstæðilegt".
Þegar kemur fram i myndina koma
þar ýmsar aðrar persónur til sög-
unnar. Má þar fyrst og fremst nefna
Edgar, frænda Sherry’s (Charlie
Iíuggles), sem verður ógleymanlegur
fyrir snildarlegan kýmnileik sinn.
Og næst kemur til sögunnar dans-
mær, sem leikur á banjó og heitir
Theresia (Gail Patrick), sem að lukk-
ast að komast upp á milli þeirra
Marciu og Sherry — eftir að þau eru
gift. Myndinni lýkur svo með skemti-
legum samfundum, þar sem mætast
ýmsir „fyrverandi aðstandendur1-
Sherry’s úr ástamálum hans. En
þrátt fyrir alt það óvænta, sem að
steðjar í myndinni verður ást Sherry
og Marciu yfirsterkari. Myndin er
bráðskemtileg frá upphafi til enda og
verður sýnd á næstunni í GAMLA
Bíó.
Prag-kvartettinn
Um síðustu helgi fór Páll ísólfs-
son skólastjóri Tónlistaskólans með
tjekknesku listamennina austur i
sveitir i skemtiferð, að Gullfossi,
Geysi, Grýlu, Brúarhlöðum, Ljósa-
fossi og víðar. Veðrið var hið ákjós-
anlegasta og Fálkinn hefir heyrt, að
þeir hafi verið engu síður hrifnir af
landinu en landsmenn af þeim. Yf-
irleitt láta þeir listamennirnir ágæt-
lega af komu sinni liingað og leika
á alls oddi. Þeir eru mestu æringjar,
auk þess að vera listamenn og kvað
það ekki síst eiga við prófessor
Cerny. Myndirnar sem hjer sjást geta
ef til vill gefið nokkra hugmynd um
þetta.
Þessi mynd er t. d. af Cerny pró-
fessor — „lífinu og sálinni“ í kvart-
ettinum. Hjer er hann að setjast á
bak gamla Brún, i austurförinni.
Hann er húin að skoða Gullfoss
eins og hann getur verið fegurstur í
ljóma hádegissólarinnar og ætlar nú
að fara að iðka hina göfugu riddara-
list. Andlitið á honum lýgur þvi ekki
að lionum líki lifið. Og ekki spilli
það til, að Geysir fór af stað 5 mín-
útum eftir að þeir fjelagar komu að
honum.
Á þessari mynd sjást fjórmenn-
ingarnir hjá Gullfossi. Frá vinstri:
Cerny, Berger, Schweyda og Vec-
tomov.
í skemtiför.
Og hjer eru listamennirnir staddir
við Grýlu.
Loks birtist hjer mynd af próf.
Cerny, sem sýnir nýja hlið á mann-
inum. Kennari hans i matargerð. Otas
Nejedly prófessor í málaralist við
listskólann í Prag, sendi honum
þessa mynd áður en hann fór í ís-
landsförina og sagði honum að mynd-
in ætti að gilda sem fullnaðarpróf-
skírteini í matargerðarlist. — Laxinn i
„Þrastarlundi" er „poesi“ segir Cerny
og trúum við ekki öðru, en að lax-
inn hafi orðið upp með sjer af slík-
um ummælum.
Jóhannes Hjartarson fyrv. af-
greiðslum., verður 70 ára 19.
þ. m.
Vellauðug amerísk kona giftist
brezkum manni um daginn. Þau fóru
brúðkaupsferðina með neðansjávar-
bát til írlands.
------ NÝJA BÍO -------------
„Dantes Inferno”.
Stórkostlega vel gerð mynd um
líf og ástir fólks, sem á alt
undir því, að vekja á sjer at-
hygli sem leiktrúðar, tekin af
Fox Film, undir stjórn Harry
Lachman. Aðalhlutverkin leika:
SPENCER TRACY og
CLAIRE TRF.VOR.
Ennfremur Henry B. Walthall
og dansendurnir Rita Cansino
og Gary Leon.
Sýnd bráðlega.
Rit Dantes um Inferno hefir náð
])eim sessi i heimi bókmentanna, að
verða eitt hið frægasta rit af öllum
bókmentum miðalda. Frásögn Dantes
af því, þegar hann kemur til Vitis,
og lýsir öllu því, sem fyrir hann bar
þar, hefir orðið eitt þeirra listaverka
bókmentanna, sem hæst ber á í
heiminum.
lín það er best að segja frá þvi
strax, að kvikmyndin, sem lijer verð-
ur sagt frá og ber þetta nafn, er
ekki beint kvikmynd af þessu mikla
listaverki. Hún er frásögn af lífi
trúðleikara, sem starfa saman á
skemtistofnun, sem tekið hefir sjer
þetta fræga nafn — „Dantes Inferno“.
Og vitanlega reynir stofnunin að bera
nafn með rentu og sýna eitthvað í
líkingu við það, sem þeir gestir hafa
hugsað sjer, er þar koma inn og liafa
lesið liið fræga verk Dantes um Víti.
Aðalhlutverkið í myndinni, Jim
Carter, er leikið af Spencer Tracy.
Hann er maður, sem vill leggja alt
í sölurnar fyrir peninga og völd en
neytir ekki altaf heiðarlegra aðferða
lil þess að ná tilgangi sínum. Hann
er altaf óheiðarlegur. Og þegar hann
gerist kyndari á stóru gufuskipi hugs-
ar hann mest um það, að svíkjast
um vinnuna, sem hann á að inna af
hendi fyrir kaupi sinu. Hann kemst
í „framandi höfn“ og vinnur fyrir
sjer þar með því að láta kasta bolt-
um í hausinn á sjer. Þar fær hann
gióðarauga og verður að hætta at-
vinnunni. Og þá kemst hann í kynni
við „galdramann" sem heitir Pop
McWade og kallar sig prófessor. Hann
rekur alþýðlega skemtistofnun, sem
heitir „Dantes Inferno“ — „HelvíU
Dantes“. Hefir hann tekið þetta nafn
i virðingarskyni við skáldið Dante,
sem hann hefir orðið hugfanginn af,
við að lesa hið fræga rit „Inferno“
eftir hann. „Prófessorinn" á frænku,
sem heitir Betty (Claire Trevor) og
verður Jim óstfanginn af henni. Hann
leggur sig allan í það, að vinna hús-
bónda sínum sem mest gagn — vegna
ástarinnar til hennar, og bráðlega
rís upp nýtt „Inferno“, sem dregur
fólk að sjer — og peningarnir
streyma að fyrirtækinu. Jim hefir
þarna fengið hlutverk, sem honum
lætur vel, — að raka saman pening-
um — en gamli „prófessorinn“ er
ekki eins glaður yfir velgengninni.
Kann er hugsjónamaður en enginn
mammonsþjónn.
Nú rekur myndin sögu þeirra Jim
og Betty. Þau giftast og eignast dreng
en Jim fær að reyna, að peningarnir
eru ekki einhlýtir til þess að öðlasl
gæfu í veröldinni. Seinni hluti mynd-
arinnar er sönnun þessa. Verður
liann ekki rakin lijer. En leikurinn
í myndinni er þannig, að þeir sem
sjó hana munu geyma í liuga sjer
ríkari álirif, en þó þeir hafi lesið
margar hugvekjur um það, hvar gæfu
lífsins sje að finna. Það er frábær
meðferð á hlutverkum, sem Spencer
Tracy, Claire Trevor og Henry B.
Walthall sýna í þessari mynd, sem
sýnd verður nú bráðlega á NÝJA BÍÓ.