Fálkinn - 13.06.1936, Qupperneq 8
8
F Á L K I N N
YNG/W
U/&NGyRNIN
Gulliver á kvikmynd.
Hinn gamli góðvinur flestra barna,
æfintýralietjan Gulliver hefir orði'ð
fyrir óvenjulega miklu umtali síðasta
árið. Og þetta kemur af því að hann
hefir verið tekinn á kvikmynd, sem
nú er sýnd um alla veröldina.
Þó er það eiginlega ekki Gulliver
sjálfur, sem mesta athyglina vekur
heldur eru það dvergarnir 3000. Því
ingu hjá hvergunum verður að taka
25 mismunandi myndir, því að ekki
má lireyfa handlegginn nema einn
millimetra við heverja mynd. Þið
skiljið því, að það liggur mikil vinna
í að gera svona mynd og að aðstoð-
arfólkið, sem á að hreyfa brúðurnar
og skifta um höfuðið á þeim, hefir
nóg að gera. Enda er myndin öll
Gulliver í hlekkjum.
að í myndinni er Gulliver sjálfur eini
menski maðurinn, en dvergarnir, sem
bæði tala, syngja og fetta sig og
bretta, sýna bæði hræðslu og reiði og
öll hugsanleg skapbrigði, eru svo
snildarlega leiknir, að maður efast
um, að þeir sjeu dauðar brúður. En
þó er þetta svo. Hverjum dverg eða
brúðu fylgja 250 hausar, sem skift
er um, eftir þvi sem við á, og búk-
arnir eru þannig gerðir, að þeir geta
sýnt sig i öllum stellingum. En til
þess að sýna eina einustu armhreyf-
gerð úr 150.000 einstökum myndum.
— Lika reyndist það erfiðleikum
bundið að fá rjettar raddir handa
brúðunum, þær urðu að vera hreinar
og greinilegar, en jafnframt ósköp
veikar. Gulliver einn mátti tala með
venjulegri mannsrödd.
Eins og altaf gerist um bækur sem
cru kvikmyndaðar þá var efninu í
Gulliver í Putalandi breytt. Þannig
var tekið tillit í kvikmyndinni til
ýmsra nýunga, sem orðið hafa síðan
Konungurinn i þinginu.
Til oriistu.
bókin var samin. T. d. lætur inynd-
in tilkynna það með gjallarhornum
og útvarpi um alt land', að risi hafi
fundist í fjörunni. Lögregluvörður
stjórnar umferðinni. Og þegar lög-
reglan ætlar sjer að gera Guliver
hættulausan með þvi að gefa honum
svefndrykk þá lætur myndin lög-
reglustjórann, sem er í nýtísku bif-
reið, kalla á slökkviliðið og dæla of-
an í Gulliver svefndrykknum.
í þinginu gerist skemtilegur atburð-
ur. Eftir langar umræður lýsir kon-
ungurinn yfir því, að Gulliver skuli
fá að lifa, og að ríkið geri sjer mat
úr kröftum hans með því að taka
luinn í herinn.
Svo er risinn settur á heila lest af
bifreiðum og honum ekið til kon-
ungshallarinnar þar sem öll hirðin
bíður. Lífvörðurinn stendur í fylk-
ingu fyrir utan með byssurnar á
lofti, en bak við er þröng af fólki
um allan hallargarðinn. — Trumb-
urnar eru barðar og skotið af fall-
byssum en Gulliver heyrir ekki neitt
og vaknar ekki fyr en konungurinn
ríður á spretti eftir lionum endi-
löngum og kitlar hann í nefið. Þá
rumskar hann og rís upp og spreng-
ir af sjer böndin og sjer við fætur
sjer merkilegan bæ, bygðan eintóm-
um dvergum. Og þar upplifir hann
mörg æfintýri.
Mesti viðburðurinn sem Gulliver
lifir í Putalandi er uppreisnin, sem
verkamennirnir gera gegn liernum og
konginum. Hermennirnir sækja fram
með nýtísku fallbyssur, brynreiðar
og ,,tanka“, en verkamennirnir eru vel
viðbúnir og lokka herinn út á sljettu,
þar sem þeir hafa grafið sprengjur
niðri í jörðinni og sprengja svo mik-
inn hluta hersins I loft upp. í höll-
inni inni lendir öllu í uppnámi, til-
kynningarnar hljóða ó víxl um sigur
og ósigur, þangað til Guliver gengur
i lið með verkamönnunum og dregur
allan herflotann á land. Þá verður
konungurinn að gefast upp.
En þó að Gulliver upplifi margt
merkilegt i Putalandi þá langar hann
þó að komast heim aftur. Og heim-
förinni er lýst alveg eins og sagt er
frá henni í sögunni frægu, sem þið
sjálfsagt hafið lesið, því að hún er
einna vinsælasta barnabókin, sem til
er ó íslensku.
Tóta frænka.
Snati litli leggur til haus á snjókarl
t