Fálkinn


Fálkinn - 01.08.1936, Qupperneq 2

Fálkinn - 01.08.1936, Qupperneq 2
2 F Á L K I N N ------ GAMLA BÍÓ ---------- Litli engillinn. Bfnisrík og hrífandi Metro-mynd. Aðalhlutverkin leika: JEAN PARKER, JAMES DUNN, UNA MERKEL, STUART EDWIN. Myndin sýnd bráðlega. „LITLI ENGILLINN" er falleg og hugnæm kvikmynd, tekin af Metro Goldwyn-Mayer undir stjórn David Rutler. Aðalpersónan er Sally (leik- in af Jean Parker), sem hefir at- vinnu af því að kenna börnum að dansa. Hún er trúlofuð Joe Lacey, ungum miðlungsmanni og kvöldið fyrir brúðkaupið bjóða þau kunn- ingjum sínum heim til Sally í gleð- skap. Joe vill endilega láta taka mynd af þeim, en Sally segir að það boði óheill að láta mynda sig rjett fyrir brúðkaupið, og flýr út á sval- irnar til þess að ekki verði úrmynda- tökunni. En hún dettur fram af svöl- unum og slasast á fæti, svo að hún verður ófær til að kenna að dansa. Og þá yfirgefur Joe hana. Hann vill ekki giftast örkumla stúlku. En Joan sambýlisstúlka Sally (Una Merkel) og Gus kunningi hennar, styðja hana með ráðum og dáð. Þau hvetja Sally til þess að leggja fyrir sig brúðugerð og fær hún brátt líf- vænlega atvinnu við það. En illa gengur henni að eignast nægilegt fje til þess að láta gera uppskurð á hnjenu á sjer svo að verða megi að hún verði góð i fætinum aftur og geti tekið upp sina fyrri iðju. Saily kynnist ísrjómasalanum Jimmy (Jam- es Dunn), sem verður ástfanginn af henni og dreymir um að verða for- stjóri í ísrjómafjelagsskapnum. Einn daginn býður hann Sally i bilferð á einum af bílum fjelagsins, en þeirri ferð líkur með skelfingu: Jimmy er tekinn fastur, grunaður um þjófnað og settur i fangelsi. Sally fer til for- stjórans með peningana sem hún hefir safnað til læknishjálparinnar og borgar upphæðina sem stolið var og Jiinmy er látinn laus, en rekinn úr vistinni. Hann liröklast i siglingar en Sally verður eftir og segir nú margt af tilraunum hennar og fje- laga hennar til þess að eignast pen- ingana. M. a. missa þau aleigu sína í hestaveðhlaupum. En á þeim sömu veðhlaupum tekst Gus að liandsama hinri rjetta innbrotsþjóf og sanna sakleysi Jimmy. Sally kemst á spítal- ann og fær fulla bót meina sinna og getur byrjað danskensluna aftur. Og Gus verður leynilögregluþjónn í við- urkehningarskyrii fyrir afrek sitt. Og loks kemur Jimmy lieim aftur og verður þá fagnaðarfundur. Forstjóri ísrjómafirmans gerir hann að með- stjórnanda sínum til þess að bæta fyrir ranglætið sem hann hefir orð- ið fyrir. Og svo er ekki að sökum að spyrja, að sagan endar með tvö- faldri giftingu og eintómri sælu. Jean Parker leikur aðalhlutverkið af mestu snild og meðleikendur hennar eru hver öðrum betri. Þessi skemtilega mynd verður sýnd á næst- unni í GAMLA BÍÓ. Nýlega dó karl nokkur í bænum Lislington í Bretlandi. Hann hafði í mörg ár, nær alla sina æfi, haft atvinnu við að lireinsa göturnar þar í borginni og allir hjeldu að hann væri bláfátækur. En nú, við andlát lians, kom í ljós, að hann hafði „lagt upp“ 5000 sterlingspund af launum sínum. Frú Sesselia Jónsdóttir í Kal- Ekkjan Guðlaug Þórólfsdóttir manstungu varð 70 ára 24. júlí. Grettisgötu 10 er 65 ára 3. áigúst. Agnes V. Jónsdóttir ísafirði varð 60 ára 16. júlí. iJorbjörg Einarsdóttir Sandgerði vérður 40 ára 5. ágúst. fæddist 9. september 1887 og gekk á skóla í Marietta, en þar starfaði faðir hans hjá olíufjelagi. Landon sjálfur gerðist einnig starfsmaður oliufjelags eftir að hafa unnið i banka í nokkur ár. Þegar Alfred Landon var kjörinn ríkisstjóri i Kansas árið 1932 köll- uðu vinir hans hann „lucky Alf“ — Álf liepna, og festist það nafn enn betur við hann tveim árum síðar þegar hann jók atkvæðatölu sína um 60 þúsund, samtímis þvi sem hann eignaðist dóttur og fann auðuga olíu- lind. En Landon er enginn örlagatrú- armaður. „Það er ekki heppnin held- ur hörð og xnikil vinna, sem alt veltur á fyrir mjer“, segir hann. Hann hefir t. d. aldrei hætt sjer í að „spekúlera" i oliu heldur eingöngu helgað starf sitt tæknihlið málsins. Hann hefir orðið frægur um öll Bandaríkin fyrir það hve vel honum tókst í stjórnartíð sinni að koma fjárliag Kansasríkis í gott horf, og mörg athugasemd liefir verið gerð um það, að hann sje ekki Skoti í aðra ætt fyrir ekki neitt. Hann er mjög vinsæll maður í öllu dagfari og framlcomu og liefir gaman af að tala við fólk. Þegar liann er á ráðstefnu við andstæðinga sina um eitthvert það mál, sem varðar hag rikisins, er hann svo laginn að tala við þá, að þeim finst þeir vera orðn- ir samverkamenn hans. Og harin er jafn alúðlegur við háa og lága. í fríslundum sínum iðkar Landon helst veiðar og hestamaður er hann mikill. Þá kvað honum og þykja mjög gaman að spila á spil. í stjórnmálum hefir hann tekið Theodore Roosevelt sjer til fyrirmyndar. í Englandi hafa piparmeyjarnar myndað með sjer fjelagsslcap. Þær vilja m. a. að ríkið gefi þeim eftir- laun frá 55 ára aldri. Mótherjt Roosevelts. Alfred Landon fylkisstjóri í Kans- as, sem i einu liljóði hefir verið til- nefndur af republikanaflokknum i Bandaríkjunum til þess að keppa við Franklin Roosevelt í næstu forseta- kosningum, er af einni af elstu ætt- um Bandaríkjanna. Forfeður lians fluttust til Ameríku árið 1630, eða tíu árum síðar en pílagrímarnir frægu komu vestur með „Mayflower". Er Landonsættin komin frá Herford- shire í Englandi, ekki langt þar frá, sem forfeður George Washington áttu heima. Sú grein Landonsættarinnar, sem Alfred M. Landon er sprottinn af, settist að í Pennsylvaníu eftir frelsis- stríð Ameríkumanna og fjekk sjer land þar. 1 móðurættina er Landon líka kominn af gömlum innflytjend- um, Mossmansættinni, sem er upp- sprottin í Skotlandi. Alfred Landon ------- NÝJABÍO ---------------- Ósýnilegi maðurinn Kynjafull kvikmynd gerð eftir hinni heimsfrægu skáldsögu H. G. Wells, af Universal Pictures undir stjórn James Whale. Aðal- hlutverkin leika: GLAUDE RAINS og GLORIA STUART. Ennfremúr: William Harrigan — Henry Travers — Una O’Connor og Donald Stuart. Sýnd bráðlega. Það vakti eigi litla athygli, er hinn heimsfrægi enski rithöfúndur H. G. Wells tilkynti það, að hann mundi framvegis leggja ritstörf á hilluna að minsta kosti um nokkurt skeið og lielga starf sitt kvikmyndunum. Wells hefir um hrið gnæft hátt í bókmentum Englendinga. Hann er gjörmentaður vilmaður, ritar ágæt- an stíl og hefir meira hugmynda- flug en flestir núlifandi rithöfundar. En í raun og veru var það mjög eðli- legt, að hann gerðist liðsmaður hinn- ar nýju listar, sem heyrir framtíð- inni til, því að hann hefir einkum valið sjer að yrkisefni framtiðina og þá hluti, sem þá muni gerast, eins og þeir þekkja, sem lesið hafa sögur hans, en margar þeirra hafa verið þýddar og gefnar út á íslensku. „Ósýnilegi maðurinn" er sú sagan, sem fyrst hefir verið kvikmynduð og verður sýnd lijer á Nýja Bíó inn- an skamms. Er þetta liin furðuleg- asta saga. Ungur efnafræðingur, Jaclc Griffin, sem er aðstoðarmaður hjá efnafræSingnum dr. Cranley, hverf- ur skyndilega. Griffin hefir undan- farið gert tilraunir með dularfull efni sem heitir „monocain" og liefir jjann eiginleika, að það gerir lífræn- ar verur ósýnilegar. Það hefir verið reynt á hundi og hann varð gagnsær eins og vofa. En jafnframt varð hann vitlaus. Jack Griffin hefir nú reynt þetta efni á sjálfum sjer. Hann felur sig í smábæ einum til þess að liafa næði til framhaldandi tilrauna. Hann hef- ir vafið slæðu fyrir andlit sjer og er með rykgleraugu ■— annars sæist hann ekki. Þegar hann fer úr föt- unurri sjest ekkert, líkaminn er ó- sýnilegur. Nú er hann að reyna að finna móteitur, sem geri hann sýni- legan aftur, en það tekst ekki. Og ósýnilegi máðurinnn fer að vinna ýnis hermdarverk, því að hann hefir bilað á sörisunum. 'Myndin lýsir nú tilraunum Floru, dóttur dr. Cran- ley, og vinar hans dr. Kemp til þess að frelsa hann úr „álögunum“. Þær tilraunir mistakast og Jack Griffin vinnur hvert hermdarverkið öðru verra og m. a. v'erður hann dr. Ilemp að bana. Loks drepur lög- reglan hann og þá verður dauður líkami hans sýriilegur aftur. Barátta Iiinnar ástfangnu stúlku Láru fyrir því að bjarga elskhuga sínum er cinn átakanlegasti þáttur myndar- innar. En það sem að öðru leyti er merkilegast við þessa mynd er hin undraverða tækni, er hún sýnir. Maður sjer móta fyrir ósýnilega manninum eins og skugga lijer og hvar og eltingaleikurinn við hann cr stórkostlega spennandi. Myndin er líka prýðilega skipuð leikendum. Það er vafalaust að þessa mynd vilja inargir sjá. í Berkely í Kaliforníu hefir borg- arstjórinn skipað svo fyrir, að hver íbúi bæjarins slculi láta taka mót af liægri þumalfingri, svo æfinlega sje liægt að aðgreina þá og sanna, ef um glæpi er að ræða og glæpamaðurinn hefir skilið eftir fingrafar, að eng- inn borgari í Berkely hafi framið glæpinn.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.