Fálkinn


Fálkinn - 01.08.1936, Page 3

Fálkinn - 01.08.1936, Page 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—6. Skrifslofa í Oslo: Anton Schjöthsgade 14. Blaðið kemur út hvern laugardag. Askriftarverð er kr. 1.50 á mánuði; kr. 4.50 á ársfjórðungi og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftanir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter. Herbertsprent prentaði. Skraðdaraþankar. „Notið sjóinn og sólskinið“, er setning sem í nokkur undanfarin ár hefir verið reynt að innprenta Reyk- víkingum. En það er svo oft, sem ekki er gott að hlýða þessu boðorði, vegna þess að sólskinið vantar. Og þá er sjórinn lika of kaldur. Þetta tvent fer ávalt saman. Vegna þess að tækifærin eru svo fá er því meiri ástæða til þess að nota þau þegar þau gefast. Undan- farnar vikur hefir veðráttan lokkað fólkið til þess að rækja þetta boð- orð. Hjer hefir verið hver sólskins- og hitadagurinn eftir annan, sjórinu hefir verið volgur og sandurinn og klappirnar i fjörunni eins og bakar- ofn. Margir hafa notað sjer þetta. En þó ekki nógu margir. Einkan- lega hefir sjest of lítið af börnum hjer suður við Skerjafjörð. Nóg er af þeiin á götunni — nógu af að taka. En til þess að liægt sje að senda börn og unglinga í sjóbað, þarf að hafa tryggingu fyrir því, að eftirlits- fólk sje á staðnum, sem gætir þeirra. Og jafnvel þó að um fullorðið fólk sje að ræða, þá er sist vanþörf á, að jafnan sje við hendina maður með bát og björgunartæki, ef eitl- hvað ber að höndum. Það er metn- aður margra syndra manna, að synda sem lengst út á sjóinn, til þess að sýna öðrum yfirburði sína — láta taka eftir sjer. Og þeir freista þá annara, sem miður eru syndir. En það kemur fyrir oflát- unginn eins og hina, að hann getur fengið sinadrátt eða krampa, sem varnar lionum sundtakanna. Og hann getur druknað eins og hinir, ef ekki er nálægt maður, sem kann að bjarga. Á erlendum baðstöðum eru víðast eftirlitsmenn og strangar reglur settar um, live langt megi fara til liafs. Druknanir fólks á þessum liaðstöðum eru mjög sjaldgæft fyrir- brigði, þær verða flestar þar, sem fólk fer í vatn þar sem fátt er um manninn. En það er eftirtektarvert, að á baðstöðunum eru það að jafnaði vel syndir menn sem drukna. Þar sem gott er útgrynni er það ósynda eða illa synda fólkið, sem að jafnaði er í minstri hættu. Það veður út þangað til því finst komið á nóg dýpi og reynir svo sundtökin eða æfir, á þvi að synda söniu leið í land. Það er góð aðferð, bæði synd- um og ó'syndum. Hún er liættulaus, þar sem botninn er jafn og undan- færi mikið. Sumir telja sjer óhæfu að fara í sjó, af því að þeir eru ekki syndir. Rækjuniðursuðan á ísafirði. Það er komið á dagin.n, að í ísa- fjarðardjúpi eru liin auðugustu rækjumið, sem til eru á Norðurlönd- um. Það er kunnugt, að i fjölda ára- tuga hefir fiskur sá, sem veiðst hefir í Djúpinu verið fullur af þessum smádýrum, sem þorskinum þykja lostæt ekki síður en manninum. En það er eigi fyr en i fyrra, sem byrj- að var að veiða þetta lostæti til manneldis. Siðan hafa rækjur — eðu kampalampi, sem kvikindi þetta heitir á gömlu máli — verið seldar við og við i Reykjavík. En nú i sumar hefir verið sett upp niðursuða fyrir rækjur á ísafirði og hefir hún yfrið nóg að starfa. Niðursoðnu rækjurnar eru konmar á markaðinn og þykja i engu standa að baki er- lendum rækjum, og má því heita víst, að þær verði sainkepnisfænr á erlendum markaði, því að óvíða cða livergi mun aðstaða vera eins góð og einmitt á ísafirði. Þorvaldur Guðmundsson veitir nið- ursuðu þessari forstöðu. Var liann i mörg ár starfsmaður hjá Slátur- fjelagi Suðurlands, en í fyrravor fór hann utan lil þess að kynna sjer nið- ursuðu og starfaði hjá þýskum niður- suðuverksmiðjum í rúmt ár. Er hann staddur hjer i bænum um þessar mundir og hefir gefið blöðunum ýmsar eftirtektarverðar upplýsingar um þessa nýju atvinnugrein. Síðan starfsemin byrjaði í vor hefir hún aukist svo, að nú eru soðnar niður um 2000 dósir af rækj- um á dag, eða 25.000 dósir síðustu þrjár vikurnar. Um þriðjungur þessa liefir selsl innanlands en markaður En þetta er mesti misskilningur. Þið sem ósyndir eru: farið i sjó. þar sem útgrynni er — og hættið ykkur ekki lengra en þið getið vaðið! er að opnast erlendis fyrir fram- leiðsluna, svo að engu þarf að kvíða um það, að eigi verði hægt að koma þessari nýju vöru i peninga. Um 56 manns starfa að niðursuðunni, mest stúlkur, sem taka skelina af rækj- unum, en jiað er seinlegt verk, eins og þeir jiekkja sem reynt hafa. ■— En til dæmis um hve Djúpið er auð- ugt af þessu litla krabbadýri má refna, að á einn bát veiddust 900 kg. af rækjum á 6Vá klukkustund í sumar. Til samanburðar má geta þess, að það er talið met í Svíþjóð, að einn bátur veiddi þar 600 kg. á einum sólarhring. Þorvaldur Guðmundsson bendir á það, að fjölda annars sjávarfangs megi gera að arðbærri vöru með nið- ursuðu og reykingum. Nefnir hann þar til m. a. liáf, steinbít, skötusel. karfa, skötu, síld -— og ekki síst ups- ann sem Þjóðverjar reylcja og sjóða niður í stórum stíl og sel.ia undir nafninu „sjólax“. Um aðstöðu ís- lendinga til þessa iðnaðar nefnir lia.nn ennþá augljósu staðreynd, að aðrar þjóðir sækja þessar fiskteg- lindir til íslands og flytja þær til sín og sjóða síðan niður. Varan ætti avalt að vera betri ef hún er unn- in glgmý upp úr sjónum, eins og hjer er hægt. Er þvi aðstaða íslend- inga til niðursuðu sjáyarfangs hag- stæðari en annara þjóða. — Þess er að vænta, að hjer sje kominn vísir að fyrirtæki, sem eigi eftir að auk- ast og margfaldast og verða þjóðinni tii mikillar liagsældar: skapa nýja atvinnu og draga fje inn í landið. Á annari myndinni sem hjer fylgir sjest Þorvaldur Guðmundsson við niðursuðupottinn en á hinni sjest siúlknahópurinn, sem tekur skelina af rækjunum. Það eru margar mil- jónir af rækjum búnar að ganga gegnum hendurnar á þeim. -----x---- Halldór Þórðarson bókbindari verður áttræður 7. ágúst. Nýr læknir. Alfreð Gislason hefir opnað lækn- ingastofu hjer í bænum. Hefir hann stundað framhaldsnám í tauga- og geðsjúkdómafræðum undanfarin fjög- ur ár. D^aldi hann við ýöiSa spítala í Danmörku og naut leiðsagnar helstú taugalækna jiar, m. a. próf. Viggo Christiansen og Knud H. Krabbe yfirlæknis. Lækningastofa Alfreðs er í Suðurgötu 4. Fertupr letkari. Brynjólfur Jóhannesson leikari verður fertugur 3. ágúst. Hann hefir undanfarin ár verið einn af fremstu leikurum Reykjavíkur, leikið í nær öllum leikritum, sem sýnd hafa ver- ið og á orðið ein.na flest hlutverk starfandi leikara í Reykjavík, eða samtals um 80. Alls hefir hann leik- ið í þessum hlutverkum nálægt 765 sinnuin. Innan við tvitugt dvaldist liann í Kliöfn við verslunarskóla- nám og fór þá mikið i leikhús og sá m. a. Ólaf heitinn Poulsen í ýmsum bestu hlutverkum hans. En fyrst kom hann á leiksvið vestur á tsa- firði, sem Hammer i „Nei“, árið 1916 og ljek þár í ýmsum leikritum næstu árin og stjórnaði 'sýningu á „Sher- lock Holmes“, sem þótti takast ágæt- lega. Til Reykjavikur fluttist Brynj- ólfur 1924 og hefir leikið að stað- aldri lijer síðan. Mesta ánægju telur hann sig hafa haft af að leika lilut- verkin Bly í „Gluggar“ eftir Gals- worthy, Andrjes Bleiknef í „Þrett- ?ndakvöld“, Friðmund Friðar i „Karlinn í kassanuin“ og síðast en ekki sisl síra Sigvalda í „Manni og ltonu“. Minnast þeir sem sjeð hafa hins ágæta leiks Brynjólfs í þessum lilutverkum og mörgum fleiri. )

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.