Fálkinn - 08.08.1936, Blaðsíða 7
F Á L K I N N
7
aawaéáeiooow
NÝ HRAÐA-EIMREIÐ.
Svona lítur nýjasta straumlínu-
eimreiðin í Bandaríkjunum út. Hún
á að verða í mæturferSum milli
Clevéland og Detroit og verður öll
ljósum sett að utan.
KU KLUX KLAN.
Nýtt leynifjelag hefir nýlega fund-
ist í Ameríku, sein heitir „Svarta her-
sVeitin“ og telur um 6 miljón áhang-
endur. Fjelagsmenn hafa svarta grímu
og þristrenaan hatt með hauskúpu-
inýnd.
UOJNFUSUJS,
hinn frægi siðferðispostuli er enn
tignaður víða i Kína. Hjer sjest
gamall vörður við dyr eins Konfuci-
usar-musterisins.
ENSKUR VARÐMAÐUR
á götu i Jerúsalem sjest hjer á mynd-
inni. Enska setuliðið, þar hefir haf!
nóg að starfa undanfarið vegna hinna
látlausu óeirða Araba.
í ABESSINÍU
hafa ítalir innleitt nýja tegund af
frimerkjum, 'með mynd af „keisara
Abessiníu" — Victor Emanuel kön-
ungi. Hjer er eitt þessara frímerkja.
EGYPTSKAR KONUR
hafa ekki liætt að ganga með andlits-
slæður eins og konurnar í Tyrklandi.
Á myndinni sjest forsætisráðherrafrú
Nahas pasja ásamt vinkonu sinni á
leið til þinghússins.
ORGEL í LJÓSAKRÖNUNNI.
Á sýningu i Berlín var þetta orgel,
sem er þannig gert, að pipur þess eru
festar í ljósakrónu í loftinu og i
sambandi við rafmagnslampa svo að
orgelið er jafnframt ljósakróna.
HERSHÖFÐINGINN OG
RÁÐSKONAN.
Myndin er tekin á hermannaskál-
anum i Versailles og sýnir hershöfð-
ingjann Gouroud heilsa gamalli ráðs-
konu, sem hefir starfað á skólanum
í 64 ár.
FEGURÐARDROTNING KANAREYJA
sjest hjer á myndinni. Heitir hún
Marya Penichet og er óneitanlega
-falleg, ef myndin lýgur ekki.
HIRÐIR í LANDINU HELGA.
Þessi hirðir er arabiskur og eins
og landar hans vill hann berjast með
oddi og egg gegn Bretuin, þangað til
þeir banna Gyðingum innflutning til
Landsins helga.
Við fallhlífaræfingar í Bússlandi
var nýlega reynt að láta hunda
stökka úr falllilíf. Hjer er einn sepp-
inn að falla.
SÍMSTÖÐIN Á „QUEEN MARY“.
Vitanlega hefir risaskipið nýja sím-
stöð, svo að hægt sje að tala innan
skips og eins þráðlaust til lands,
hvar sem skipið er statt. Hjer sjást
þrjár símastúlkurnar.