Fálkinn


Fálkinn - 08.08.1936, Blaðsíða 11

Fálkinn - 08.08.1936, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 NÝJA BÍÓ. Frh. af bls. 2. fýsnustu kvikmyndadómara. En hlut- verkið i myndinni „ErfSaskrá sjer- vitringsins" liggur sennilega enn bet- ur fyrir honum. Það hefir vist aldrei sjest í kvikmynd sannari sjervitring- ur en George Arliss í þessari mynd. Hiin er tekin af United Artists af frábærum leikstjóra, sem hæfir vel hinum ágæta skapgerðaleikara George Arliss. HATUR. I■ rh. af bls. 6. gert lögreglunni aðvart. Igor hafði einnig sjeð þetta fyrir og ljek hlut- verk sitt ágætlega. Enginn grunaði hann. Það var tíundu nóttina eftir morð- ið að Aleksei kom til 'hans og settist - á rúmstokkinn hjá honum. Hann hafði sofið, þetta var fyrsla nóttin hans i nýju íbúðinni — þegar hurðin opnaðist og hann lieyrði að einhver kom inn .... og gekk hratl og ljett. Ógurleg skelfing greip hann. Hann þorði ekki að opna augun, þorði ekki að spyrja hver þar væri. Svo fann hann alð sest var á rúm- stokkinn. Og þá opnaði hann augun. Það var Aleksei sem sat hjá hon- um og horfði á hann. Hann ætlaði að hljóða, en kom ekki upp nokkurri stunu. Aleksei lyfti hendinni hægt og bretti frá sjer skyrtunni. Það voru tvö sár á hrjóstinu og blóðið vætlaði enn úr þeim. ,.Æ-æ-æ“, hrópaði Lgor, dró sæng- ina.upp yfir höfuð og engdist eins og 'maðkur. En þegar hann dirfðist að líta upp aftur var Aleksei horfinn. „Jeg verð að aflæsa hurðinni“, hugsaði Igor. Hljóp fram úr rúminu og út að dyrunum. Og uppgötvaði að þær voru aflæstar. „Mig hefir verið að dreyma“, sagði hann hátt við sjálfan sig. Nóttina eftir vaknaði hann við að Aleksei sat ofan á honum. Hann var klettþungur eins og legsteinn. Igor þorði ekki að opna augun. En hann fann að Aleksei sat ofan á honum og horfði á hann og hann hretti frá sjer skyrtunni. Þá fór Igor að hljóða, fann svo að Aleksei stóð upp og þegar hann opnaði augun var hann horfinn. Hurðin var líka aflæst í þetta sinn. Hann sat á skrifstofunni við gjald- kerapúltið sitt þegar niaður kom með reikning. Igor tók við reikningnum, leit á hann og laut niður að peninga- skúffunni. Þegar hann leit upp aftur sá hann andlit Aleksei í lúunni. Hann rak upp óp, fleygði peningunum í andlitið á manninum og hneig með- vitundarlaus niður af stólnum. Hann fjekk að fara heim áður en skrifstofutiminn var úti. Og þegar hann kom heim aflæsti hann hurð- inni og dró kommóðuna fyrir. „Nú kemst hann ekki inn“, sagði hann hróðugur. Settist við borðið og kveikti sjer í sígarettu. Innan skamms var barið á dyr. „Það er hann .... hann vill kom- ast inn“, hugsaði Igor. , Eruð þjer heima?“ var spurt með rödd sem hann kannaðist ekki við. „Ha. Hann ætlar að leika á mig“. Og hann hrópaði: ,.Nei, jeg er ekki heima!“ Svo sat hann og gróf andlitið í höndum sjer. Hversvegna er hann að kvelja mig .... Er það ekki nóg að hann hafi kvalið mig alla sína lífstíð . . Hvers- vegna getur hann ekki legið kyr i kirkjugarðinum ....? Fæ jeg aldrei frið fyrir honum?" Og hann tárfeldi. Aftur var barið á dyrnar. „Hvað viltu mjer? Hversvegna læt- urðu mig ekki í friði?“ hrópaði Igor Myndin sýnir hestinn, sem sigraði í Derbyhlaupinu danslca um miðjan júlí. Heitir hestur „Sunny Diamond“ en ekillinn Koster. Maður nokkur í I.ondon, Thomas Lidowe að nafni, liefir gert sjer að atvinnu — að fremja sjálfsmorðstil- raunir. Hann læst ætla að drepa sig, en æfinlega með þeim hætti, að eng- in hætta er um lif hans. Og svo læt- ur hann safna inn peningum handa sjer meðal góðhjartaðra manna og lifir hátt um tíma, þangað til næsta tilraun fer fram. En nú hefir lög- reglan tekið hann fastan fyrir svikin. í Ameríku ætla menn nú að fara að halda einn dag ársins heilagan til þess að „minnast tengdamæðranna“. ------------------x----- Um dáginn var bóndi nokkur i Astralíu að grafa brunn við húsið sitt. Hann datt þar ofan á gullstykki, sem var 3 kilo að ljyngd. Fyrir nokkrum árum fanst tveggja kilóa gullstykki nær því á sama stað, svo I að gæti máske borgað sig að hefja nákvæmari leit eftir gulli þarna á staðnum. -----x---- Um daginn dóu gömul lijón í Jót- landi með nokkura klukkustunda millibili. Þau höfðu verið í hjóna- bandi i 48 ár og nú voru þau jarð- sungin saman. Það einkennilega vildi til, að faðirinn, brjefberinn Henriksen, var borinn til grafar af 6 sonum hjónanna og móðirin af (i dætrum þeirra. -----x----- eins og óður maður. En lafhræddur brjefberi liraðaði sjer ofan stigann. En Igor æddi um stofuna og hlóð stólum og borðum fyir dyrnar. Svo barði hann alt í einu á enni sjer. , Hann vill láta mig meðganga, að j)að sje jeg, sem hafi drepið hann. .... Já, já. Jeg geri það .... þá fæ jeg frið fyrir honum“. Hann dró borðið aftur á sinn stað. náði í blek, penna og pappír og fór að skrifa .... Hann liafði ekki lokið brjefinu fyr en eftir tvo tíma. Lagði svo brjefið í umslag og setti frímerki á. Og utan á skrifaði hann: Til lögreglustjórans. — Hvernig og hversvegna jeg myrti Aleksei Kam- enski. Hann dró kommóðuna til hliðar. opnaði dyrnar og fór út. Fann pósl- kassa og stakk brjefinu i hann. Sneri við aftur. Svalt næturloftið kyrði taugar lians. Alt í einu staðnæmdist hann og stundi hátt: „Ilversvegna hefi jeg gert þetta? Hversvegna hefi jeg framselt mig?“ Hann þorði ekki að fara heim, hugsaði ekki út í það, að brjefið kæmi ekki fram fyr en morguninn eftir. Var liræddur um að lögreglan væri þegar komin á leið heim til hans. Hann reikaði um göturnar nokkra klukkutíma. Hann var þreytur og úrvinda lægar hann kom að Font- ankabrúnni. Staðnæmdist þar og stóð lengi og hallaði sjer fram á brúar- riðið og horfði ofan í strauminn. Borgin svaf .... kyrðin og myrkr- ið liafði hjúpað hana. Alt í einu heyrði hann skref sem færðust nær. Leit við. Það var lög- re'gluþjónn sem færðist nær brúnni, það glapaði á hnappana hans frá götuljóskeri. „Hann kemur til að taka mig fast- an“. Og Igor tók til fótanna og lagði á flótta. En við hinn brúarsporðinn stóð Aleksei. tgor hljóp út að riðinu, klifraði yf- h' það og henti sjer ofan af brúnni. Reyndi að 'hrópa á hjálp en vatnið fylti vit hans og drekti ópinu .... og hann sökk .... strengurinn bar hann á burt. HEIMSMEISTARATIGN I DANSI hlutu nýlega hjú þau, sem sjást hjer á myndinni, mr. Wells og Miss Siss- ons frá London. Sigruðu þau í sam- kepni sem fram fór í Bad Neuheim. í Annam eru afbrotamenn teknir af lifi á þann hátt, að viltir fílar eru látnir troða þá undir fótum til dauða. ----x----- í Michigan fæddist um daginn síamesiskir tvíburar. Krónprinsinn og krónprinsessan hafa nú komið sjer fyrir í íbúð þeirri, sem þau hafa fengið ú Amaliuborg. Hjer sjest einkastofa krónprinsessunnar. Sundflokkur Japana sem tekur þútt í ólympsleikjunum kom lil Berlín uiku áður en þeir hófust, til þess ,að þjúlfa sig þar. Hjer sjúst nokkrir af sundmönnunum vera að „ganga í vatnið“.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.