Fálkinn


Fálkinn - 31.10.1936, Blaðsíða 3

Fálkinn - 31.10.1936, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—6. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjöthsgade 14. Blaðið kemur út hvern laugardag. Askriftarverð er kr. 1.50 á mánuði; kr. 4.50 á ársfjórðungi og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftanir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeler. Herbertsprent prentaði. Skraddaraþankar. ,,Iikki er nema hálfsögð sagan þeg- ai' einn segir frá“, segir máltækið. Rómverjar ámintu líka um, að láta orð beggja aðila sjer að eyrum koma. Og líklega hafa mennirnir verið svo frá upphafi vega sinna, að hentugra þætti að heyra báða aðila áður en dómur væri upp kveðinn. Skýringin á þessu er auðsæ. Hún er sú, að þegar menn flytja mál hvort lieldur er fyrir rjetti eða í saintali, þá segja menn sjaldnast nema liálf- an sannleikann. Og þetta þarf alls ekki að vera vísvitandi. Sínum aug- um lítur hver á silfrið, og menn geta, líversu samviskusamir sem þeir eru, gleymt að télja fram atriði eða málsbætur, vegnii þess að í þeirra iiugum eru þær einskis virði. Það er skoðun einstaklingsins og viðhorf hans til hlutanna, sem ræður því, að mat lians verður ekki eins og mat hinna. Þetta hefir ætið verið svo og verður ætið svo. Það er stundum eins og menn vilji óska þess, að allir menn hefðu sönm skoðun, að minsta kosti á sumum málum. Og stundum eru menn að leitast við að safna fjöldanum um ákveðnar grundvallarskoðanir, þar sem allir segi já og amen. Þeir menn eru líka til og ekki fáir, sem jafnan eru eins og bergmál af öðrum, og altaf eru á sama máli og „siðasti vœðumaður"; En þessir menn eru að jafnaði taldir einfeldningar. Það er í rökræðum um málin sem þau skýrast, Betur sjá augu en auga og enginn maður er svo vitiborinn, að hann hafi ekki gott af að heyra álit annara á skoðunum sínum. Það eru aðeins sjervitringarnir og ein- þykkir þUmbararar, sem þykjast yf- ir það hafnir að rökræða. Þeir eru ekki „komnir hingað til að láta sann- færast“ eins og maðurinn sagði forð- um. Þeir þurfa ekki á annara viti að halda, en eru sjálfum sjer nógir. Hjer eru aðrar öfgar frá. En milli þessara tveggja leiða; þeirra að vilja engum sönsum taka og hinnar: að vera altaf á sama máli og „síðasti ræðumaður" er breið slóð, sem flest- ir feta. Hvor útleiðin liefir litið til sins ágætis. En liitt er leiðin, sem liggúr fram, að íhuga annara skoð- anir, bera þær saman við sinar eigin, vinsa úr það besta og halda því en fieygja hinu. Þeir menn verða lang- lífir í landinu og eflast að vitsmun- um alla æfi sína en hinir vaxa i njóla og verða engum til uppbyggingar. Þjálfun dómgreindarinnar er sú sál- arleikfimij sem öllum er þörf 'á. Hún r.kapar betri menn og sanngjarnari. P. Schannong legsteinasmiður i Kaupmannahöfn hefir gefið Menta- skólanum vandaða marmaratöflu til minningar um Niels R. Finsen, höf- und ljóslækninganna. Eins og kunn- ugt er var Finsen af íslensku bergi brotinn, einn hinna mörgu niðja Hannesar Finnssonar Skálholtsbisk- ups, og fæddist hann í Færeyjum. En hjer gekk hann á Latínuskólann og útskrifaðist frá honum árið 1882, og er taflan til minningar um dvöl hans þar og verður fest upp í skólagang- inum. Á þriðjudaginn var kl. 11 fór fram afhjúpunarathöfn í hátíðasal Menta- skólans. Voru boðnir þangað nánustu ættingjar Finsen hjer i bænum, börr. Ola heitins Finsen póstmeistara, en þau og Niels Finsen voru systkina- börn. Þá voru og boðnir eftirlifandi sambekkingar Finsens, en þeir eru fjórir hjer í bænum. — Bruun sendi- sveitarráð Dana, sem nú gegnir sendi- herrastörfum lijer afhenti minningar- Pjetur Grikklandsprins var nýlega á skemtiferð um Pólland í bíl. M. a. kom hann í bæinn Parnopol og gerði sjer til gamans að taka ljósmynd af víginu þar, en það er bannað. Undir eins tóku lögreglumenn prinsinn fastan og er hann sýndi vegabrjef töfluna fyrir hönd gefanda. Þar sjest sólarupprás á ofanverðri töflunni og stafar sólin gullnum geislum upp á við til hliðanna. En að neðan er letr- að: NIELS R. FINSEN IN HOC. SCOLA DIDICIT 1876—1882. Hefir Finnur Jónsson teiknað töfluna. — Bruun sendisveitarráð mintist afreka Finsens og heimsfrægðar hans, en á eftir honum flutti Gunnl. Claessen ítarlegt erindi um lífsstarf hans og uppgötvanir. Næst talaði Haraldur Guðmundsson ráðherra og þakkaði gjöfina í nafni skólans. Hjer að ofan birtast myndir af Niels Finsen og ennfremur mynd af aflijúpunarat- höfninni. Sjest minningartaflan þar fyrir framan ræðustólinn en í honum er Haraldur Guðmundsson. Á mynd- inni sjást ennfremur frá vinstri: Ágúst H. Bjarnason, Garl Olsen stór- kaupm., Niels Dungal, Gunnl. Claes- sen, (',. Bruun sendisveitarráð og Pálmi Hannesson rektor. sitt þótlust þeir vissir um, að það væri falsað og þóttust nú vissir um, að hafa gómað hættulegan njósnara. Loks komst þó hið sanna upp og var Pjetur látinn laus, er hann hafði setið i fangelsinu i fjóra tima. Haraldur Árnason kaupm. verð- ur 50 ára A. uóv. Dr. Benedikt S. Þórarinsson verður 75 ára þ. 6. nóv. Magnús Bl. Jónsson, fyrv. presl- ur, verður 75 ára 5. nóv. Sigurður Gunnlaugsjsón, fyrv. skipstjóri, varð 65 ára 29. þ. m.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.