Fálkinn


Fálkinn - 31.10.1936, Side 7

Fálkinn - 31.10.1936, Side 7
7 F Á L K I N N Fimmburarnir í Dionne í Canada eru heimsfrægir og mikið með þá látið, en Michiganfylki í Bandaríkjunum þykist hafci dálítið að hreykja sjer af, nefnilega fjórburunum sínum, sem nú eru orðnir sex ára og byrjuðu í skólanum í haust. Þessir fjórburar sjást á myndinni og heita Edna, Sarah, Wilma og Helen Morlok. Kvikmyndadísin Katherine Hepburn varð nýlega fyrir árás af hendi tveggja bófa, skamt frá heimili sínu í Hollywood. Skutu þeir á hana sex skotum en hæfðu hana ekki. Hjerna sjest hún í einu af síðustu hlutverkum sínum, sem María Stuart í mynd sem gerð hefir verið eftir leilcriti Shakespeares. Þykir hetmi tak- ast mjög vel í myndinni. mmm mm wmmmm t®fil wémImmKÍÍMíim BÉI . s\ : MMi 11111 / Englandi hafa menn tekið upp á því, að setja upp stóra spegla við beygjur á götum, svo að vegfarendur geti sjeð fyrir hornin. Þykir þetta geta orðið til þess að draga úr árekstrum. Myndin hjer að ofan er sunnan úr Bayern og er tekin i septem- berlokin, þar sem piltur og stúlka eru að tína vínberin. Þau eru borin heim í íláti, sem er nauðalíkt gömlu bullustrokkunum hjerna.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.